Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 44
Vormisseri: Hjúkrun fullorðinna og aldraðra...... 4 einingar Lyfjafræði ........................... 4 — Meinafræði ........................... 5 — Sýkla- og ónæmisfræði................. 3 — 3. ÁR: Haustmisseri: Barnasjúkdómar og hjúkrun........... 6 •— Handlækningar og hjúkrun, fyrri hluti . 3 — Lyflækningar og hjúkrun, fyrri hluti . . 3 — Tölfræði og skýrslugerð............. 3 — Vormisseri: Fæðingarfræði og hjúkrun ........... 6 — Handlækningar og hjúkrun, síðari hluti 3 Lyflækningar og hjúkrun, síðari hluti . 3 — Heilbrigðis- og faraldursfræði...... 3 — 4. ÁR: Haustmisseri: Geðsj úkdómar og geðhjúkrun.......... 6 — Heilsugæzla ......................... 6 Kennslufræði, fyrri hluti............ 3 — Vormisseri: Kennslufræði, síðari hluti .......... 5 -— Þróun og skipulag heilbrigðismála .... 3 — Rannsóknir í hjúkrun................. 3 — Stjórnunarfræði ..................... 4 — Um kennsluaðferðir þarf í rauninni ekki að fjöl- yrða, þær eru í flestu hefðbundnar. Aftur á móti er hugmyndafræði sú, sem lögð er til grundvallar hjúkrunarkennslunni öðruvísi en áður hefur tíðkazt hér á landi. Mikil áherzla er lögð á sálræna og fé- lagslega þætti hjúkrunar, ekki síður en hinn líkam- lega. Gengið er út frá því, að grundvöllurinn undir hjúkrunarstarfið sé þekking og skilningur á mann- inum með tilliti til samskipta hans við umhverfið. Þannig verði maðurinn ekki skilinn nema í ljósi um- hverfis síns. Af þessu leiðir, að hjúkrunin verður það sem kallast á erlendri tungu „person oriented“ en ekki „task oriented“. Með hinu síðarnefnda er átt við þá tegund eða stefnu hjúkrunarfræði, sem nefnd er „functional nursing“ á engilsaxnesku, og felur í sér m. a. megináherzlu á verkið í sjálfu sér en ein- staklinginn, er á að njóta jress.2 Ekki mun verða farið nánar út í hinar ýmsu stefnur í hjúkrunar- fræðum, enda tæpast innan ramma þessarar greinar. Skipulagi verklega námsins hefur og verið háttað öðruvísi en áður hefur þekkzt hér á landi. I stað þess að ganga allar vaktir í fullri vinnu, eru nem- endur 2-3 daga í viku á deildum samhliða bóklega náminu. Kennari er ætíð með nemunum. Hver nemi hefur umsjón með 2-6 sjúklingum eftir aðstæðum, sem hann ber hjúkrunarfræðilega ábyrgð á. Ætlast er til að nemendur skili ýtarlegum hjúkrunaráætlun- um („problem oriented records“) fyrir hvern sjúkl- ing, og er það liður í námsmati. Verklegt nám hefst lítillega á 2. ári, stendur yfir allt 3. árið og hluta 4. árs. Verklegara æfingar í kennslustofum hefjast strax á 1. ári. Á síðasta verklega námskeiðinu taka nemar þátt í heildarskipulagningu hjúkrunarstarf- anna og framkvæmd þeirra, í stað þess að sjá alger- lega um fáa sjúklinga. Kennarar, nemendnr «. fl. Kennarar eru ýmsir hjúkrunarfræðingar, prófess- orar og dósentar við háskólann, auk stundakennara í nokkrum greinum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur veitt þremur hjúkrunarfræðingum styrk til náms í hjúkr- unarfræði við háskólann í Manchester. Gert er ráð fyrir, að þeir kenni við námsbrautina að námi loknu, og hefur einn þeirra þegar hafið kennslu, Guðrún Marteinsson. Fjöldi innritaðra nemenda í námsbrautinni er 85 og skiptast þeir í fjóra árganga. Fyrstu nemarnir út- skrifast að vori. Haustið 1975 var tekið á leigu kennsluhúsnæði að Suðurlandsbraut 18, og eru þar nú aðalstöðvar námsbrautarinnar. Erlendir sérfrœðingar í hjúkrunargreinum, er dvalið hafa hér á landi um lengri eða skemmri tíma á vegum menntamálaráðuneytisins og síðar náms- brautarinnar, eru þessir: 1. Maria P. Tito de Moares, framkvæmdastj óri hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni í Kaupmannahöfn, sem kom 1970 að beiðni landlæknis til ráðgjafar vegna skorts á hjúkr- unarkennurum. 38. LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.