Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 62

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 62
Framhaldssagan Numerus Clausus Vilhelmína Haraldsdóttir læknanemi Stutt er síðan aS í Læknanemanum (2. tbl. 78) birt- ist frásögn af afrekum læknadeildar í fjöldatak- mörkunarmálum sl. ár. Sem kunnugt er, bar þetta þann árangur, að valdið var tekið úr höndum deild- arinnar og sett í hendur háskólaráði. Þar var og skýrt frá nefnd þeirri, sem stofnuð var af háskóla- ráði í mars ’78 og hafði það hlutverk, að koma með tillögur um úrbætur svo komast mætti hjá beitingu heimildarákvæðis um takmörkun aðgangs að námi. Nefnd þessi skilaði áliti í janúar sl. í formi viða- mikillar skýrslu. Ekki er gerlegt að rekja efni þess- arar skýrslu í svo stuttu máli og mun ritnefnd Læknanemans ætla að gera henni skil í næsta tölu- blaði. Læknadeild, sem átti að vera búin að leggja tillögur fyrir háskólaráð fyrir 1. febrúar, ef hún vildi beita fjöldatakmörkunum, fékk frest til 1. mars til að geta kynnt sér efni skýrslunnar nánar. A veg- um deildarráös var svo skipaður starfshópur til að fjalla um skýrsluna og hún síðar rædd. Ákvað deild- arráð að mæla með því við deildarfund, að sam- þykkt yrði tillaga um fjöldatakmarkanir. Þann 16. febrúar var svo haldinn deildarfundur. Þar var bor- in upp eftirfarandi tillaga, skrýdd undirskriftum 6 kennara deildarinnar, sem allir sitja í deildarráði. Með tilvísun til 42. gr. reglugerðar Háskóla íslands sam- þykkir læknadeild HI á fundi sínum 16. febrúar 1979 að beitt skuli heimild til að takmarka fjölda þeirra nemenda sem halda áfram námi í deildinni að loknum 1. árs prófum árið 1979. Takmörkunin skal framkvæmd á eftirfarandi hátt: Þeir 35 nemendur, sem hæsta einkunn hljóta á vorprófum (þar með talin sjúkrapróf, sem fara fram innan 2ja vikna frá próflok- um), hafa rétt til að halda náminu áfram. Nái ekki 35 nemendur tilskilinni einkunn um vorið, skal að loknum haustprófum (þar með talin sjúkrapróf að hausti) velja nemendur til viðbótar eftir einkunnum úr hópi þeirra er stóðust prófin þar til tilskildum fjölda er náð. Verði tveir eða fleiri jafnir þegar fjöldanum 35 er náð, skulu þeir allir hafa rétt til áframhaldandi náms í deildinni. Eins og sjá má er efni þessarar tillögu mjög kunn- uglegt. Einn flutningsmanna skýrði þó frá því hróð- ugur á fundinum, að líklega væru bara engir form- gallar á tillögunni í þetta sinn. Það hefur kannski gert útslagið því tillagan var samþykkt í leynilegri atkvæðagreiðslu með 21 atkvæði gegn 18 og 3 sátu hjá. Leið nú að háskólaráðsfundi þann 22. febrúar er málið skyldi útkljáð og ekki kom nein rökstudd greinargerð frá læknadeild um nauðsyn takmörkun- ar. Það var ekki fyrr en á háskólaráðsfundinum sjálfum, að deildarforseti kom með greinargeröina og var þá ákveðiö að halda aukafund um málið þann 26. febrúar svo menn gætu kynnt sér hina ný- komnu greinargerÖ. Þegar greinargerð þessi var skoðuð kom í Ijós, að í henni var ekkert nýtt sem varpaöi ljósi á málið. Greinargerðin var að mestu endursögn á því, sem fram hafði komið í skýrslu nefndarinnar um lækna- deild svo og hlutlægt mat flutningsmanna tillögunn- ar á ýmsu í skýrslunni. Var því ljóst, að læknadeild ætlaði að láta nefndina vinna það verk fyrir sig, sem deildinni hefur mistekist svo oft, þ. e. að sanna að takmörkunar sé þörf í læknadeild. Við, fulltrúar nemenda í háskólaráði, lögðum fram á fundinum þann 26. febrúar ályktun um greinargerð lækna- deildar. Þar var m. a. mótmælt þessari notkun á skýrslunni og nokkur atriði áréttuð því til stuðn- ings: 1. Störf nefndarinnar höfðu þann tilgang að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldatakmarkan- ir og koma með tillögur þar að lútandi, en ekki sýna fram á að takmörkunar væri þörf og því rangt að nota skýrslu hennar í þessum tilgangi. 2. Skýrsla nefndarinnar er ekki hlutlaus hvað varðar kennsluaðstöðu, þar sem hún byggir eingöngu á upplýsingum viðkomandi kennara, 50 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.