Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Sem hverfur við sjónstillingarlömun (cycloplegia). Koma fram þreytueinkenni. Oft eru þessir unglingar fjarsýnir með eða án sjónskekkju. I aldursflokknum 5-19 ára voru 5 drengir og 20 stúlkur með augnþreytu af þessum sökum. Hefur greinarhöfundur veitt því athygli að geti börn ekki slakað á sjónstillingu leiði það stundum til eigin- legrar nærsýni síðar meir. Augneinkenni frá öðrum líffœrakerfum Sykursýk.i. Alls voru 7 sjúklingar með þekkta sykursýki meðal hinna skoðuðu (yngri en 39 ára: 1 karl, eldri en 40 ára: 2 karlar og 4 konur). Ekki fundust sjúklegar breytingar í augnbotnum hjá nein- u.m þeirra. Hár blóðþrýslingur. Augnbotnabreytingar í för háþrýstings eru aðeins skráðar meðal tveggja sjúk- linga. Var um blæðingar og serumútfellingar að ræða í sjónu. Æðabreytingar einar út af fyrir sig eru ekki tíundaðar hér vegna þess hversu lítt mark- tækar þær eru og lítið leggjandi upp úr þeim einum saman. Vöðvagigt (eða vöðvaspenna) í hálsi og herðum Spennuhöfuðverkur. Algengt er að sjúklingar með vöðvagigt leiti til augnlækna. Helstu kvartanir eru þrýstingur bak við augu, höfuðþyngsli, sem líkt er við gjörð um höfuðið, augnþreyta og oft almenn vanlíðan. Oft má rekja þessa kvilla til þvingaðrar vinnustell- ingar, einkum ef vinnan útheimtir mikla nákvæmni og einbeitingu. I yngri aldursflokkum voru í þessum hópi 4 karlar og 25 konur. Við augnskoðun fannst ekkert sjúklegt við augu og sjónlagsgallar voru ekki teljandi, a. m. k. ekki það miklir að þeir gætu skýrt kvartanir. I eldri hópnum voru mun færri: 2 karlar og 4 konur með þennan kvilla. Sjóndepra og blinda (Low vision and blindness). Við flokkun blindu er farið eftir reglum WHO um skráningu blindra, þ. e. 6/60 sjón eða minni á betra auga með besta gleri. Af 1352 sjúklingum voru 11 einstaklingar, sem eru það sjóndaprir að þeir teljast í flokki blindra eða um 0,8% af skoðuðum og 0,3% af íbúum. Sam- bærileg tala var 0,9% í Framingham-könnuninni. Allir eru þeir komnir yfir áttrættH Blindurorsakir eru þessar: Gláka 5 (4 karlar, 1 kona), ellirýrnun í miðgróf sjónu 5 (1 karl, 4 kon- ur), drer 1 karl. Mesta sjónskerðingin er meðal glákusjúkling- anna: Einn er alblindur á báðum augum, 88 ára (’78) og hinir með smá hliðlæga sjón (temporal eyju). Aðrir sjúklingar eru starfsblindir, þ. e. komast leiðar sinnar nær óhindrað, en geta ekki lesið vegna sjóndepru. Blinda á öðru auga er tíunduð í 12. töflu. Þar eru blinduorsakir mun fleiri. Alls 52 einstaklingar eða 46,9%o eftir 40 ára. Þetta er nákvæmlega sama talan (46%e) og í Framingham-könnuninniH Gláka meðal karla er þar lang algengasta orsökin og þar næst drermyndun á augasteini. Með mikicf skerta sjón (partial sight) á betra auga 6/18-6/24 en teljast ekki blindir, voru 28 skoðaðra. Lang algengustu orsakir voru drer og elli- rýrnun í sjónu. Shil Athyglisvert er hversu mörg skólabörn og ung- lingar koma til skoðunar. Sýnir þetta árangur heilsugæslu í skólum og skilning á fyrirbyggj andi aðgerðum. A heilsugæslustöðinni í Borgarnesi eru öll börn 4^5 ára sjónprófuð af heilsugæsluhjúkrun- arkonu og eru þau börn, sem finnast með sjóngalla eða afbrigðilegt jafnvægi á augnvöðvum send til augnlæknis, þegar hann er á ferð. Orggasta ráðið til að lækna starfræna sjóndepru og þjálfa augu til samstarfs, er að taka börn sem fyrst til meðferðar og helst að hafa læknað áður en þau hefja skólagöngu. Þegar barn er 7-8 ára er sjónin orðin fullmótuð og erfitt um að bæta. Lang algengasta orsök sjóndepru á öðru auga fram yfir miðjan aldur er starfræn sjóndepra af völdum mismunandi sjónlags á augum (anisome- tropia). Sjónlag breytist með aldri, einkum á tveimur fyrstu áratugunum, meðan augað er enn í vexti. LÆKNANEMINN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.