Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 9
ir. Mettunartími er tiltölulega stuttur á unglingsár- unum, þ. e. 10-15 mínútur, en lengist síðan smám saman. Þegar komið er á efri ár verður mettunar- tíminn nokkrir klukkutímar. Getur þá jafnvel farið svo, að ef maðurinn missir erectio áður en til sam- fara kemur, þá getur orðið löng bið eftir annarri erectio. Er augljóst af þessu, að þetta misræmi kyn- þarfa og kyngetu milli kynja og aldurshópa getur orðið uppspretta vandamála. Það er því nauðsyn- legt að hafa þetta í huga, þegar fólk kemur með kyn- lífsvandamál til læknis, sem ekki krefst meðferðar, heldur fræðslu. í'i’tiflnnir ú hynlífi — líhamleyar orsahir Aður en farið er að ræða hin eiginlegu kynlífs- vandamál, þá munu verða gerð skil á truflunum á eðlilegu kynlífi, sem eru orsakaðar af líkamlegum °g sállífeðlisfræðilegum (psychophysiological) völd- um. Það er nauðsynlegt að hafa þetta í huga, þar sem milli 3 og 20% af kynlífsvandamálum eru talin líkamlegs eðlis. Þess ber þó að geta, að hér getur einungis verið um að ræða hluta af stærra vanda- máli og að þ essir líkamlegu orsakavaklar eru oft samtvinnaðir sálrænum þáttum. Því er rétt að gera alltaf líkamsskoðun á sjúklingnum, eða að minnsta kosti á karlmönnum, þar eð líkamlegar orsakir eru miklu algengari hjá þeim en konum. Hér á eftir er örstutt úttekt á þessum þáttum. A. Sállifeðlisfræðilegar orsakir eru þær truflanir a sálarlífi, þar sem einkenni eru fyrst og fremst sál- ai'leg, en kynlífstruflanir fylgja í kjölfarið. Má hér nefna þunglyndi, kvíða, streitu og ofþreytu. Talið er, að androgen framleiðsla minnki og e. t. v. einnig serotonin, og valdi það síðan minnkaðri kyngetu. B. Líkamleg veikindi af ýmsu tagi geta haft áhrif a kyngetu. Skert starfsemi ýmissa líffæra getur haft áhrif á heildarmagn karlhormóna í líkamanum og ems á hlutfall karl- og kvenhormóna. Má hér nefna sjúkdóma í lífur, nýrum og heiladingli; æxli í eist- um, sem framleiða kvenhormón og svo afleiðingar skurðaðgerða á eistum, heiladingli og nýrnahettum. Sjúkdómar í taugakerfi, eins og t. d. multiple scler- osjs, diabetes neuropathia og skurðaðgerðir í retro- peritoneal svæði og í perineum, sem skaða sympat- iska og parasympatiska taugakerfið, geta truflað einn eða fleiri þætti kynsvörunar. Æðasjúkdómar geta hindrað erectio og sársauki frá stoðkerfi, eins og t. d. gigt og bakverkir, geta gert samfarir erfið- ar. Sömu sögu má segja um sjúkdóma í kynfær- um. C. Of langt mál yrði að telja upp öll lyf, sem geta haft áhrif á kynsvörun. Frá ómunatíð hafa verið til sögur um lyf og efni, sem eiga að auka kynþörf og kyngetu. Alkohól hefur verið í þeim flokki, en það hefur tvíeggjuð áhrif. „It provokes the desire, but takes away the performance,“ segir Macbeth. Þann- ig er með fleiri efni, sem losa um hömlur um tíma, en hafa fyrst og fremst slævandi verkun. Má hér nefna barbitúröt sem dæmi. Ónnur lyf, eins og am- fetamín og kókaín, hafa kynörvandi verkun þegar þau eru notuð einstöku sinnum, en séu þau notuð að staðaldri, þá draga þau úr kynþörf og getu. Ofskynj- unarlyf eins og LSD og mescalín eru talin hafa örv- andi verkun af sumum, aðrir telja þau gagnslaus í þessu skyni eða að þau hafi jafnvel slævandi áhrif. Til eru efni, sem erta blöðru og þvagrás. Cantharides eða Spánska flugan eru í þeim flokki. Þau hafa þá hvimleiðu aukaverkun að valda priapisma, þ. e. erec- tio, sem linnir ekki og getur orðið mjög sársauka- full og jafnvel hættuleg. Strychnine getur haft svip- aða verkun með áhrifum sínum á neuronur í mænu, en vegna aukaverkana (mors) yrði það varla notað nema einu sinni! Androgen efni bafa miðlæga kyn- örvandi verkun auk þess, sem þau auka vöxt og starf karlkynfæra og clitoris. En vegna ýmissa aukaverk- ana eru þau ekki talin heppileg, a. m. k. ekki til langvarandi notkunar. Skipta má lyfjum með kyndeyfandi verkun í tvo flokka: lyf, sem hafa miðlæg áhrif (centrally acting) og þau, sem hafa útlæg áhrif (peripherally acting). í fyrri hópnum eru róandi efni eins og alkohól og barbitúröt og svo sársaukalyf eins og kodein og mor- fín. Sömuleiðis hafa anti-androgen lyf miðlæga verkun. Má hér telja estrogen efni, nýrnahettustera og aldactone og aldactazide. Lyf, sem hafa útlæga verkun er að finna í tveimur lyfjaflokkum. Anti- kólinerg lyf eru notuð við ýmsum augnsjúkdómum og truflunum í meltingarfærum. Þau geta valdið im- potence með því að hindra erectio. Antiadrenerg lyf eru aðallega notuð við háum blóðþrýstingi. Þau LÆKNANEMINN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.