Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 34
b) Geri sér grein fyrir þýðingu þess að taka til- lit til félagslegra aðstœðna við greiningu og meðferð vandamála sjúklinga sinna. Viti hvert leita megi upplýsinga um bætur trygginga og sjúkrasamlag og hafi hlotið leiðsögn í útfyllingu helztu vottorða. c) Kunni skil á lögum og reglum um réttindi og skyldur lækna, þar með talin lög er lúta að læknis- starfinu. Tillaga II: Kynningarnámskeið á fyrsta námsári, svipað því sem lýst er í tillögu I, með aðaláherzlu á stöðu lækn- isins í þjóðfélaginu og heilbrigðiskerfinu. Rædd yrði þróun íslenzkra heilbrigðismála, áhrif erlendra strauma og læknanámið. Reynt yrði að gefa nem- andanum yfirsýn yfir læknisfræðina sem starfsgrein og jafnframt kynntar aðrar heilbrigðisstéttir, mennt- un og starfssvið. Námskeiðið tæki alls 4 vikur, 10 kennslustundir. Aðalnámið yrði síðan skipulagt með sama sniði og segir í tillögu I. Tillaga III: Námið fer allt fram á sjötta námsári í samvinnu við heilbrigðisfræði, endurhæfingu og heimilislækn- ingar. Samtals hafa þessar greinar að því bezt verð- ur séð um 3 mánuði til umráða. Ekki er ljóst hvort ætlast er til í núgildandi reglugerð að réttarlæknis- fræðin verði einnig kennd á sama tímabili. Alla vega ætti með góðum vilja að vera hægt að kenna félags- lækningar með svipuðu sniði og áður er lýst í fyrri tillögum að framan, fái félagslækningar til sinna umráða 40 kennslustundir. Kennslulið Gert er ráð fyrir að skipaður verði prófessor í fé- lagslækningum. Hvenær af því verður er enn ekki ákveðið, að því bezt er vitað. Eitthvað mun hafa verið rætt um starfsaðstöðu en engin mun vera fyrir hendi enn sem komið er. Kennsla í félagslœkningum er dauðadœmd án rannsókna. Forsenda rannsókna og þar með kennslu er húsnæði, starfslið og fjár- magn. Lágmarksstarfslið er félagsfræðingur eða fé- lagsráðgjafi auk ritara. Auk þess þarf að vera fyrir hendi fjárveiting til að greiða tölfræðilega aðstoð. Eðlilegt virðist að tengja starf þessarar deildar á einhvern hátt áætlana- og rannsóknaþörf heilbrígð- isyfirvalda. Hér er í sjálfu sér ekki verið að fara fram á annað en það sem sjálfsagt þykir erlendis við stoínun nýrra kennslugreina við háskóla. Verði ekki búið svo um hnútana að aðstaða skapist til virkrar rannsóknastarfsemi, er hætt við að greinin svo og viðkomandi prófessor dagi uppi eins og átt hefur sér stað. Ski l Gerð hefur verið grein fyrir félagslækningum, hver sé staða þeirrar greinar hjá öðrum jjjóðum, sem sérgreinar og námsgreinar. Rætt um tengsl fé- lagslækninga við samfélagslækningar, heilbrigðis- fræði og heimilislækningar. Færð eru fyrir því rök að félagslækningar og samfélagslækningar séu að verulegu leyti sama sérgrein er gangi undir öðru hvoru nafninu allt eftir sögulegum eða stjórnmála- legum ástæðum í hverju landi. Jafnframt er bent á hver sé munur þessara greina annars vegar og heil- brigðisfræði og heimilislækninga hins vegar. Vakin er alhygli á að félagslækningar eru kenndar við all- ar aðrar læknadeildir á Norðurlöndum og hafa ver- ið kenndar í áratugi í sumum þessara landa. Lýst er nokkuð kennslufyrirkomulagi í greininni á Norður- löndum, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar hefur að langmestu leyti verið stuðst við skráðar heimild- ir, en að litlu leyti við eigin kynni af kennslufyrir- komulagi í Svíþjóð og Skotlandi. Lagðar eru fram lauslegar tilllögur um kennslufyrirkomulag þar sem lögð er áherzla á að nemendur kynnist greininni snemma í náminu (tillaga I). Bent er á sams konar fyrirkomulag í öðrum löndum er reynzt hefur vel. Vert er að vekja athygli á að ný námsgrein á ávallt við talsverða erfiðleika að etja í byrjun, bæði að því er varðar sjálfsímynd og stöðu. Æskilegt er að gera ráð fyrir ákveðnum kennslutímafjölda í greininni, en gefa verulegt svigrúm til útfærslu kennslunnar, einnig að því er varðar samvinnu við aðrar kennslugreinar. Samvinna byggist á gagn- kvæmum skilningi á þörfinni hver fyrir annan, ekki á ákvæðum reglugerðar. Að lokum skal ítrekuð þörfin á rannsóknaaðstöðu ef greinin á að verða annað en nafnið tómt í framtíðinni. 30 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.