Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 28
Greinargerð
um kennslu í félagslœkningum
Guðjón Magnússon læknir
Nýlega hefur veriS sett á stofn nefnd til að
gera tillögur um kennslu I félagslækningum,
heimilislækningum og heilbrigðisfræSi við
læknadeild H. í. Guðjón Magnússon læknir,
sem stundar framhaldsnám í Sviþjóð í félags-
lækningum, hefur samið eftirfarandi greinar-
gerð til nefndarinnar. Er hún birt hér á þess-
um vettvangi að tillögu og með góðfúsu leyfi
höfundar. Efni það er greinargerðin fjallar um
á fullt erindi til iæknanema, ekki sízt þegar
höfð er i huga sú staðreynd, að læknanemar
eiga engan fulltrúa í nefndinni. - Ritstj.
Innyangur
Enda þótt félagslækningar séu nýjar af nálinni í
kennsluskrá HÍ eiga þær sér langa sögu, sem rakin
verSur allt til ársins 1848, er kennsla hófst í grein-
inni í Þýzkalandi. Hefur nýlega verið gefið út á veg-
um háskólans í Oegstgeest, Hollandi, rit um sögu fé-
lagslækninga í Evrópu 1848-1972. Er rit þetta byggt
á svörum 48 prófessora í félagslækningum í átta
Evrópulöndum.1 Því fer víðs fjarri að um sé að
ræða eina sérgreinina enn í aukinni sérhæfingu
læknisfræðinnar. Hins vegar er rétt að benda á að
aukin sérhæfing hefur án efa átt sinn þátt í að félags-
lækningar hafa á síðustu áratugum skipað hærri
sess en fyrr í kennslu heilbrigðisstétta. Hvað eru þá
félagslækningar? Verksvið félagslækninga er mjög
yfirgripsmikið og að auki breytilegt í hinum ýmsu
löndum. Vekur því varla furðu að margar skilgrein-
ingar á félagslækningum hafa verið birtar. I áður-
nefndu riti kemur fram að vitað er um a. m. k. 50
skilgreiningar. Sú skilgreining, sem almennast er
viðurkennd í dag er sett fram af próf. Mervyn Suss-
er, höfundi bókarinnar Sociology in Medicine, Ox-
ford University Press, 1971. Þessi skilgreining er
einnig notuð í bók próf. Gunnars Inghe, Socialmedi-
cin 1, Metodik och sjukdomspanoramat, 1973. Skil-
greiningin hljóðar svo:
„The basic sciences and skills of social medicine
apart from the common core of medical knovv-
ledge, are epidemiology and the social sciences.
By means of epidemiology social medicine studies
the distribution of health, sickness and disease in
social collectivities and the factors associated
with these distributions. By means of social sci-
ence, social medicine interprets the significance
of these distributions, studies behavior related to
health and sickness, and analyses the structure
and function of medical organizations In brief,
social medicine is the application of epidemiology
and social sciences to the study and care of pati-
ents individually and in mass.“
I upphafi hókar sinnar, Socialmedicin, segir pró-
fessor Gunnar Inghe m. a.:
„Socialmedicinen innefattar de faktorer hos
manniskorna i deras samlevnad i olika sociala
grupper, avensom de faktorer i samhallets struk-
tur, vilka har inflytande pá det allmanna halso-
tillstándet. Alla strávandena att genom ándring
av dessa faktorer förbáttra individens och grupp-
ens hálsotillstánd ráknas sálunda hit.“
Þessar ítarlegu tilraunir til skilgreiningar á félags-
lækningum eru hér raktar þar eð nokkurs misskiln-
ings hefur gætt4 hvert sé hlutverk félagslækninga og
þá ekki sízt hvert sé samband félagslækninga og sam-
félagslækninga (Community Medicine). Um þetta
segir Susser svo:2
„The term social medicine is little used in the
United States because of its clang association with
socialized medicine, the connotions of which
arouse the hostility of the organized medical pro-
24
LÆKNANEMINN