Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 40
að af því að annar myndi deyja ef þeir yrðu aðskild-
ir, að þá hefði sá engan rétt til lífs. (Hann er lífeðlis-
fræðilega háður hinum.)
Hér er annað dæmi, sem er reyndar langsóttara,
þar sem fóstur getur lært tungumál í móðurkviði.
Maður segði örugglega ekki að fóstrið hefði engan
rétt til lífs þar til það kæmi úr kviðnum, eða þar tiJ
það væri fært um að lifa utan móðurkviðar.
Tökum nú fyrir lið c). Hér virðist hreyfileiki vera
nauðsynlegt ástand lífveru til þess að hafa rétt til
lífs. Hefur þá fullkomlega lamaður, fullorðinn mað-
ur ekki rétt til lífs? Hafa þá öll dýr og sumar vélar
rétt til lífs? Greinilegt er að einhver annar eigin-
leiki verður að koma til ásamt hreyfanleika til þess
að eitthvað hafi rétt til lífs. Þessi eiginleiki verður
að vera einskorðaður við ófædda einstaklinga teg-
undarinnar Homo sapiens. Spurningin er því hver
þessi eiginleiki sé og meðan því er ósvarað fellur
liður c) um sjálfan sig. Ihaldssamir mundu varpa
hreyfanleikanum fyrir horð á þeirri forsendu, að
hvort lífvera hafi rétt til lífs fari eingöngu eftir því
hvað geti orðið úr henni, en það breytist að sjálf-
sögðu ekki við það að hún verði hreyfanleg. Sem
dæmi um frjálslynda skoðun gegn hreyfanleikanum
er skoðun Tooley sjálfs að nauðsynlegt ástand líí-
veru til að hafa rétt til b'fs sé að hún skynji sig sem
sjálf.
Liður h) er fljótafgreiddur. Aður hefur verið
minnst á, að það að vera hluti ákveðinnar tegundar
sé ekki í sjálfu sér siðferðilega mikilvægur eigin-
leiki. Það er augljóst að ef við hittum önnur „skyn-
semisgædd dýr“, eins og t. d. Marsbúa, væri enginn
grundvöllur fyrir því að neita þeim um rétt til lífs,
þó hin lífeðlisfræðilega mynd þeirra væri mjög ólík
okkar. Skírskotun til liðar b) er eingöngu tilfinn-
ingalegs eðlis.
Niðurstaðan er því sú að mjög erfitt er að verja
þær markalínur sem frjálslyndir og miðjumenn skír-
skota til í sambandi við fóstureyðingar.
Sýnt fram ti tið afstutfa íhaldssamra
sé röng
Ihaldsamir telja mögulegt að verja sína afstöðu —
en elcki frjálslyndra — án þess að skilgreina þá eigin-
leika sem hlutur verður að hafa til þess að hafa rétt
til lífs. Vörn íhaldsamra byggist á eftirfarandi tveim
fullyrðingum:
Sú fyrri er þannig að til sé einhver eiginleiki,
jafnvel þó ekki sé hægt að skilgreina hver hann er,
sem (1) íulorðnir menn hafa, og (2) gefur öllum
lífverum, sem hafa hann, fullan rétt til lífs. Seinni
fullyrðingin er þannig að ef til eru eiginleikar sem
fullnægja (1) og (2) að ofan, þá verður a. m. k.
einn eiginleikinn þannig að allar þær lífverur, sem
hafa möguleika á að þróa með sér þennan eigin-
ieika, hafa fullan rétt til lífs.
Seinni fullyrðingin, sem Tooley kallar „mögu-
leikalögmálið“ (potentiality principle), er meginat-
riði í vörn íhaldsamra. Ef skírskotað er til „mögu-
leikalögmálsins“ sést að allar lífverur sem heyra til
tegundarinnar Homo sapiens, frá okfrumu og áfram,
hafa rétt til lífs. Þess vegna er mikilvægt að gera sér
grein fyrir hvort „möguleikalögmálið“ stenst. Á því
veltur hvort hægt er að samþykkja afstöðu íhald-
samra til fóstureyðinga eða ekki.
Ein leiðin til að hrekja „möguleikalögmálið“ er
að vísa til „sjálfsmeðvitundarkenningarinnar“, þ. e.
að aðeins lífvera sem skynjar sig sjálf hafi rétt til
lífs.
Best er þó að rannsaka „möguleikalögmálið“
sjálft. „Gildislögmálið“ (valuation principle) er
skýrt þannig: Gildi hlutar er í samræmi við gildi
þeirra hluta, sem hann getur þróast í. Setjum okkur
að við tölum nú um gildi lífs í stað rétt til lífs. Þá
væri einfalt að gera þau mistök að halda að „gildis-
lögmálið“ væri skylt „möguleikalögmálinu“, ein-
mitt að það hefði það i för með sér.
En réttur einstaklings til lífs er ekki grundvallað-
ur á gildi lífs hans. Þess vegna heldur Tooley að
þegar menn skilja að réttur hlutar fer ekki eftir gildi
hans, þá verði ljóst að það sem getur orðið úr líf-
veru er óskylt því hvort hún hefur rétt til lífs.
Nú skulum við reyna að sýna beint fram á að
,,möguleikalögmálið“ stenst ekki. Aðalatriðið er
þetta: Er til einhver eiginleiki .) sem veitir lífveru
rétt til lifs aðeins af því að J stendur í ákveðnu or-
sakasamhengi við annan eiginleika K, sem er þannig
að allt sem hefur þann eiginleika, hefur þá rétt til
iífs.
Rökin gegn „möguleikalögmálinu“ byggjast á eft-
irfarandi lögmáli: Lálum C vera ferli, sem eðlilega
34
LÆKNANEMINN