Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 22
STUÐLARIT XIV
10 ■
UMFERDARSLYS
l íl. Slysfarir
a) Bifreiðaslys (Acciderrtia vehiculi motoris)
Niðurstaða
1) Það vekur athygli okkar að 1941-55 er til-
tölulega há dánartala vegna bifreiðaslysa, þótt bif-
reiðar séu þá fáar hér. Þetta er svipuð dánartala og
gerist í Bandaríkjum N.-Ameríku (t. d. deyja 1940
12,4 börn per 100.000 1-4 ára börn. Sambærileg
tíðni hérlendis 1941—45 er 14,4 per ár per 100.000).
2) Dánartalan helzt nokkuð stöðug í 6 ± 1, en
fer þó niður í 2,7 1966—70. Þess ber þó að gæta að
sérhvert tilfelli hefur mikil áhrif vegna fárra dauðs-
falla. Sama mynztur sést við athugun á tölum frá
Bandaríkjum N.-Ameríku.13
Þrátt fyrir vaxandi áróður fyrir bættri umferðar-
menningu, sem sjálfsagt hefur borið einhvern árang-
ur, þá er augljóst að banaslys í umferðinni eru óum-
flýjanlegur tollur þess samgöngukerfis, sem byggir
á bifreiðum.
h. Önnur slys
Niðurstaða
1) Ef dánartalan 1941-’55 er borin saman við
dánartölu 1956—’75, kemur í ljós marktæk minnkun
(p < 0,05). Lækkar það úr 17 í 10,9.
2) 1956—'75 er nokkuð stöðug dánartala, í kring-
um 11 per 10.000 0-4 ára börn.
VI3I. Wiðurlag
I þessari grein höfum við tekið til athugunar dán-
arorsakir 0-4 ára barna frá 1941—75. Við höfum
reynt að finna breytingar í dánartölum milli tíma-
bila og fyrir allt tímabilið. Athugaðar hafa verið
breytingar í dánartölum sveina og meyja, svo og
burðarmálsdauða.
Veigamestu atriðin hafa verið:
1) Hríðlækkandi heildardánartala sveina og meyja.
2) Dánartölur meyja 0-4 ára, nánast þær sömu og
dánartölur sveina 0-1 árs og 30,8% hærri dánar-
tölur 1971-’75 hjá sveinum 0-4 ára, borið saman
við dánartölur meyja 0-4 ára.
3) Bent á háa dánartölu L961-’65, sem að okkar
mati er fyrst og fremst vegna aukins burðarmáls-
dauða þetta tímabil.
4) Lækkandi burðarmálsdauði og vaxandi hlutfalls-
tala dauðsfalla í 1. viku af heildardánartölu.
5) Lækkandi dánartölur af völdum sýkingasjúk-
dóma, sem gildir fyrir alla sýkingasjúkdóma ut-
an mengisbólgu.
6) Mengisbólga hefur haft nær stöðuga dánartölu
og auk þess leikur grunur á að 1961—65 hafi ein-
hver faraldur herjað.
Að lokum viljum við þakka öllum þeim, sem veitt
hafa okkur aðstoð, upplýsingar og ábendingar.
18
LÆKNANEMINN