Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 16
ViS viljum í því sambandi benda á bætta heíl-
brigðisþjónustu, barnaeftirlit og skoSanir, ásamt á-
framhaldandi framförum í notkun sýklalyfja, auk
fyrirbyggj andi aSgerSa, svo sem bólustningar.
Línurit VI sýnir hlutfall sýkingasjúkdóma af
heildardánartölu.
41-45- %-St, JhfS U'h él-lS 7/-7S
Niðurstaða
Ef athugaS er hlutfall dauSsfalla vegna sýkninga-
sjúkdóma kemur í Ijós síminnkandi hlutfall. Þetta er
í samræmi við niSurstöður af línuriti V, að sýkinga-
sjúkdómar eru á undanhaldi sem dánarorsök.
Dauðsföllum vegna sýkingasjúkdóma hefur fækk-
að mun hraðar en heildardánartalan, sem aftur þýð-
ir minnkandi hlutfall.
Ónœmisaðgerðir
Onæmisaðgerðir hafa valdið gjörbreytingu á dán-
artölum 0-4 ára barna, sem og annarra. Nægir þar
að benda á kikhóstann sem dæmi (vide infra). Við
höfum reynt að afla okkur upplýsinga um það hve-
nær ónæmisaðgerðir voru almennt teknar upp hér-
lendis við hinum ýmsu sjúkdómum. Ekki fengum
við þó fullnægjandi upplýsingar. A Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur fengum við þó þessar upplýingar:
1) ÁriS 1935 hófust ónæmisaðgerðir við barna-
veiki. Ekki er okkur kunnugt í hve miklum mæli
það var í byrjun, eða hve fljótt ónæmisaðgerðin
breiddist út um landið.
2) 1956 hófust ónæmisaðgerðir við mænuveiki.
14
3) Í962 var í smáum stíl hafist hánda við mislinga-
ónæmisaðgerðir og hafa þær aukizt jafnt og þétt
síðan. Stendur til að taka þær upp sem skyldu-
bólusetningu hjá 2ja ára börnum.
4) 1 ráði er að taka upp ónæmisaðgerðir við rauð-
um hundum á þessu ári.
5) Þá má til gamans geta þess að 1802 var byrjað
að BÓLU-setja og var það síðan lögboðið 1810.
Ekki fengum við upplýsingar um það hvenær haf-
ist var handa við stífkrampa- og kikhóstaónæmis-
aðgerðir. Er það miður. Þessar upplýsingar eru
sjálfsagt einhvers staðar fyrir hendi og fróðlegt væri
að sjá á prenti ýtarlega grein um upphaf bólusetn-
inga og annarra ónæmisaðgerða á íslandi.
Um einstaha sýkinf/tisjjúhtláma
a. Barnaveiki
1946-’50 lézt 3ja ára barn úr barnaveiki og er
það síðasta skráða dauðsfallið af þeim sökum. Slíkt
gerist væntanlega ekki aftur vegna almennrar Irólu-
setningar. Barnaveiki er ágætt dæmi um sýkinga-
sjúkdóm, sem sigrazt hefur verið á með nútíma heil-
brigðisháttum. Árið 1935 hófust ónæmisaðgerðir
við barnaveiki (vide supra).
LÆKNANEMINN