Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 49
tímaminni eru viðkvæmar gagnvart allri utanað- komandi truflun, eru truflanir varðandi langtíma- minni frekar bundnar upprifjun (sbr. þó styrktar- kenninguna síðar). Til að ná til upplýsinga geymd- um í langtímaminni, þurfum við einhverja vísbend- ingu (clue) eða nánast skráningarnúmer skjalsins, sé líkingunni við skjalasafn haldið áfram. Þar sem vísbendingar um það hvar skjöl er að finna, kunna að vera óljósar, getur verið að við drögum fram vit- laust skjal eða alls ekki neitt. Tilgátur hafa komið fram á seinni árum, að upplýsingar sem fara fyrst í skammtímaminnið, séu þýddar, flokkaðar (ooded) eða þeim breytt þar í annað form áður en þær kom- ast í langtímaminni. Þessar tilgátur eru merkar og tengja minnisstarfsemina ýmsum málvísindalegum fyrirbrigðum og rannsóknum á málskynjun og mál- hæfni. A eitt fyrirbrigði enn má minnast sem þessu við- kemur. Ymislegt bendir til þess að þá loks er upplýs- ingar eru komnar í langtímaminni, þurfi þær ákveð- inn tíma tii að styrkjast þar, eigi þær að munast til langframa. Þessi kenning hefur verið kölluð styrkt- arkenningin (consolidation theory). Hún felur í sér að um nokkurn tíma eftir að nýjar minnisslóðir (memory traces) verða fyrst til í langtímaminni, séu þær viðkvæmar gagnvart truflun. Við höfuð- áverka muna menn oft ekki atburði rétt fyrir slysið (retrograde amnesia) nokkrar mínútur, klukkustund eða lengur. Ekki er óalgengt að menn muni alls ekki eftir því, hvað valdið hafi slysinu. Þetta hefur verið rannsakað á tilraunastofum með dýr. Fyrst er dýr- inu kennt eitthvað verkefni, stuttu síðar er því gefið rafmagnsstuð. Að lokum er athugað að nokkrum dögum liðnum hversu dýrið man af upprunalega verkefninu. I ljós kemur að það sem er ákvarðandi, er hversu stuðið er gefið fljótt eftir námið. Sé það gefið strax að loknu námi, man dýrið ekkert. Nokk- urra mínútna h'lé á milli náms og stuðs jók það sem munað var nokkrum dögum síðar. Og eftir því sem þetta hlé varð lengra, var minni á verkefnið betra. Klukkustundar hlé gerði dýrinu kleift að muna allt verkefnið nokkrum dögum síðar. Af þessu virðist ljóst, að minnishleðsla (storage) í langtíma- minni krefst ákveðins tíma til að styrkjast. Ýmis lyf virðast flýta þessum styrktartíma, t. d. ampheta- mine.3 Iflinnisíruflanir of/ heilashetnnidir Það hefur aldrei verið unnt að finna minninu stað í neinum ákveðnum hluta heila, heldur hafa skemmdir á mismunandi stöðum í heila breytilegar minnistruflanir í för með sér. Ákveðin almenn skilyrði þurfa að vera til staðar svo að minnisstarfsemi og skynúrvinnsla geti átt sér stað. Truflun í heilastofni og posterior thalamus hef- ur í för með sér almennt minnkaðan cortical tonus eða jafnvel coma og er ljóst að formatio reticulars verður að vera starfhæf til að einhver lágmarks minnisstarfsemi eigi sér stað. Að auki getur þrýst- ingur einhvers staðar á heila gert það að cortical tonus minnkar. Minnkaður cortical tonus hefur í för með sér ekki aðeins minnkað minni, heldur almennt minnkaða starfsgetu heilans. Athuganir á sjúklingum með heilaskemmdir og rannsóknir á dýrum hafa leitt í Ijós að heilaskemmdir valda nánast alltaf einhverj- um minnistruflunum. Eðli þessara truflana eru hins vegar nokkuð mismunandi eftir því hvaða heilakerfi eru trufluð. Kerfisbundnar prófanir hafa leitt í ljós tvenns lags minnistruflanir: annars vegar vegna skemmda í miðlægum heilakerfum eða axial forma- lion og er þá talað um „axial amnesias“ hins vegar minnistruflanir vegna skemmda í heilaberki, þ. e. „cortical amnesias“. Þessar tvenns lags minnistrufl- anir verða nú ræddar nokkuð. „Axial amnesias“ Álitið hefur verið lengi að skemmdir í svokölluðu Papez neti eða limbiska kerfi valdi svokölluðu „am- nesic syndrome“. Papez netið er, sé þróun tegundar- innar höfð í huga, gamalt heilakerfi og tengir gagn- augablaðið (lobus temporalis) við forheila (lobus frontalis). Þessi tengsl eiga sér stað um hippo- campus, fornix, corpus mammillare, Vicq d’Azyr stöngul, anterior nucleus í thalamus og gyrus cin- guli. Papez (1937) áleit þetta net vera nauðsynlegt fyrir tilfinningalíf mannsins. Nú um langa hríð hefur það verið álitið nauðsyn- legt við minnishleðslu (storage) og upprifjun (þ. e. nauðsynlegt öllu námi). Hins vegar hefur reynst erfitt vegna nálægðar þessa kerfis við önnur að átta sig nákvæmlega á staðsetningu skemmda innan þessa LÆKNANEMINN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.