Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 6
Spjall
Þegar sá er þessar línur ritar hóf nám í deildinni
haustið 1972 var aðsókn að lœknadeild í hámarki og
mál málanna, a. m. k. meðal okkar busanna, var
hversu margir kœmust áfram. Þá óðu uppi alls kyns
grýlur svo sem anatómíugrýla og efnafrœðigrýla.
Ef nejnt var orðið numerus clausus fór hrollur um
alla og haji einhver nemenda verið fylgfandi fjölda-
takmörkunum hafði sá hinn sami ekki hátt um það.
Nú örfáum árum seinna eru fjóldatakmarkanir stað-
reynd og það án þess að stuna eða hósti heyrist (a.
m. k. hefur undirritaður ekki heyrt neitt).
Kveikjan að þessum vangaveltum er, að í tilefni
þess að brátt hefur göngu sína 30. árg. LÆKNA-
NEMANS, fór undirritaður að kynna sér sögu blaðs-
ins. M. a. var það fólgið í lestri gamalla fundargerða
Félags lœknanema. Kom þá í Ijós, að á fundi hinn
9. nóvember 1939 að Garði var umrœðuefnið: Of-
fjölgun í lœknadeild og takmörkun á aðgangi í deild-
ina. Virtust menn aðeins greina á um leiðir til að
stemma stigu við ófögnuðinum. I fundarlok voru
bornar fram tvœr tillögur og var sú fyrri þannig:
„Fundur haldinn í F. L. 9/11 skorar á ríkisstjórn
og Alþingi að stofna þegar til nýrra kennsludeilda,
t. d. í efnafrœði, stœrðfrœði og landbúnaðarvísind-
um. Telur fundurinn að offjölgun lœknanema liorfi
til vandrœða og komi geti til álita að beita sér fyrir
takmörkun á inngöngu í lœknadeild ef ekki verður
þegar í stað ráðin bót á þessu með opnun nýrra
deilda.“ Tillaga þessi var borin fram m. a. af Olafi
Bjarnasyni, Þórarni Guðnasyni og Karli Strand. Var
hún felld með 19 atkv. gegn 12. Seinni tillagan,
borin fram m. a. af Hauki Kristjánssyni, Hannesi
Þórarinssyni og Arinbirni Kolbeinssyni, var síðan
samþykkt með 22 atkv. gegn 10, en um 40 stúdentar
voru mœttir á fundinum. Hún var svona: „Almennur
fundur í Félagi lœknanema, haldinn á Garði 9. nóv.
1939, lítur svo á, að nauðsyn beri til að gjöra sem
fyrst ákveðnar ráðstafanir, er miði að því að koma
í veg fyrir enn frekari ofjjölgun í lœknadeild Há-
skólans en þegar er orðið. Hins vegar skorar fundur-
inn á stúdenta, prófessora við Háskólann, þing og
stjórn að vinna að því að bœtt verði nýjum deildum
við Háskólann.“ Svo mörg voru þau orð.
4
LÆKNANEMINN