Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 30

Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 30
Erfðafrœði Bókin er þolanleg en þunglærð. Kennsla Sigurðar Friðjónssonar er mjög illa skipulögð þó að margir fyrirlestrar séu góðir. Sigurður þyrfti að gefa út fyrirlestraskrá í uppliafi vetrar. Oft bar á því að nemendur áttu erfitt með að fylgjast með hvar Sig- urður var staddur í námsefninu. Nauðsynlegt var að hafa kynnt sér efni fyrirlestranna til þess að hafa af þeim fullt gagn. Mikilvægt var að fara í þau dæmi, sem hann setti fyrir þar sem prófið var að nokkrum hluta dæmareikningur. Furðulegt er að kenna erfða- fræði sem inngang að lífeðlisfræði. Próf var sameiginlegt í þessum þrem greinum og var í heild mjög erfitt. Fóstur- og anatómíuhluti þess byggist á því að geta skrifað viðamiklar og skijjulega upp settar ritgerðir á sem skemmstum tíma. Erfðafræðiþáttur prófsins var smásmugulegri. Lífrœn cfnafrtvði Bókin er nokkuð góð og ágætlega upp sett. Jónas kenndi dálítið út fyrir bók í fyrstu, en fór á algeru hundavaði yfir síðari helming hennar. Kennsla Jón- asar var illa skipulögð, bæði hvað tíma og uppsetn- ingu snerti. J>að mátti kallast gott ef hann gat þess þegar kaflaskipti voru, hvað þá nánari fyrirsagnir á námi enda er hann örugglegu einn af fáum raun- greinakennara, sem kenna blaðalaust. Þó var gott að nota glósurnar við próflestur þegar búið var að fá undirstöðu með því að lesa bókina. A prófinu er mikið spurt um smáatriði og alger minnisatriði, sem mörg hver voru ekkert skyld lækn- isfræði. Tilraunirnar voru að mestu leyti kynning á að- ferðum til framleiðslu, hreinsunar og greiningar á lífrænum efnasamböndum. Þær fyrstu voru auðveld- ar og undirbúningur fyrir þær síðari, sem voru flóknar og margþættar. Eðlisfrœði Hún á að vera undirstaða í lífeðlisfræði, sem kennd er á 2. námsári. Guðmundur S. Jónsson studdist við bækurnar Medicinsk Fysik og Physics for biology and medicine í yfirferð sinni. Tók hann beztu kaflana úr báðum bókunum og gaf þá upp í fyrsta fyrirlestri. Þessar bækur eru frekar óaðgengi- legar fyrir stúdenta. Physics for biology and medi- cine er meira stærðfræðileg og ætlast er til að stúd- entar hafi lært meira í eðlisfræði áður. Medicinsk Fysik er að því leyti óhagstæð að hún er of viða- mikil og smásmuguleg. En þau atriði sem hún fjall- ar um, skýrir hún betur en Physics for biology and medicine. Kennt er á haustmisseri, en prófið er um vorið. Skapast af því mikið óhagræði, því nemendur vilja láta þessa námsgrein sitja á hakanum hvað lestur varðar. En mjög erfitt getur verið að finna tíma á vormisseri vegna annarra tímafrekra námsgreina. J'ess vegna er nauðsynlegt að lesa námsefnið yfir meðan að farið er í það. Lífsnauðsynlegt er að taka niður góðar glósur, þar sem prófið er að megin hluta byggt upp af þeim. Kennslan sjálf var allgóð og gerði Guðmundur námsefninu góð sk.il. En oft á tíðum gat kennslan verið þurr, vegna staðreynda- og formúluupptalningar. Dæmatímar voru hálf- gagnslausir, þar sem fæstir nemendur höfðu lesið heima, og voru því úrlausnir skrifaðar hráar niður. Erfitt gat reynst að fá allt heim og saman, þegar farið var að lesa yfir, því kennarinn notaði gamalt dæmasafn, en flestir nemendur notuðu nýtt, sem breytt hafði verið í mælistærðum og númeraröð á dæmum. Reyndu menn því að fá lánuð dæmasöfn hjá eldri nemendum. Verklegar æfingar í eðlisfræði fórust algerlega fyrir, því alltaf var verið að fresta þeim vegna kennsluaðstöðuleysis og að lokum voru þær færðar yfir á 2. námsár. Hvort sú tilhögun verð- ur áfram er óvíst. Námsefni lil prófs er fyrst og fremst tímaglósur og dæmi reiknuð í tímum og heima. Fyrir próf sagði Guðmundur að nægilegt væri að lesa glósur, en þeg- ar til kom, þurfti næstum því að læra þær frá orði til orðs. IJað námsefni sem Guðmundur tekur fyrir í tímum er allt væntanlegt prófverkefni. Leggja ber áherzlu á að læra öll gröf, línurit, töflur o. s. frv. sérstaklega vel, því að undirstaða fyrir próf er fyrst og fremst góðar tímaglósur og reiknuð dæmi. Macraanatomia I Kennsla Hannesar Blöndals var mjög góð og vel skipulögð, en þrátt fyrir það endurtók sama sagan sig og á haustmisseri, að kennslutíminn nægði 22 LÆIÍNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.