Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 58

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 58
segja sig úr prófi vegna t. d. meðvitaðs vanhæfis í viðkomandi námsgrein, hafa ekki sama rétt og hinir fyrrnefndu. MeS breytingunni verður að nokkru tryggt, að þeir sem ekki vilja hagnýta sér veikleika kerfisins, standi jafnréttháir hinum, sem kynnu að íalla „tæknilega“ að vori og endurtaka að hausti. 2. Ymsir hafa orðið til þess úr kennaraliði deild- arinnar, að vara við framangreindri nýbreytni með þeim rökum, að stúdentar myndu almennt notfæra sér þetta frjálsræði og fresta t. d. einu prófi af þremur frá vori til hausts. Mikil aðsókn að haust- prófum myndu síðan aftur krefjast aukinnar vinnu af kennurum einmitt á þeim tíma, sem vetrarstarfið er að hefjast með skipulagi þess o. s. frv. Þetta kæmi einnig inn á sumarleyfistímann. Þessu má svara að hluta hér á þann hátt, að benda á, að heildarfj öldi prófúrlausna vor og haust verður vafalaust minni, þegar fleiri gangast undir þau með meiri vissu um að uppfylla kröfurnar en nú er. Skil- yrði þess að þreyta haustpróf er nú, að hafa ekki uppfyllt prófkröfur að vori. Jafnframt skal bent á, að gert er ráð fyrir að sér- stökum sjúkraprófum fækki. Þannig verður ekki séð að þörf sé á sjúkraprófum í júní, þegar kostur er að gangast undir próf í september. Haustpróf eru nú haldin, þótt þau séu skilyrðum háð og því jafnmikil vinna að semja þau eftir sam- þykkt þessarar tillögu. Unnt er að semja haust- og vorpróf samtímis að vori og raunar mun eðlilegri vinnubrögð. Ef litið er til framangreindra atriða er ljóst að heildar prófálag færi stórlega minnkandi fyrir kennara. 3. Onnur gagnrök kennara eru þau, að fyrrnefnd ákvæði um haustpróf í læknadeild mismuni stúdent- um fjárhagslega. Efnameiri, sem ekki þurfa að vinna fyrir sér, hefðu umfram aðstöðu yfir hina, sem af efnalegum ástæðum neyðast til þess að vinna með námi eða á sumrin. Hugsanlega er nokkuð til í þessu, en þó skal þess getið að Lánasjóður íslenskra námsmanna tekur fullt tillit til þess í útreikningi lánþarfar, ef stúdent aflar ekki tekna að sumarlagi vegna haustprófa eða af öðrum sökum. Þannig að jafnvel þessi rök teljast fallin. 4. Gagnrök sumra kennara eru þau, að lækna- deild beri að veita stúdentum aðhald í námi með þröngum prófreglum. Að sjálfsögðu er það ekki hlutverk frjáls háskóla að taka að sér þá furðulegu umhyggju. Stúdentum skal í sjálfsvald sett, að svo miklu leyti sem mögulegt er, hvernig þeir haga námi sínu innan tímatakmarka. 5. Enda þótt talsverð áhersla hafi hér verið lögð á aukið frjálsræði, sem af samþykkt tillögunnar hlytist, eru flutningsmenn þess fullvissir, að stúdent- ar munu ekki að nauðsynjalausu fresta prófum. Idins vegar er Ijóst að undanþágubeiðnum mun stór- lega fækka og nefndir og ráð, sem kjörnar eru lil þess að stjórna deildinni, hefðu aukið ráðrúm til þess að sinna mikilvægari málefnum. 6. Að lokum skal minnt á, að nánast allir kenn- arar þessarar deildar gátu sagt sig úr prófi eða frest- að um hálft ár, þegar þeir stunduðu þetta nám og sumir þeirra notfærðu sér það. Þess vegna verður ekki að óreyndu trúað, að deildin leggist gegn þessu frjálsræði, sem raunar hefur gilt í öllum öðrum deildum háskólans til þessa. Ekki er kostur að gera öllum tillögum læknanema eða læknadeildar jafn ítarleg skil nú, en að lokum get ég rétt nefnt fáein atriði sem fram fengust í þessu starfi: 1. Próftafla birtist í kennsluskrá, í stað j/2 mán- uði fyrir próf. 2. Ursögn úr prófi skal berast skriflega til há- skólans 3 dögum fyrir próf í stað 7 dögum fyrir próf. 3. Kennari og prófdómari (þegar um það er að ræða) gefa báðir einkunn, sem eru jafn gildar. Um þetta er deilt í sumum deildum. 4. Kennslustj óri skal ráðinn til 2ja ára í senn og starfið auglýst, en það hefur ekki tíðkast í lækna- deild. 5. Stúdentar fái atkvæðisrétt á deildarfundum, þegar leitað er álits á umsækjendum um kennara- stöðu við deildina. Þetta yrði algjör nýjung. Á deildarfundum höfum við 11 fulltrúa af 65. Hins vegar var felld tillaga um að stúdentar fengju mann í dómnefndir um hæfi umsækjenda. 6. Eftirfarandi var samþykkt á deildarfundi: „Stúdent á rétt til að fá útskýringar kennara á mati skriflegrar úrlausnar sinnar, ef hann æskir þess bréf- lega innan 15 daga frá birtingu hennar. Vilji stúdent ekki una mati kennarans getur hann snúið sér til 48 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.