Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 36
Fóstureyðingar og barnamorð Þórður G. Þórðarson læknanemi Ritgerðin fjallar um siðfræði fóstureyðinga og barnamorða. Helstu siðferðilegu fullyrðingarnar gegn þessu tvennu eru þær, að bæði mannsfóstur og börn hafi rétt til lífs. Aðalatriðið sem um verður rætt er því, hvaða eiginleika ákveðinn hlutur verður að búa yfir til að hafa fullan rétt til lífs. Fóstureyðintiar of/ barnmnorð Það virðist vera mjög erfitt að ná fram algerlega frjálslyndri afstöðu til fóstureyðinga án þess að fjalla um barnamorð. Frjálslyndir hafa bent á t. d. byrjun hreyfinga fósturs í móðurkviði sem ákvörð- unaratriði um hvort fóstureyðingar skulu leyfðar. Ihaldsamir hafa hins vegar bent á að ef rangt er að eyða nýfæddum börnum (skv. frjálslyndum) en ekki okfrumu eða fóstri á ákveðnu tímabili þá hljóti frjálslyndir að benda á siðferðilega marktækan mun á nýfæddu barni og fóstri. Gagnstætt þessum umræðum um fóstureyðingar verður sá sem ætlar að verja barnamorð að gera sér glögga grein fyrir hvað gerir eitthvað að „persónu“, þ. e. gefur ein- hverju rétt lil lífs. Það sem gerir rökræður um fóst- ureyðingar sérstaklega áhugaverðar er hversu öfga- full afstaða er tekin til þeirra. Annars vegar, ef fóst- ur er „persóna“ væri aðeins hægt að réttlæta dráp þess til að bjarga lífi móðurinnar. Hins vegar, ef fóstur er ekki „persóna“ hvers vegna væri þá rangt að eyða því? Burt séð frá fóstureyðingum eru rök- ræður um barnamorð bæði áhugaverðar og mikil- vægar einar sér. Fræðilegur áhugi beinist að spurn- ingunni um hvað gerir eitthvað að ,,persónu“. Hag- nýtt sjónarmið er að fólk vi 11 eiga andlega og líkam- lega heilbrigð börn. Einnig vekja rökræður um barnamorð áhuga vegna hins mikla tilfinningahita sem myndast. Einkennandi viðbrögð við barnamorð- um eru svipuð viðbrögðum við t. d. mannáti, þ. e. barnamorð eru fordæmd án raka. Orðafrœði: „Persóna“ á móti „tnennshri veru“ I þessari ritgerð verður setningin „X er persóna“ sömu merkingar og setningin „X hefur fullan sið- ferðilegan rétt til lífs“. Algengara er að segja X er persóna er sömu merkingar og X hefur rétt. Ef allt, sem hefði rétt, hefði rétt til lífs væru þessar full- yrðingar jafngildar. Þetta dregur Tooley í efa með dæmi: Það virðist vera skömminni skárra að pína mann í eina klst. en að drepa mann. Gagnstætt þessu virðist vera fullkomlega rangt að pína nýfæddan kettling í eina klst., en ekki fullkomlega rangt að drepa hann. lnntakið hér er að það leiðir ekki af viðteknum siðareglum, að ef eitthvað hefur einhvern rétt, þá hafi það fullan rétt til lífs. Það hefur verið tilhneigingin til þess í nýlegum umræðum um fóstureyðingar að nota „persóna“ og „mennsk vera“ á víxl. Þetta er óheppilegt í fyrsta lagi vegna þess að þá eiga þeir hægar um vik sem eru gegn fóstureyðingum. Ef við gefum okkur þessa notkun þá eru frjálslyndir komnir í þá aðstöðu að þurfa að halda því fram að fóstur sé ekki „mennsk vera“, a. m. k. upp að ákveðnum púnkti. I öðru lagi er þetta óheppilegt vegna eftirfarandi: Ef við segj- um að ágreiningurinn milli þeirra sem eru með og gegn fóstureyðingum beinist að því hvort fóstrið sé „mennsk vera“, þá er eðlilegt að álykta að deilt sé fyrst og fremst um ákveðnar staðreyndir, þ. e. deilt um hvaða eiginleika fóstrið hafi. Ef við segjum hins vegar að ágreiningurinn beinist að því hvort fóstrið sé ,,persóna“ þá er ljóst að deilan getur hvort heldur verið um hvaða eiginleika einhver hlutur verður að hafa til þess að vera „persóna“, þ. e. til þess að hafa rétt til lífs - siðferðileg spurning - eða um hvort fóstur á ákveðnu þroskastigi hafi þá eiginleika sem um er rætt. Sú freisting að álíta ágreininginn verða að vera um staðreyndir, er hér með rekin til föðurhúsanna. 32 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.