Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 42
Námsbraut í hjúkrunarfrœðum í Hl
Inngangur
Ritnefnd Læknanemans hefur farið þess á leit við
okkur, að við skrifuðum greinarkorn um hjúkrunar-
fræðinámsbrautina, og í framhaldi af því birtast
þessir punktar.
Fyrst munu rakin nokkuð tildrög að stofnun
hennar og stöðu. Þá mun gerð nokkur grein fyrir
námsefni og kennsluaðferðum. Að síðustu mun rætt
um það, hvað við tekur að námi loknu og nefndir
nokkrir punktar varðandi háskólanám í hjúkrunar-
fræðum erlendis.
Uni tilurií námsbrautarinnar o. f.
Hugmyndin um háskólanám í hjúkrunarfræöum
er langt frá því að vera ný af nálinni. Það hefur
verið fyrir hendi í Bandaríkjum N.-Ameríku síðan á
fyrri hluta þessarar aldar og er nú einnig að finna í
mörgum háskólum í Kanada og Bretlandi. Miklar
umræður hafa orðið á síðari árum víða um lönd
varðandi menntun hjúkrunarstéttarinnar og stöðu
hennar innan heilbrigðiskerfisins. Stefnan virðist
víða sú að færa menntunina, að hluta eða alla, á há-
skólastig. Þetta speglast í eftirfarandi samþykkt, sem
gerð var á þingi um hjúkrunarmenntun, er haldið
var á vegum Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar
í Haag, í október 1972, en þar segir meðal annars:
„. . . Þau lönd, sem ekki hafa þegar tekið upp hjúkr-
unarmenntun í háskóla, ættu að gera viðeigandi ráð-
stafanir til aö færa þessa menntun á háskólastig og/
eða í aðrar stofnanir, tengdar háskóla . . Segja
má því, að stofnun námsbrautarinnar hér hafi verið
í beinu framhaldi af þessari samþykkt. ASdragand-
inn að stofnuninni var langur og verSur ekki rakinn
hér í smáatriSum. Til gamans má geta þess, aS Vil-
mundur landlæknir Jónsson bar fram tillögu áriS
1943, þess efnis, aS æskilegt væri aS færa hjúkrunar-
menntun inn í háskólann. Ekki komst þó skriSur á
máliS fyrr en tæpum 30 árum seinna, eSa 1970, aS
menntamálaráöuneytiS skipaSi nefnd til aS kanna
möguleikana á háskólanámi í hjúkrunarfræöum. I
álitsgerS er DavíS DavíSsson, þáverandi forseti
læknadeildar, og Arinbjörn Kolbeinsson sömdu um
þetta mál, dags. 26. 6. 1972, setja þeir fram eftirfar-
andi forsendur fyrir háskólanámi í hjúkrunarfræS-
um:
„1) HjúkrunarstarfiS þarf aS breytast í samræmi
viS flóknari og fjölþættari heilbrigSisþjón-
ustu, sem krefst aukinnar þekkingar af hjúkr-
unarfólki.
2) Orsakir hjúkrunarkvennaskorts liggj a meSal
annars í því, aS núverandi nám gefur hjúkrun-
arfólki ekki kost á faglegum þjóSfélagslegum
frama.
3) Hjúkrunarfólk er vanmenntað með tilliti til
sérhæfSra starfa, sem nútíma heilbrigSisþj ón-
usta krefst . . .“
Þá leggja þeir og mikla áherzlu á, aS langskóla-
nám stuðli að betri nýtingu vinnuaflsins, þ. e. færri
hverfi frá vinnumarkaði með háskólamenntun að
baki.1
Að lokaundirbúningi starfaði hin svokallaða „sjö
manna nefnd“ undir stjórn Þórðar Einarssonar
stjórnarráðsfulltrúa, og tók námsbrautin til starfa
haustið 1973. í nefnd þessari áttu sæti fulltrúar
menntamála- og heilbrigðismálaráðuneyta, háskóla-
ráSs, læknadeildar Háskóla íslands og Hjúkrunar-
félags Islands. Nefndin samdi m. a. drög aS reglu-
gerS fyrir námsbrautina, en síðar var þeim drögum
breytt, og endanleg reglugerS lá ekki fyrir fyrr en
sumarið 1976. Tók hún gildi við birtingu í Stjórnar-
tíðindum 22. 9. 1976.3
Námsbrautin starfar í tengslum við læknadeild
háskólans. Stjórn námbrautarinnar er í höndum
námsbrautarstjórnar, en dagleg stjórn er í höndum
36
LÆKNANEMINN