Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 33

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 33
in sízt minni en í Evrópu. Mikið hefur borið á svo- kölluðum ,,Teaching demonstration of ambulatory care“, þar sem tilraunir hafa verið gerðar með kennslu félagslækninga með heimilislækningum. Hafa þessar tilraunir verið metnar með eftirfarandi niðurstöðum:2 „An ideal model of good personal practice out- side the hospital ward applies many of the prin- ciples of social medicine. But it involves a con- geries of skills besides social medicine. Social medicine on the other hand is more general and has application in any form of medical practice including hospitals and public health. Therefore all forms of practice can be vehicles for teaching social medicine.“ „For Social medicine, an ideal model to demon- strade its full potential would include all the com- ponents of medical care for a defined popula- tion, family practice units is but one component.“ I Bandaríkjunum fer fram lífleg umræða um end- urskipulagningu heilbrigðisþjónustunnar og ein- hvers konar almenningstryggingar. Inn í þessa um- ræðu hefur blandazt þörfin á breyttri menntun lækna og eru félagslækningar þar oftast nefndar.24 Kennslu í félagsltvhninfiuin við lœknadeild H. í. 1 reglugerð frá 20. oklóber 1969 um nám við læknadeild Hl er gert ráð fyrir að kennsla í félags- lækningum fari fram á sjötta námsári í nánu sam- starfi við kennslu í heilbrigðisfræði, heimilislækn- ingum og endurhæfingu. Síðan segir: „Kennslan er munnleg og verkleg og fjallar meðal annars um skipan heilbrigðismála, þar með taldar almanna- tryggingar, starfsemi heilsuverndarstöðva og áhrif heimilis- eða félagslegra aðstæðna á gang sjúkdóma. Próf er í lok sjötta árs og er einkunn reiknuð til læknisprófs.1 Enda þótt kennslunni sé þannig þegar stakkur sniðinn, og sá ekki stór, eru hér raktar þrjár hugmyndir að kennslu í félagslækningum. Gera til- lögurnar ráð fyrir mismiklum þætti námsgreinar- innar í heildarnámstímanum. Tillaga 1: a) Fjögurra—sex vikna námskeið á 1. námsári eða í byrjun 2. námsárs, allt að 20 kennslustundir um efnið: Maðurinn, menningin og meinin. Yrði þar gerð grein fyrir helztu atriðum lífræns- og félagslegs umhverfis mannsins, rakin aðalatriði heilbrigðis- og tryggingarkerfisins og stöðu læknisfræðinnar. Skýrð helztu hugtök faraldsfræðinnar og félagsfræði. Skipulagning og stjórnun yrði í höndum félags- lækninga, en kennslu önnuðust auk þess kennarar í öðrum námsgreinum. b) Samkennsla með klíniskum greinum er færi fram á fyrsta verklega námskeiði stúdenta í lyf- lækningum og skurðlækningum, hugsanlega einnig í barnalækningum og heimilislækningum. Áherzlan yrði lögð á heildarsýn, að kenna stúdentum að koma auga á manneskjuna á bak við sjúkdóminn, sem oft vill gleymast í hinni tæknilegu læknisfræði, sem læknaneminn kynnist á sjúkrahúsum. Kennslan yrði skipulögð í samráði við kennara í viðkomandi greinum. Leitast yrði við að nota klínisk dæmi, inni- liggjandi sjúklinga til að kynna stúdentum tengsl félagslegra þátta og heilsufars. c) Aðalnám yrði á sjötta námsári, alls 40 kennslu- stundir á 8 vikum. Samtímis stunduðu stúdentar nám í heilbrigðisfræði, heimilislækningum og end- urhæfingu. Á þennan hátt væri unnt að koma við því samstarfi er rætt er um í reglugerðinni og umfram allt samræma námsefnið og koma í veg fyrir óþarfa tvítekningar t. d. í faraldsfræði. Áherzlan yrði lögð á: 1. Faraldsfræði, tíðni sjúkdóma og danarmein. 2. Skipan heilbrigðis- og tryggingarmála, lög og reglugerðir. 3. Félagslegar aðstæður og heilsufar. 4. Heilsuvernd, markmið, skipulag og framkvæmd. 5. Heilbrigðisstéttir, markmið og leiðir. Markmið námsins: a) Stúdentar geti hagnýtt sér faraldsfræði í starfi og séu sér meðvitandi um mismunandi mynd sjúk- leika eftir því hvort horft er frá líkhúsi, sjúkrahúsi eða heilsugæzlustöð. LÆKNANEMINN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.