Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 26

Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 26
American Board of Pathology), sem veitir þeim sérfræðileyfi, sem það standast. Nýtur nefndin verndar bandaríska læknafélagsins og bandarísku meinafræðifélaganna. Sérnám í Bandaríkjunum er því að mestu skipulagt eftir þeim kröfum, sem próf- nefndin setur sem skilyrði fyrir þátttöku í prófinu. I grundvallaratriðum er hægt að haga sérnámi í líffærafræði í Bandaríkjunum á tvennan hátt. Ann- ars vegar er það eingöngu bundið við líffærameina- fræði og hins vegar er námstímanum skipt milli líf- færameinafræði og 4 annarra greina meinafræð- innar, sem eru blóðbankafræði, blóðmeinafræði, meinefnafræði og sýklafræði. Námstími í líffæra- meinafræðinni einni er lágmark 3 ár en til þess að fá að ganga undir sérfræðipróf þarf 1 ár til viðbót- ar annað hvort í sömu grein eða öðrum greinum læknisfræðinnar. Námstími í líffærameinafræði ásamt öðrum greinum meinafræðinnar er bundinn við lágmark 2 ár í líffærameinafræði og 6 mánuði í hverri áðurnefndra 4 greina. Auk þess er hægt að bæta við sig námi í sömu greinum eða nokkrum undirgreinum líffærameinafræðinnar, sem lýkur þá jafnframt með sérstökum prófum og sérfræðileyfi í hverri fyrir sig. Yfirleitt er krafist eins árs af reglulegri kennslu eða tveggja ára starfsreynslu til viðbótar áður en aukaprófin eru tekin. Þessar við- bótargreinar eru blóðbankafræði, blóðmeinafræði, húðmeinafræði, meinefnafræði, réttarlæknisfræði, sýklafræði, taugameinafræði og radioisotopa-notkun í meinafræði. íslenskir læknar, sem hafa fengið heimild til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, eiga ekki að þurfa að vera í vandræðum með að finna námsstöður í meinafræði. Eins og í öðrum löndum er erfitt að komast í námsstöðu á þekktustu kennslustofnunum, en það er þó síður en svo útilokað fyrir útlendinga, ef þeir hafa góð meðmæli og einhverju starfs- reynslu. Samkvæmt upplýsingum úr fréttablaði bandaríska læknafélagsins voru aðeins um 78% af námsstöðum í meinafræði setnar árið 1977. Af læknum við sérnámið voru 30% erlendir. Bandarísk sérmenntun er yfirleitt mjög formföst og flestar stofnanir miða námsáætlunina við að læknirinn fái alla sérmenntunina á einum stað. Þó er það alls ekki nauðsynlegt og margir skipta námi sínu milli tveggja eða fleiri stofnana. Bretland í Læknablaðinu, 63. árg. 3.M<. tbl. 1977, bls. 80-82, er grein almenns eðlis um sérnám í Bret- landi. Sérnám í líffærameinafræði þar í landi mun vera í endurskoðun og einhverra breytinga að vænta á reglugerð um lengd námsins og fyrirkomu- lag prófa. Núna tekur nám í meinafræðigreinum 5 ár eftir kandidatsár. Fyrsta árinu er yfirleitt skipt á 4 deildir, þ.e. blóðmeinafræðideild, líffærameina- fræðideild, meinefnafræðideild og sýklafræðideild. Síðan skiptast leiðir og taka við 4 ár í þeirri hinna 4 greina, sem læknirinn hefur valið sér sem aðal- grein. Námið miðast að töluverðu leyti við kröfur til sérfræðiprófs (Mrc Path.), en sú gráða er nauð- synleg til að fá sérfræðingsstöðu í Bretlandi. Próf- ið er haldið á vegum breska meinafræðingafélags- ins og er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er tekinn 1 % til 3 árum eftir að námið er hafið og er prófað í öllum 4 greinunum. Seinni hlutinn er í lok námsins og er eingöngu prófað í þeirri grein, sem valin hafði verið sem aðalgrein. Þótt læknir fái 4 eða 5 ára námsstöðu er ekki nauðsynlegt að hann taki þetta sérfræðipróf, og getur hann að nokkru leyti hagað námi sínu eftir þeim kröfum, sem gerðar eru í því landi, sem hann ætlar sér að starfa i að námi loknu. Ekki er Ijóst, hversu auðvelt sé fyrir útlendinga að fá byrjunarnámsstöður í líffærameinafræði í Bretlandi. Fremur auðvelt mun vera að fá stöður eftir að fyrri hluta sérfræðiprófsins er lokið. Frá breska meinafræðingafélaginu hafa birst tölur um aðsókn að námsstöðum í líffærameinafræði (senior registrar) árið 1977 og voru þá 84% þeirra setnar. Á eftirsóttum kennslustofnunum í Bretlandi geta læknar orðið að vera launalausir í byrjun, en fljótt munu þeir, sem fá að ílengjast þar, vera settir á launaskrá. Svíþjóð Á Norðurlöndunum munu vera mestar líkur á því að fá námsstöður í Svíþjóð. I líffærameina- fræði er námið miðað við þær kröfur, sem ráðu- neytið (Socialstyrelsen) setur fyrir sérfræðileyfi. Námstilhögun er þannig, að 4 ára starf þarf í greininni og þar af þurfa 3 ár að vera á sérstakri meinafræðistofnun. Þar að auki þarf % árs starf í 18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.