Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 53
3. Röklegt minni Hér verður látið nægja að segja frá prófi er L. S. Vygotski kom fyrstur með og kallað er „Pictogram aðferðin“. Prófið er á eftirfarandi leið: Sjúkl- ingurinn er beðinn um að læra nokkur orð eða setn- ingar. Til að auðvelda honum síðan upprifjun er honum sagt að teikna tákn eða mynd í hvert skipti sem hann leggur einstakt orð eða setningu á minnið. Orðin eða setningarnar eru valdar þannig, að ekki er unnt að teikna þau beint. T. d. soltinn köttur, orð eins og þróun, hugarburður o. s. frv. Sjúklingur verður því að velja einhver tákn sem „pictogram“. Eftir að nokkur orð eða setningar hafa verið lagð- ar á minnið á þennan hátt, eru sjúklingi sýndar teikningar sínar og hann beðinn að rifja upp þau orð eða setningar sem við eiga og hann lagði á minnið. Þetta einfalda próf reynir nokkuð alhliða á minn- isstarfsemi. Sjúklingar með einangraða heila- skemmd eru í engu frábrugðnir heilbrigðu fólki við þessa prófun. Þeir geta venjulega notfært sér þessa minnistækni eins og vera ber til að læra nokkuð langan orðalista. Sjúklingar sem haldnir eru „axial amnesiu“ hins vegar geta ekki notfært sér pictogröm með eðlilegum hætti. Einstaklingar með truflaða forheilastarfsemi ekki heldur. Teikningarnar ná ekki að vekja upp umrædd orð heldur ný orð og ótengd fyrri upptalningu. Þetta próf gefur sérstaklega skýra vísbendingu hjá geðsjúku og vangefnu fólki, þar sem rökræn tengsl eru skert. Þessi Luriapróf eru talin upp hér, ekki til að þeir sem áhuga hafa á því að prófa minnistruflanir læri þau utanað, heldur sem vísbending um hvernig menn geta komið sér upp einföldum prófum, hver á sinn hátt, en sem reyna á mismunandi starfræn kerfi heilans. Nauðsynlegt er að menn hafi nokkra æfingu með slíkar prófanir hjá heilbrigðu fólki, til að þeir geti séð hversu minnisslóðir eru venjulega styrkar og eins verður hraðinn við prófunina að vera eðli- legur. Túlkun þessara qualitatifu prófa kemur með æfingu og auknu klínisku innsæi. Flest sálfræðipróf reyna á minni. Ýmis sálfræði- leg minnispróf eru stöðluð, þannig að unnt er að koma við tölulegum samanburði á niðurstöðum. A Wechslergreindarprófi fyrir fullorðna er minnis- próf, sem reynir helst á skammtímaminni, þ. e. digit span. Sjúklingur er beðinn um að endurtaka talna- raðir sem verða smám saman lengri fyrst áfram og síðan afturábak. Eitt verkefni greindarprófsins er að prófa nokkur almenn þekkingaratriði, en líta má á það verkefni sem minnispróf. Þar sem talnaraðir eru svo oft notaðar til að prófa skammtímaminni, þá má minnast á eitt slikt afbrigði sem Barbizet hef- ur notað. Það felst í því, að sjúklingur er beðinn að endurtaka æ lengri talnaröð, en byrjað er á tveim tölum og síðan einni bætt við, við rétta endurtekn- ingu: t. d. 8 - 3, 8 - 3 - 6, 8 - 3 - 6 -1 o. s. frv. Barbizet prófaði þetta á 88 læknastúdentum og var meðal niðurstaða 9,06 réttar. Hins vegar var meðaltalið hjá 51 einstaklingi eldri en 65 ára, 5,87 réttar. Mörg stöðluð próf eru til sem reyna á sjón- minni, t. d. Benton Visual Retention próf, sem mjög er vinsælt. Eins eru til stöðluð snertiskyns minnis- próf (Halsted 1974). Flest þessara stöðluðu prófa eru amerísk og eru nauðsynleg, þar sem kerfis- bundin taugasálfræðileg prófun fer fram. En rétt er að geta þess að þó þessi próf séu stöðluð, leyfa þau ekki vélræna túlkun niðurstaðna. Fyrir þá, sem vilja prófa minni sjúklinga við flestar kringumstæður, er einfaldasta leiðin að koma sér upp nokkrum prófum í stíl við Luria. Æfa sig nokkrum sinnum á heilbrigðu fólki og fá þannig samanburð. En nauðsynleg forsenda slíkrar prófun- ar er sem fyrr segir að einhverjar hugmyndir séu til staðar um eðli mannlegrar minnisstarfsemi og hvernig þessi starfsemi truflast mismunandi eftir því hvaða úrvinnslukerfi hafa orðið fyrir áfalli. Lohuorð Hér á undan hefur verið stiklað á stóru um minni og gleymsku og síðan heilskemmdir og minnistrufl- anir. Að lokum voru minnispróf nokkuð rædcl. Við- fangsefni þessarar greinar befur verið að gefa yfirlit yfir nokkra skýra drætti sem í ljós hafa komið á seinni árum við taugasálfræðilegar athuganir á minnistruflunum. Ýmis þekkt klínisk afbrigði, sem koma minnistruflunum við, hafa ekki verið rædd. Má þar nefna skammtíma minnisskerðingu í leiðslu- afasiu, callosal skemmd, prosapagnonisu og eins hefur ekki verið rakin sú vitneskja sem fram hefur Framh. á hls. 45. LÆKNANEMINN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.