Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 49

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 49
tímaminni eru viðkvæmar gagnvart allri utanað- komandi truflun, eru truflanir varðandi langtíma- minni frekar bundnar upprifjun (sbr. þó styrktar- kenninguna síðar). Til að ná til upplýsinga geymd- um í langtímaminni, þurfum við einhverja vísbend- ingu (clue) eða nánast skráningarnúmer skjalsins, sé líkingunni við skjalasafn haldið áfram. Þar sem vísbendingar um það hvar skjöl er að finna, kunna að vera óljósar, getur verið að við drögum fram vit- laust skjal eða alls ekki neitt. Tilgátur hafa komið fram á seinni árum, að upplýsingar sem fara fyrst í skammtímaminnið, séu þýddar, flokkaðar (ooded) eða þeim breytt þar í annað form áður en þær kom- ast í langtímaminni. Þessar tilgátur eru merkar og tengja minnisstarfsemina ýmsum málvísindalegum fyrirbrigðum og rannsóknum á málskynjun og mál- hæfni. A eitt fyrirbrigði enn má minnast sem þessu við- kemur. Ymislegt bendir til þess að þá loks er upplýs- ingar eru komnar í langtímaminni, þurfi þær ákveð- inn tíma tii að styrkjast þar, eigi þær að munast til langframa. Þessi kenning hefur verið kölluð styrkt- arkenningin (consolidation theory). Hún felur í sér að um nokkurn tíma eftir að nýjar minnisslóðir (memory traces) verða fyrst til í langtímaminni, séu þær viðkvæmar gagnvart truflun. Við höfuð- áverka muna menn oft ekki atburði rétt fyrir slysið (retrograde amnesia) nokkrar mínútur, klukkustund eða lengur. Ekki er óalgengt að menn muni alls ekki eftir því, hvað valdið hafi slysinu. Þetta hefur verið rannsakað á tilraunastofum með dýr. Fyrst er dýr- inu kennt eitthvað verkefni, stuttu síðar er því gefið rafmagnsstuð. Að lokum er athugað að nokkrum dögum liðnum hversu dýrið man af upprunalega verkefninu. I ljós kemur að það sem er ákvarðandi, er hversu stuðið er gefið fljótt eftir námið. Sé það gefið strax að loknu námi, man dýrið ekkert. Nokk- urra mínútna h'lé á milli náms og stuðs jók það sem munað var nokkrum dögum síðar. Og eftir því sem þetta hlé varð lengra, var minni á verkefnið betra. Klukkustundar hlé gerði dýrinu kleift að muna allt verkefnið nokkrum dögum síðar. Af þessu virðist ljóst, að minnishleðsla (storage) í langtíma- minni krefst ákveðins tíma til að styrkjast. Ýmis lyf virðast flýta þessum styrktartíma, t. d. ampheta- mine.3 Iflinnisíruflanir of/ heilashetnnidir Það hefur aldrei verið unnt að finna minninu stað í neinum ákveðnum hluta heila, heldur hafa skemmdir á mismunandi stöðum í heila breytilegar minnistruflanir í för með sér. Ákveðin almenn skilyrði þurfa að vera til staðar svo að minnisstarfsemi og skynúrvinnsla geti átt sér stað. Truflun í heilastofni og posterior thalamus hef- ur í för með sér almennt minnkaðan cortical tonus eða jafnvel coma og er ljóst að formatio reticulars verður að vera starfhæf til að einhver lágmarks minnisstarfsemi eigi sér stað. Að auki getur þrýst- ingur einhvers staðar á heila gert það að cortical tonus minnkar. Minnkaður cortical tonus hefur í för með sér ekki aðeins minnkað minni, heldur almennt minnkaða starfsgetu heilans. Athuganir á sjúklingum með heilaskemmdir og rannsóknir á dýrum hafa leitt í Ijós að heilaskemmdir valda nánast alltaf einhverj- um minnistruflunum. Eðli þessara truflana eru hins vegar nokkuð mismunandi eftir því hvaða heilakerfi eru trufluð. Kerfisbundnar prófanir hafa leitt í ljós tvenns lags minnistruflanir: annars vegar vegna skemmda í miðlægum heilakerfum eða axial forma- lion og er þá talað um „axial amnesias“ hins vegar minnistruflanir vegna skemmda í heilaberki, þ. e. „cortical amnesias“. Þessar tvenns lags minnistrufl- anir verða nú ræddar nokkuð. „Axial amnesias“ Álitið hefur verið lengi að skemmdir í svokölluðu Papez neti eða limbiska kerfi valdi svokölluðu „am- nesic syndrome“. Papez netið er, sé þróun tegundar- innar höfð í huga, gamalt heilakerfi og tengir gagn- augablaðið (lobus temporalis) við forheila (lobus frontalis). Þessi tengsl eiga sér stað um hippo- campus, fornix, corpus mammillare, Vicq d’Azyr stöngul, anterior nucleus í thalamus og gyrus cin- guli. Papez (1937) áleit þetta net vera nauðsynlegt fyrir tilfinningalíf mannsins. Nú um langa hríð hefur það verið álitið nauðsyn- legt við minnishleðslu (storage) og upprifjun (þ. e. nauðsynlegt öllu námi). Hins vegar hefur reynst erfitt vegna nálægðar þessa kerfis við önnur að átta sig nákvæmlega á staðsetningu skemmda innan þessa LÆKNANEMINN 39

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.