Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 50
kerfis sem vegna slyss, æxlisvaxtar eða rýrnunar valda síðar minnistruflunum. Þó hafa verið uppi til- gátur um að biloteral hyppocampal skemmd4 valdi truflun í minnishleðslu; rýrnun í corpus mammillare vegna thiamine skorts valdi svokölluðum Korsakoffs einkennum. Nýlega0 hafa tilgátur um hippocampus og corpus mammillare verið endurskoðaðar- (en dýrarannsóknir höfðu reyndar aldrei staðfest hlut- verk þessa kerfis í minnisstarfsemi) og sterk rök færð fyrir því, að það hafi ekki verið skemmdir í hyppocampus, sem valdið hafi minnistruflunum, heldur hafði verið skorið um leið á taugaþræði er liggja að og frá gagnaugablaðinu (þ. e. temporal stem eða albal stalk). Þannig séu minnistruflanir til komnar vegna þess, að stór hluti af heilaberki er úr tengslum við aðra hluta heilans. Horel bendir á rannsókn Victor og al. (1971), þar sem 245 sjúk- lingar með Wernicke-Korsakoff einkenni eru rann- sakaðir, þar af 82 krufnir. Þeir fundu að minnis- truflanir voru frekar tengdar rýrnun í nucleus dor- salis medialis (magnocellular miðhluta thalamus), en ekki við rýrnun á corpus mammillare. Samkvæmt Horel er kerfið, sem veldur axial amnesiu eftirfar- andi, orðrétt: „Mín tilgáta er, að hvert svo sem hlutverk hippo- campus, fornix eða corpus mammillare er, hafi skert starfsemi þeirra ekki í för mec? sér minnistruflanir. Einkennin komi öllu heldur vegna truflunar á kerfi tengdu l. temp. Þetta kerfi er gagnaugahlaSið (heila- börkur þess) og tengsl hans til og frá viS heilastofn og kerfum, sem hann er beint tengdur: basal gang- lia, miSlúuti thalamus og síSan orbital hluti for- heila,“ Mörg dæmi eru um miklar minnistruflanir vegna skemmda í miÖhluta thalamus, við ventriculus III og IV og eins við skemmdir á heilaberki gagnauga- blaðs. Þótt erfitt sé á þessu stigi málsins að segja ná- kvæmlega til um staðsetningu á beilaskemmdum sem valda svokallaðri axial amnesiu, eru einkennin sjálf samt sem áður nokkuð skýr. Um er að ræða nokkurs konar hröðun í að gleyma („l’oubli á me- sure eða „gradual forgetting“). Hjá sumum sjúkling- um eru einkennin gróf og greinileg; minnisatriðin eru gleymd á nokkrum mínútum. Sjúklingur gleymir máltíð, sem hann var að borða, heimsókn sem hann fékk o. s. frv. Minnisskerðingin er algjör. í öðrum tilvikum gleymast hlutirnir hægar. Ef til vill gleymd- ir að hluta eftir korter, enn meir eftir klukkustund; sólarhringi síðar algjörlega gleymdir. Þessi hröðun í að gleyma er í algjörri andstöðu við óskerta skyn- úrvinnslu og óskert skammtímaminni (eðlilegt digit- span). Skynstarfsemi sjúklings virðist eðlileg. Hann getur endurtekið allt að sjö tölur áfram en fimm mínútum síðar er umræðan og prófunin gleymd. Þessi einkenni koma ekki fram við skemmdir í heilaberki. Minnisírnilanir vegna shcmnttlti í heilaberhi „Cortical atnnesias“ Skemmdir í hluta af heilaberki, sem ná yfirleitt til undirliggj andi taugaþráða eða tengsla á milli hluta hans, breyta ætíð starfrænni hæfni heilans. Heilabörkurinn er mjög sérhæfður og hegðunar- truflanir eru mjög mismunandi eftir því hvaða hluti hans truflast. Ef skemmdir eru á primerum skyn eða hreyfisvæðum, veldur það skyn- eða hreyfitruflun. Séu skemmdir hins vegar á tenglasvæðum (associa- tion areas) eru truflanir gnosiskar, praxiskar og dysphasiskar. Almenn úrvinnsluhæfni sjúklings er skert við skemmdir í heilaberki, en skerðingin er sérhæfð eftir hvaða skynsvið (modality) eða starf- rænt kerfi er skert. Skemmd í sjónheila truflar sjón- úrvinnslu en einnig sjónminni. Um leið og eitthvert sérhæft, starfrænt kerfi truflast í heila er minni þessa kerfis einnig skert. Ef við lítum nánar7,8’9 á klinisk einkenni (cortical amnesiu) eins og þau koma í Ijós við minnisprófanir, kemur eftirfarandi í ljós: 1. Almennt minnkuð úrvinnslugeta. Þessir sjúk- lingar geta ekki unnið hratt úr né munað upplýs- ingar, sem koma samtímis úr umhverfi hans. Með öðrum orðum skammtímaminni þeirra (eða eins og J. Barbizet orðar það, „mémoire immediate“ er skert. Þessi skeröing getur verið einskorðuö við eitt- hvert ákveðið skynsvið (sem reyndar truflar síðan almenna getu sjúklings), þ. e. heyrn, sjón, hreyfi- skyn o. s. frv. Þeir þurfa að dvelja við atriði fyrir atriði í umhverfinu til að skilja og muna. 2. Þrátt fyrir þetta er gleymska á lærða hluti miklu minni eða alls ekki fyrir hendi (gagnstætt því 40 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.