Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 39
Aðalatriðið: Hvetuer er einstahlingur í teigundinni ffomo sapiens persóna? Grundvallarspurningin er þessi: Hvaða eiginleika verður eitthvað aS hafa til þess að verða persóna, þ. e. til þess að hafa fullan rétt til h'fs? Tooley kem- ur með eftirfarandi fullyrðingu sem svar: Lífvera hefur fullan rétt til lífs aðeins ef hún heíur hug- myndina um varanlegt sjálf, sem skynjar og hugsar, og trúir að hún sé slíkt sjálf. Þessa fullyrðingu kall- ar Tooley „sjálfsvitundarkenningu" (self-conscious- ness requirement). Einföldustu rökin fyrir henni eru: AS eigna einstaklingi rétt er að skuldbinda aðra einstaklinga til að framkvæma, eða stilla sig um að framkvæma einhverja hluti. Samt eru skyldurnar skilorðsbundnar, þ. e. eru háðar ákveðnum óskum þess einstaklings, sem eignaður var rétturinn. Þetta felur í sér eftirfarandi skilgreiningu: „A hefur rétt til X“ er gróft sömu merkingar og „Ef A óskar eftir X þá eru aðrir skyldugir að framkvæma ekki hluti sem sviplu hann X“. Flestir mundu ætla að meðvit- undarástand þyrfti til að óska eftir einhverju, en einnig mætti segja að vél „óskaði eftir“ endur- hleðslu á rafgeymi sínum. Þess vegna er þörf á ná- kvæmari skilgreiningu: „A hefur rétt til X“ er gróft sömu merkingar og „A er sjálf, A er fær um að óska eftir X, og ef A óskar eftir X, þá eru aðrir skyldugir aS framkvæma ekki hluti sem sviptu hann X. Næsta skrefið í rökfærslunni er að heimfæra skil- greininguna á rétt til Hfs. Því miður er orðatiltækið „réttur til lífs“ ekki gott þar eð það gerir ráS fyrir að rétturinn taki til áframhaldandi tilveru lífverunnar. Hægt er að sýna fram á að þetta er ekki rétt með því að taka til at- hugunar mögulegar leiðir til að brjóta rétt einstakl- ingsins til lífs. Tökum sem dæmi að með framtíðar- tækni væri hægt að breyta starfsemi heilans í full- orðnum manni þannig að algerlega nýr persónuleiki kæmi fram. I tilviki sem þessu segði maður að ein- staklingi hafi verið eytt, að réttur fullorðins manns til lífs hafi verið rofinn, jafnvel þótt engin lífvera hafi verið drepin. I stað A hefur „rétt til lífs“ setj- um við því „A hefur rélt til að halda áfram að vera til sem sjálf“. Þetta hefur gróft sömu merkingu og „A er sjálf, A er fær um að óska sér að það áfram, og ef A óskar sér þess þá eru aðrir skyldugir að framkvæma ekki hluti, sem sviptu hann því. Lokastigið í rökfærslunni er einfaldlega spurning- in um, hvað sé um að vera ef eitthvað er fært um að óska eftir að halda áfram að vera sjálf. Grundvallaratriðið hér er að óskir þær sem hlutur getur haft eru takmarkaðar af hugmyndum hans. Niðurstaðan er því sú að lilutur getur ekki óskað eftir að sjálf sé til, nema hann hafi hugmyndina um slíkt sjálf. Auk þess getur hlutur ekki óskað eftir að hann sjálfur haldi áfram að vera til sem sjálf nema hann trúi því að hann sé þess konar sjálf. Gaynrýni á aðrar tillöyur Það sem lagt er til grundvallar þegar álitið er full- komlega rangt að eyða einhverju sem mun þróast yf- ast yfir í fullorðinn einstakling af tegundinni Homo sapiens er þetta: a) frjóvgun, b) myndun á mennsku formi, c) byrjun sjálfkrafa hreyfinga fósturs, d) að geta verið lífeðlisfræðilega óháður, e) fæðing. Sam- svarandi siðalögmál þessara fimm atriða eru: 1) Fullkomlega rangt er að drepa lífveru, meint frá ok- frumu og áfram, sem tilheyrir tegundinni Homo sap- iens. 2) Fullkomlega rangt er að drepa lífveru sem tilheyrir Homo sapiens og hefur myndað mennskt form. 3) Fullkomlega rangt er að drepa lifveru sem tilheyrir Homo sapiens og er fær um sjálfkrafa hreyfingar. 4) Fullkomlega rangt er að drepa lífveru sem tilheyrir Homo sapiens og er fær um að lifa utan móðurkviðar. 5) Fullkomlega rangt er að drepa lífveru sem tilheyrir Homo sapiens og er utan móðurkviðar. Fyrsta athugasemdin er sú að ef hugtakinu Homo sapiens væri sleppt úr ofanskráðum lögmálum þá ættu þau við um öll dýr (nema lögmál 2). Onnur athugasemdin er sú að ekkert þessara fimm lögmála er í raun hægt að líta á sem grundvall- ar siðalögmál þar eð tegundarmunur er ekki sið- ferðilega marktækur munur fremur en munur á litar- hætti manna. Athugum nú ástæðurnar fyrir því að b)-e) hafa ekki siðferðilega þýðingu. Byrjum á d) og e). Sú staðreynd að lifvera er ekki lífeðlisfræðilega háð annarri, eða er fær um að vera líðeSlisfræðilega óháð, er greinilega óháð því hvort lífvera hefur rétt til lífs. Tökum dæmi um Sí- ams-tvíbura sem hafa lært að tala. Maður segði ekki LÆKNANEMINN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.