Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Page 43

Læknaneminn - 01.12.1976, Page 43
námsbrautarstjóra eða kennslustjóra.5 Fyrsti náms- brautarstjóri var María Pétursdóttir skólastjóri, en nú hefur Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri þann starfa með höndum. Núverandi námsbrautar- stjórn er þannig skipuð: Kristín E. Jónsdóttir dósent, tilnefnd af háskóla- ráði, Arinbjörn Kolbeinsson dósent og Árni Kristinsson dósent, tilnefndir af læknadeild, námsbrautarstjóri og þrír fulltrúar nemenda: Margrét Theodórsdóttir, Ingibjörg Sigmunds- dóttir og María Guðmundsdóttir. Þegar kennarar verða fastráðnir að námsbraut- inni, munu þeir taka sæti í stjórn hennar. Kennsluskrá mf náinsefni „Sjö manna nefndin“ gerði drög að námsskrá í september 1973. Ráðunautar nefndarinnar við það verk voru þau Dorothy C. Hall, forstjóri hjúkrunar- máladeildar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og próf. Jóhann Axelsson. Sérstök nefnd starfaði á vegum námsbrautarstjórnarinnar að tillögum um hjúkrunarkennsluna. f henni áttu sæti 5 hjúkrunar- fræðingar. Með nefnd þessari starfaði próf. Anna T. Howard frá háskólanum í Roston í Bandaríkjunum, en hún dvaldi hér um tveggja mánaða skeið.3 Kennsluskráin var fullgerð í júlí 1976. Námsbrautin annast kennslu og rannsóknir í hjúkrunarfræðum í tengslum við læknadeild. Á veg- um námsbrautarinnar eru kennd almenn hjúkrunar- fræði og sérgreinar. Ymsar námsgreinar sækja nem- endur til verkfræði- og raunvísindadeildar, lækna- deildar og annarra deilda og taka sömu próf. Er leit- ast við, að þau námskeið, sem sótt eru til hinna ýmsu deilda, séu sem mest sniðin við hæfi nemenda í námsbrautinni. Sé þess ekki kostur, skal efnt til sér- stakra námskeiða (t. d. félagsfræði og kennslufræði á vegum félagsvísindadeildar). Námstími er 4 ár og lýkur með B.S. gráðu í grein- inni. Hvert námsár skiptist í 2 misseri. Hver kennslu- grein er metin í námseiningum, þannig að námið er metið 120 námseiningar alls. Að baki hverri náms- einingu skal að jafnaði vera a. m .k. ein vikuleg misseriskennslustund eða ein námsvika. Hámarks- námstími er 6 ár, þó þannig að einingum fyrsta og annars námsárs skal lokið á þrem árum hið mesta. Próf eru skrifleg, verkleg eða munnleg eftir nán- ari ákvörðun námsbrautarstjórnar og í samráði við kennara. Próf eru haldin í janúar, að vori og að hausti. Einkunnir eru skráðar í heilum og hálfum tölum, frá 0-10. Stúdent, sem ekki nær einkunn 5,0 á einhverju prófi, telst ekki hafa staðizt það. Nem- endum er heimilt að endurtaka próf einu sinni. Haustpróf eru eingöngu upptöku- og sjúkrapróf. Skal þei.n lokið fyrir 15. september.5 Á 1. og 2. námsári eru aðallega kenndar grunn- greinar, en á 3. og 4. ári m. a. sérhæfð hjúkrunar- fræði. Verklegt nám fer fram í sérstökum verknáms- stofum og heilbrigðisstofnunum, svo sem sjúkrahús- um og heilsugæzlustöðvum. Nemendur fá ekki laun á námstímanum, en eiga kost á námslánum á sama hátt og aðrir stúdentar. Námsgreinar eru eftirfarandi: 1. ÁR: Haustmisseri: Almenn efnafræði (verkfræði- og raun- vísindadeild) ....................... 3 einingar Almenn félagsfræði, fyrri hlutí......... 3 — Forspjallsvísindi (heimspekideild) .... 3 — Líffærafræði 1: a. líffærafræði ................. | b. fósturfræði .................. f 6 c. vefjafræði ...................9 V ormisseri: Almenn hjúkrunarfræði................... 3 — Almenn örverufræði ..................... 2 — Almenn félagsfræði, síðari hluti....... 4 — Lífræn og líffræðileg efnafræði (verkfr. og raunvísindadeild) ................ 3 — Sálarfræði ............................. 3 — 2. ÁR: Haustmisseri: Lífefnafræði ........................... 3 — Líffærafræði II: 'i a. líffærafræði ................ > 4 -— b. vefjafræði ..................J Lífeðlisfræði .......................... 4 — Vöxtur og þroski barna og unglinga ... 3 — LÆICNANEMINN 37

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.