Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 43
námsbrautarstjóra eða kennslustjóra.5 Fyrsti náms- brautarstjóri var María Pétursdóttir skólastjóri, en nú hefur Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri þann starfa með höndum. Núverandi námsbrautar- stjórn er þannig skipuð: Kristín E. Jónsdóttir dósent, tilnefnd af háskóla- ráði, Arinbjörn Kolbeinsson dósent og Árni Kristinsson dósent, tilnefndir af læknadeild, námsbrautarstjóri og þrír fulltrúar nemenda: Margrét Theodórsdóttir, Ingibjörg Sigmunds- dóttir og María Guðmundsdóttir. Þegar kennarar verða fastráðnir að námsbraut- inni, munu þeir taka sæti í stjórn hennar. Kennsluskrá mf náinsefni „Sjö manna nefndin“ gerði drög að námsskrá í september 1973. Ráðunautar nefndarinnar við það verk voru þau Dorothy C. Hall, forstjóri hjúkrunar- máladeildar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og próf. Jóhann Axelsson. Sérstök nefnd starfaði á vegum námsbrautarstjórnarinnar að tillögum um hjúkrunarkennsluna. f henni áttu sæti 5 hjúkrunar- fræðingar. Með nefnd þessari starfaði próf. Anna T. Howard frá háskólanum í Roston í Bandaríkjunum, en hún dvaldi hér um tveggja mánaða skeið.3 Kennsluskráin var fullgerð í júlí 1976. Námsbrautin annast kennslu og rannsóknir í hjúkrunarfræðum í tengslum við læknadeild. Á veg- um námsbrautarinnar eru kennd almenn hjúkrunar- fræði og sérgreinar. Ymsar námsgreinar sækja nem- endur til verkfræði- og raunvísindadeildar, lækna- deildar og annarra deilda og taka sömu próf. Er leit- ast við, að þau námskeið, sem sótt eru til hinna ýmsu deilda, séu sem mest sniðin við hæfi nemenda í námsbrautinni. Sé þess ekki kostur, skal efnt til sér- stakra námskeiða (t. d. félagsfræði og kennslufræði á vegum félagsvísindadeildar). Námstími er 4 ár og lýkur með B.S. gráðu í grein- inni. Hvert námsár skiptist í 2 misseri. Hver kennslu- grein er metin í námseiningum, þannig að námið er metið 120 námseiningar alls. Að baki hverri náms- einingu skal að jafnaði vera a. m .k. ein vikuleg misseriskennslustund eða ein námsvika. Hámarks- námstími er 6 ár, þó þannig að einingum fyrsta og annars námsárs skal lokið á þrem árum hið mesta. Próf eru skrifleg, verkleg eða munnleg eftir nán- ari ákvörðun námsbrautarstjórnar og í samráði við kennara. Próf eru haldin í janúar, að vori og að hausti. Einkunnir eru skráðar í heilum og hálfum tölum, frá 0-10. Stúdent, sem ekki nær einkunn 5,0 á einhverju prófi, telst ekki hafa staðizt það. Nem- endum er heimilt að endurtaka próf einu sinni. Haustpróf eru eingöngu upptöku- og sjúkrapróf. Skal þei.n lokið fyrir 15. september.5 Á 1. og 2. námsári eru aðallega kenndar grunn- greinar, en á 3. og 4. ári m. a. sérhæfð hjúkrunar- fræði. Verklegt nám fer fram í sérstökum verknáms- stofum og heilbrigðisstofnunum, svo sem sjúkrahús- um og heilsugæzlustöðvum. Nemendur fá ekki laun á námstímanum, en eiga kost á námslánum á sama hátt og aðrir stúdentar. Námsgreinar eru eftirfarandi: 1. ÁR: Haustmisseri: Almenn efnafræði (verkfræði- og raun- vísindadeild) ....................... 3 einingar Almenn félagsfræði, fyrri hlutí......... 3 — Forspjallsvísindi (heimspekideild) .... 3 — Líffærafræði 1: a. líffærafræði ................. | b. fósturfræði .................. f 6 c. vefjafræði ...................9 V ormisseri: Almenn hjúkrunarfræði................... 3 — Almenn örverufræði ..................... 2 — Almenn félagsfræði, síðari hluti....... 4 — Lífræn og líffræðileg efnafræði (verkfr. og raunvísindadeild) ................ 3 — Sálarfræði ............................. 3 — 2. ÁR: Haustmisseri: Lífefnafræði ........................... 3 — Líffærafræði II: 'i a. líffærafræði ................ > 4 -— b. vefjafræði ..................J Lífeðlisfræði .......................... 4 — Vöxtur og þroski barna og unglinga ... 3 — LÆICNANEMINN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.