Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 56

Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 56
Fyrirhugaðar breytingar á Reglugerð Hl Viðtal við Eirík Þorgeirsson læknanema Á dögunum barði blaðamaður Læknanemans upp á hjá formanni félagsins til þess að fræðast um það hvað liði endurskoðun núgildandi reglugerðar HI, sem er að meginstofni til frá 1958. Á þeirri reglu- gerð hafa verið gerðar margar og sundurliðaðar breytingar frá 1958. Á þeirri reglugerð hafa verið gerðar margar og sundurleitar breytingar sem erfitt er að átta sig á. Eins og læknanemum er kunnugt hafa læknanemar oft lent í deilum við deildarstj órn um túlkun reglugerðarinnar og tilkvaddir lögfræð- ingar ekki alltaf verið á einu máli um túlkun henn- ar. Einnig hefur löngum verið vitað að hinar fast- bundnu reglur um skipulag læknanáms, kennslu- greinar, próf og vægi, hafa staðið deildinni fyrir þrifum og torveldað allar skipulagsbreytingar og samhæfingu á námi (intergration). Auk þessa hefur læknadeild skorið sig úr öðrum deildum háskólans í mörgum veigamiklum réttlætismálum stúdenta. Þannig hafa verið harðari reglur um t. d. próf og endurtekningu þeirra í læknadeild en öðrum deild- um. Blm.: Hvernig hefur verið staðið að fyrirhuguð- um reglugerðarbreytingum? Eiríkur: Á háskólaráðsfundi þann 28. október ’76 var kjörin 7 manna nefnd til þess að endurskoða og samræma innbyrðis reglugerð fyrir Hí, svo og til þess að gera tillögur að reglugerðarbreytingum vegna setningu laga um Hí nr. 84/1970 og 45/1976. Nefndin hélt alls 54 fundi og kal'laði meðal annars alla forseta háskóladeilda á sinn fund og skilaði af sér ítarlegu plaggi síðastliðið vor, í maí ’78. Deildarráð læknadeildar hafði þá stofnað nefnd til þess að fjalla um reglugerð deildarinnar og fékk hún þetta reglugerðarplagg í hendurnar. Í nefnd læknadeildar störfuðu mest Hannes Blöndal formað- ur, Gunnar Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson, Tryggvi Ásmundsson, Gunnar Gunnlaugsson, Ást- ríður Jóhannesdóttir stúdent og ég sem fulltrúi FL. Nefnd deildarráðs hóf störf síðastliðið vor og skilaði af sér til deildarráðs í október sl. Þá komu reglugerðarmálin til umfjöllunar í deildarráði. End- anlega var gengið frá tillögum læknadeildar á deild- arfundum í janúar og febrúar sl. og málið þá sent háskólaráði. Blm.: Endurskoðun reglugerðarinnar hefur því tekið 2J/o ár og enn bólar ekkert á því að breytingar komist á. Eiríkur: Það er rétt. Ljóst er að það er ekkert áhlaupaverk að ráðast í heiklarendurskoðun laga og reglugerða fyrir stóra og margbrotna stofnun eins og Hl er. Gæta þarf hagsmuna margra aðila og leita víða umsagna. Breytingatillögur einstakra deilda eru nú komnar til umfjöllunar háskólaráðs. Stefnt er að því að koma fram nauðsynlegustu breyting- um og samræmingaratriðum hið snarasta og óska samþykkis núsitjandi Alþingis fyrir vorið. Að líkindum munu ágreiningsatriði í háskólaráði sett í nefnd á nýjan leik, svo lítið verður um það sagt á þessu stigi hver endalokin verða í einstökum atriðum. Blm.: Hvernig hefur þátttaka stúdenta heppnast í þessu starfi? Eiríkur: Eins og fram kom áðan þá áttu stúdentar 1 fulltrúa í nefnd háskólaráðs frá ’76 og síðan eiga stúdentar sæti í reglugerðarnefndum einstakra deilda, og við eigum 2 fulltrúa í deildarráði og 11 á deildarfundum. 1 heild held ég megi halda því fram að stúentar hafi komið fjölmörgu jákvæðu til leið- ar í þessu starfi og samstarfið í stórum dráttum gengið vel. Blm.: Getur þú gefið okkur nokkra hugmynd um nýjungar og breytingar, sem fram hafa komið í til- lögum læknadeildar. Eiríkur: Fyrst má kannski nefna að við áttum frumkvæðið að tillögu um að deildarforsetar eigi rétt á að vera leystir undan kennsluskyldu að ein- 46 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.