Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 26
American Board of Pathology), sem veitir þeim sérfræðileyfi, sem það standast. Nýtur nefndin verndar bandaríska læknafélagsins og bandarísku meinafræðifélaganna. Sérnám í Bandaríkjunum er því að mestu skipulagt eftir þeim kröfum, sem próf- nefndin setur sem skilyrði fyrir þátttöku í prófinu. I grundvallaratriðum er hægt að haga sérnámi í líffærafræði í Bandaríkjunum á tvennan hátt. Ann- ars vegar er það eingöngu bundið við líffærameina- fræði og hins vegar er námstímanum skipt milli líf- færameinafræði og 4 annarra greina meinafræð- innar, sem eru blóðbankafræði, blóðmeinafræði, meinefnafræði og sýklafræði. Námstími í líffæra- meinafræðinni einni er lágmark 3 ár en til þess að fá að ganga undir sérfræðipróf þarf 1 ár til viðbót- ar annað hvort í sömu grein eða öðrum greinum læknisfræðinnar. Námstími í líffærameinafræði ásamt öðrum greinum meinafræðinnar er bundinn við lágmark 2 ár í líffærameinafræði og 6 mánuði í hverri áðurnefndra 4 greina. Auk þess er hægt að bæta við sig námi í sömu greinum eða nokkrum undirgreinum líffærameinafræðinnar, sem lýkur þá jafnframt með sérstökum prófum og sérfræðileyfi í hverri fyrir sig. Yfirleitt er krafist eins árs af reglulegri kennslu eða tveggja ára starfsreynslu til viðbótar áður en aukaprófin eru tekin. Þessar við- bótargreinar eru blóðbankafræði, blóðmeinafræði, húðmeinafræði, meinefnafræði, réttarlæknisfræði, sýklafræði, taugameinafræði og radioisotopa-notkun í meinafræði. íslenskir læknar, sem hafa fengið heimild til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, eiga ekki að þurfa að vera í vandræðum með að finna námsstöður í meinafræði. Eins og í öðrum löndum er erfitt að komast í námsstöðu á þekktustu kennslustofnunum, en það er þó síður en svo útilokað fyrir útlendinga, ef þeir hafa góð meðmæli og einhverju starfs- reynslu. Samkvæmt upplýsingum úr fréttablaði bandaríska læknafélagsins voru aðeins um 78% af námsstöðum í meinafræði setnar árið 1977. Af læknum við sérnámið voru 30% erlendir. Bandarísk sérmenntun er yfirleitt mjög formföst og flestar stofnanir miða námsáætlunina við að læknirinn fái alla sérmenntunina á einum stað. Þó er það alls ekki nauðsynlegt og margir skipta námi sínu milli tveggja eða fleiri stofnana. Bretland í Læknablaðinu, 63. árg. 3.M<. tbl. 1977, bls. 80-82, er grein almenns eðlis um sérnám í Bret- landi. Sérnám í líffærameinafræði þar í landi mun vera í endurskoðun og einhverra breytinga að vænta á reglugerð um lengd námsins og fyrirkomu- lag prófa. Núna tekur nám í meinafræðigreinum 5 ár eftir kandidatsár. Fyrsta árinu er yfirleitt skipt á 4 deildir, þ.e. blóðmeinafræðideild, líffærameina- fræðideild, meinefnafræðideild og sýklafræðideild. Síðan skiptast leiðir og taka við 4 ár í þeirri hinna 4 greina, sem læknirinn hefur valið sér sem aðal- grein. Námið miðast að töluverðu leyti við kröfur til sérfræðiprófs (Mrc Path.), en sú gráða er nauð- synleg til að fá sérfræðingsstöðu í Bretlandi. Próf- ið er haldið á vegum breska meinafræðingafélags- ins og er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er tekinn 1 % til 3 árum eftir að námið er hafið og er prófað í öllum 4 greinunum. Seinni hlutinn er í lok námsins og er eingöngu prófað í þeirri grein, sem valin hafði verið sem aðalgrein. Þótt læknir fái 4 eða 5 ára námsstöðu er ekki nauðsynlegt að hann taki þetta sérfræðipróf, og getur hann að nokkru leyti hagað námi sínu eftir þeim kröfum, sem gerðar eru í því landi, sem hann ætlar sér að starfa i að námi loknu. Ekki er Ijóst, hversu auðvelt sé fyrir útlendinga að fá byrjunarnámsstöður í líffærameinafræði í Bretlandi. Fremur auðvelt mun vera að fá stöður eftir að fyrri hluta sérfræðiprófsins er lokið. Frá breska meinafræðingafélaginu hafa birst tölur um aðsókn að námsstöðum í líffærameinafræði (senior registrar) árið 1977 og voru þá 84% þeirra setnar. Á eftirsóttum kennslustofnunum í Bretlandi geta læknar orðið að vera launalausir í byrjun, en fljótt munu þeir, sem fá að ílengjast þar, vera settir á launaskrá. Svíþjóð Á Norðurlöndunum munu vera mestar líkur á því að fá námsstöður í Svíþjóð. I líffærameina- fræði er námið miðað við þær kröfur, sem ráðu- neytið (Socialstyrelsen) setur fyrir sérfræðileyfi. Námstilhögun er þannig, að 4 ára starf þarf í greininni og þar af þurfa 3 ár að vera á sérstakri meinafræðistofnun. Þar að auki þarf % árs starf í 18 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.