Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 7
Barnadauði á Islandi 1941-1975 (0-4 ára) Hróðmar Helgason og Jónas Magnússon læknanemar í. fniif/«ii«r/i(r I þessari grein er athugaður barnadauði áranna 1941-1975. Barnadauði hér merkir börn látin á 5 fyrstu árum ævinnar. Barnadauðinn er athugaður eítir dánarmeini og aldri og kannaðar helztu breyt- ingar á dánarorsökum og dánartíðni. Einnig er at- hugaður hluti einstakra sjúkdóma af heildardánar- tölu og breytingar sem á honum verða. a) Efni og sannleiksgildi Upplýsingar eru fengnar frá 1) Hagstofu Islands, Mannfjöldaskýrslur 1941-1970 auk óútgefinna skýrslna fyrir árin 1971-’75, 2) Fæðingar á Islandi 1881-1972, 3) Aðrar heimildir, sjá heimildaskrá. Skýrslum um dánarorsakir almennt var hyrjað að safna hér á landi árið 1911. I Mannfjöldaskýrslum 1911-1915 er greinargerð um þá skýrslusöfnun, en hún hélzt að formi til nærri óbreytt til ársloka 1950. Sú breyting varð þó á, eflir því sem árin liðu, að dánarvottorð voru gefin út fyrir sívaxandi hluta mannsláta hvers árs. Eftirfarandi hlutfallstölur sýna, hvernig heimildir um dánarorsakir skiptust á hverju 5 ára tímabili frá 1911 til 1950. TAFLA 1 1911-1516-20 21-25 26-30 31-35 36-40 41-45 46-50 % % % % % % % % Dánarvott. læknis 32 43 42 53 60 63 67 77 Prestask. aðeins: a. m/aths. læknis 16 11 14 16 16 16 14 11 b. án aths. læknis 52 46 44 31 24 21 19 12 Með lögum nr. 42 1950, sem tóku gildi 1- j anúar 1951, var ákveðið að ritað skyldi dánarvottorð fyrir hvern mann er dæi á landi, nema lík fyndist ekki, þá skyldi gerð mannskaðaskýrsla samkvæmt lögum nr. 42 1913. Hefur samkvæmt þessu verið gefið út dánarvottorð um öll mannslát síðan í ársbyrjun 1951, neina um voveiflegan dauðdaga hafi verið að ræða og lík ekki fundizt. Ljóst er að áreiðar.leiki upplýsinga um dánarmein eykst verulega eftir 1951, þólt læknar hafi gefið út dánarvottorð eða haft umsögn um langflest dauðs- fcll árin 1941-1950. Teljum við því að treysta megi upplýsingum um dánarmein fyrir áðurgreint tíma- bil. Upplýsingar um hlutfallstölu krufninga fyrir árin 1941-1950 liggur ekki fyrir. TAFLA2 1951 1960 61-65 66-70 71-75 Hlutfallstala krufninga af 1000 látnum . . 139 317 367 398 310 Upplýsingar um hlutfallstölu krufninga fyrir börn 0-4 ára liggja ekki fyrir, hvorki á Hagstofu íslands né á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Hins vegar hafa andvana börn og börn látin á 1. viku ver- ið krufin sbr. heimild nr. 1, þar sem nær því 50% andvana fæddra og 90% barna látin á 1. viku voru krufin á árunum 1955-’64 og eykur þetta sannleiks- gildi upplýsinga fyrir þennan aldursflokk og tíma- bil. b) Urvinnsla Samanburður á dánarorsökum 1941—’50 og dán- arorsökum 1951-’70 er nokkrum vandkvæðum bund- inn. I Mannfjöldaskýrslum 1941-’50 eru dánarorsak- ir 0-4 ára barna skráðar samkvæmt alþjóðadánar- meinaskrá frá 1938. Dánarorsakir 0—4 ára barna 1951—70 eru skráðar samkvæmt alþjóða sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, sem gildi tók 1. jan. 1951 (lið- ur C, skrá hin stytzta, 50 flokka B-skrá, sjá heimild nr. 12). Dánarmein 1971—75, eru samkvæmt B (50 flokka skrá) skrá, sem tók gildi 1. jan. 1951. Við LÆKNANEMINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.