Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 21
TABLE 12 Monocular blindness arnong 689 patients 40 years and older individuals in Borgarnes district 1978 (Visual acuity 6/60 or less). M F Ablatio retin.ae, seqv........................... 1 Amblyopia ex anopsia .................. 2 2 Cataracta ....................................... 3 6 Degeneratio macularis senilis ........................... 4 Dystrophia corneae ...................................... 1 Glaucoma ....................................... 17 4 Keratitis disciformis, seqv.............................. 2 Leucoma corneae post keratitis .......................... 2 Myopia degenerativa et nuclear sclerosis..... 1 Retinopathia areata ..................................... 1 Thrombosis v. centralis retinae.............. 1 1 Uveitis seqv............................................. 2 Trauma .......................................... 1 1 Total 26 26 Blinda. Miðað við íbúatölu Borgarnesslæknisum- dæmis eru um 3 af þúsundi sem eru það sjóndaprir að þeir teljast blindir skv. skilgreiningu WHO. Er þetta sama hlutfall og greinarhöfundur fann við blindukönnun hér á landi 1950.13 Var glákublinda þá í yfirgnæfandi meirihluta blinduorsaka en tiltölu- lega fáir skráðir með ellirýrnun í sjónu. Nú teljast jafnmargir blindir af þessum orsökum. Sennilegt er að ekki nema hluti af ellirýrnuninni hafi þá komist á skrá, því blindumarkið var þá mið- að við 3/60 Snellen og margt fólk, sem misst hafði lestrarsjón og komst allra sinna ferða taldi sig ekki vera blint. Er því ekki hægt að bera saman blindra- tölur nú og fyrir nokkrum áratugum. Sennilegt er að glákublinda sé á undanhaldi og benda kannanir, sem gerðar hafa verið á göngudeild augndeildar Landakotsspítala til þess.6 JVt Surstaða Almennur augnhagur hér á landi virðist sam- kvæmt framanskráðu yfirliti vera svipaður og með- al nágranna okkar austan hafs og vestan. Sjúkdómar, sem orsaka blindu, eru tíðastir meðal aldraðs fólks og eru þeir sömu hér og í nágranna- löndum, nema að sykursýkisblinda hérlendis er lítt farin að gera vart við sig ennþá, en er orðin tíðust blinduorsök meðal fólks yngra en 65 ára í neyslu- þjóðfélögum. Þó að sjóndepra af völdum sykursýki sé ennþá sjaldgæf hér á landi, er hún þó í uppsigl- ingu, því æ fjölgar sykursýkissjúklingum og þeim sem komnir eru með sykursýkisskemmdir í augn- botna. Á tveimur síðustu árum hefur þurft að senda allmarga sjúkinga með yfirvofandi sykursýkisblindu til útlanda í lasergeisla og ljósmeðferð (photo-coa- gulation). Þurfum við því sem fyrst að hefja slíka meðferð hér heima. Blinda af völdum gláku virðist vera á undanhaldi, enda er mun auðveldara að fylgjast með gláku-sjúk- lingum nú en fyrir nokkrum áratugum. Fólk leitar mun fyrr og oftar til augnlækna en áður og margir komu gagngert til að fá úr því skorið, hvort það sé með gláku, einkum ef blinda er í ættinni. Margir heilsugæslulæknar mæla augnþrýsting meðal sjúk- linga sinna og eru þar með virkur þáttur í sjónvernd meðal aldraðra. Þarf slík þjónusta enn að aukast. Drer kemur alltaf til með að valda meiri eða minni sjónskerðingu, en fáir blindast af drermynd- un nú orðið, því aðgerðartækni hefur mjög farið fram á síðari árum og aðgerðaráhætta tiltölulega lítil. Ekki eru vísindin komin á það stig ennþá, að unnt sé að bæta sjón þeirra mörgu, sem fá ellirýrn- un í miðgróf sjónu og ekki heldur hægt að stöðva þróun sjúkdómsins. Koma þarf upp sjóntækjabún- aði fyrir fólk með skerta sjón (low vision clinic) því sjónskert fólk er margt hér á landi þó ekki telj- ist það blint eins og um getur í þessari grein. Með sífelldri aukningu fólks í eldri aldursflokk- um mun þeim fjölga, sem verða sjónskertir af völd- um ellibreytinga í augum. Þarf því að leggja áherslu á að fylgjast vel með glákusjúklingum eins og þegar er gert með reglulegum augnlækningaferðalögum um landið og á glákudeild augndeildar Landakots- spítala, þar sem mikill fjöldi glákusjúklinga er í eft- irliti (um 650 einstaklingar í árslok 1978) og sömu- leiðis stór hópur, sem grunaðir eru um gláku. Sjónvernd meðal barna þarf að aukast og hlú þarf betur að þeirri starfsemi, sem annast þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar. Það sem er mest aðkall- andi á þessu sviði er leit að starfrænni sjóndepru meðal barna og leyndri skjálg og taka þau börn 17 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.