Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 52

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 52
man að upptalningu lokinni. Dæmi um orS: hús, skógur, dagur, borð, nál, kaka, klukka, köttur, mús. I annarri atrennu er sjúklingur spurður, hversu mörg orS hann telji sig geta lært næst. Vænting sjúklings og raunsæi er athuguð meS þessum hætti. Þetta er síSan endurtekiS á undan hverri nýrri upp- talningu, en þær eru í mesta lagi 10. Þetta próf reynir sérstaklega vel á verbal minni, en leiSir einnig í ljós ýmis afbrigSi af truflaSri minnisstarfsemi. Nokkur dæmi um námskúrfur sjást á mynd 1. Sérstaklega er markvert aS athuga námskúrfu hjá forheila sjúklingi. Dæmi af útbreiddri skemmd í forheila sést á mynd II. Sjúklingur lærir aldrei sömu orSin frá upptalningu til upptalningar. Hann bætir oft viS nýjum orSum frá eigin brjósti og heldur áfram aS endurtaka slík orS viS næstu upptalningu, þótt honum hafi veriS bent á villuna. Idann virSist ekki læra af reynslunni eSa viS æfingu, heldur er árangur hans óreglulegur. 2. Minnisgeymd og upprifjun a) NotaS er spjald meS nokkrum einföldum geo- metriskum formum, t. d. kross, þríhyrning, kassa, hring, fimmhyming. SpjaldiS er sýnt sjúklingi í nokkrar sekúndur og þegar þaS hefur veriS tekiS í burtu er hann beSinn aS teikna þaS sem hann man. 42 b) Sjúklingur er beSinn aS hlusta vel eftir á- kveSnum hrynjanda, sem prófandi bankar á borSiS, t. d.-------------þ. e. tvö löng, tvö stutt, tvö löng. SíSan------------ --------. SíSan er hann beSinn aS endurtaka þaS sem prófandi gerSi. c) Sjúklingur er beSinn aS endurtaka nokkrar handahreyfingar sem prófandi sýnir honum, t. d. vísifingur og litli fingur réttir, hinir krepptir, vísi- fingur og langatöng mynda bókstafinn v, hinir fing- urnir eru krepptir, o er myndaS meS þumalfingri og vísifingri, hinir eru krepptir. Þessar þrjár fingra- stellingar eru sýndar hver á eftir annarri meS stuttu millibili og sjúklingur síSan beSnn um aS endur- taka þær. d) Sjúklingur er beSinn um aS læra nokkur orS: t. d. hús, tré, köttur (eSa máni, vegur, gras), og honum sagt aS hann megi endurtaka þau upphátt. SíSan er honum sýnd mynd og hann beSinn aS lýsa því sem hann sér á henni. Þá er sjúklingurinn beS- inn um aS endurtaka fyrrtöldu orSin. Og aS lokum segja frá því sem hann sá á myndinni (heterogon interference). e) AnnaS afbrigSi er eftirfarandi: Reyndu aS muna þessi orS: maSur, köttur, dagur. Og þessi: nótt, köttur, kona. Endurtaktu fyrstu þrjú orSin, síSan þau þrjú seinni (homogene interference). f) Enn eitt afbrigSi: Reyndu aS muna þessar setningar og þú mátt endurtaka þær upphátt: „Sólin kemur upp í austri.“ „í maí er kúnum hleypt út á tún.“ Hvernig hljóSaSi fyrri setningin, og síSan sú seinni ? g) SögS er einhver einföld og stutt saga og sjúk- lingurinn beSinn aS endursegja hana. T. d. Sagan um hænuna og gulleggiS. Sjúklingurinn er spurSur um þann lærdóm sem draga megi af sögunni og at- hugaS nánar um skilning hans á samhengi. SíSan er hann beSinn aS segja frá því sem hann sér á mynd eSa margfalda nokkrar tölur. Þá má segja honum aSra sögu, t. d. einfalda dæmisögu. Tdann beSinn aS endursegja hana og útskýra. SíSan má spyrja hann um fyrri söguna. Þessi próf reyna á minnisgeymd og upprifjun en einnig skammtíma minni á afmörkuSum skynsviS- um svo og hversu minnissIóSir eru viSkvæmar gagn- vart hömlun. En séu minnisslóSir óeSlilega veikar, kemur þaS oftast skýrt í Ijós viS slíka prófun. LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.