Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 10

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 10
hinclra sáöfall og geta þar að auki dregið úr kyn- þörf með miðlægri verkun. Þess ber að geta áður en umræðu um lyf er hætt, að áhrif þeirra á kynsvörun hafa lítið verið rann- sökuð á vísindalegan hátt, nema þá helst verkun androgen efna, antikólinergískra og antiadrenergra efna. Sömuleiðis þarf að hafa í huga, að verkun lyfja og sjúkdóma, sem hér hefur verið lýst, er ekki algjör, þannig að meðferð á skertri kynsvörun hjá einstaklingum, sem falla í þennan flokk, getur borið árangur. Sálrœnir þættir í shcrtri hynsvörun Einkenni skertrar kynsvörunar eru merki um það, hvernig sársaukafullar tilfinningar og sálarflækjur geta truflað lífeðlisfræðilega starfsemi líkamans. Otal kenningar hafa verið settar fram til skýringar skertri kynsvörun. Meðferð sú, sem lýst verður hér á eftir, styðst við hugmyndir sálkönnuða, atferlis- fræði og tjáskiptafræði. Hægt er að skipta sálræn- um orsökum í þrjá meginflokka: Það eru orsakir, sem eiga sér uppsprettu í ástarathöfninni sjálfri, or- sakir, sem eiga sér lengri aðdraganda hjá einstakl- ingi, og svo vandamál, sem rísa upp í samskiptum þeirra sem eiga hlut að máli. A. Til þess að geta notið kynlífs út í æsar, þá þarf einstaklingurinn að geta gleymt sér í ástarleiknum og gefið sig honum á vald. Má hann því ekki láta truflast af ytri eða innri aðstæðum. Skipta má í und- irþætti þeim þáttum. sem eiga sér upptök í ástar- leiknum sjálfum, og verða þeir hér raktir. 1. Fyrsta atriðið, sem hér ber að nefna, er sú stað- reynd, að furðu mörgum láist að beita samfara- tækni, sem getur leitt til gagnkvæmrar ánægju. Yeld- ur þessu oft vanþekking á kynlífi og þá jafnframt hræðsla eða sektarkennd. sem kemur í veg fyrir, að fólk spyrji eða þreifi sig áfram. Vanþekking á mis- hraðri kynsvörun karla og kvenna, breytingu á kyn- svörun karla með hækkandi aldri og jafnvel van- þekking á eigin líkama og viðbrögðum hans, getur valdið vandamálum. Eitt hugtak framar öðrum hef- ur einnig þvælst fyrir mörgum, en það er trúin á samtímis fullnægingu beggja aðila. Það virðist al- mannatrú, að þetta sé hin eina rétta kynsvörun. Staðreyndin er hins vegar sú, að algengara er, að þetta gerist ekki samtímis. Þó geta báðir aðilar haft mikla ánægju af kynlífinu, en þá þarf að koma til bæði þekking á þörfum beggja og þolinmæði. Þessi vandamál má yfirleitt leysa með fræðslu. Til eru þeir, sem eru haldnir miklum kvíða og sektarkennd þegar um kynlíf er að ræða. Forðast þetta fólk gjarnan allt það, sem gerir kynlíf ánægjulegt, eins og t. d. kynörvandi forleik. Verður kynlífið gjarnan einhæft og vélrænt. Fræðslan ein bætir ekki úr þessu, og er því oft þörf á verulegri meðferð. 2. Kynlífskvíði er til af mörgum orsökum. Hér verður rætt um þær orsakir, sem má rekja til sam- faranna sjálfra. Hræðsla við að mistakast er líklega algengasta orsök vangetu (impótens). Vítahringur getur síðan myndast þannig að hræðslan við að mis- takast veldur síðan því, að samfarirnar mistakast, sem síðan veldur enn meiri kvíða. Hér kemur einnig stundum til, að mótaðili krefst meir en viðkomandi getur gefið, og er þá kominn grundvöllur fyrir sama vítahring. Skylt þessu er það ástand, sem kemur upp þegar einstaklingur gerir miklar kröfur til sjálfs sín í kynlífi, þannig að öll athyglin beinist að viðbrögð- um mótherjans og eigin ánægja verður útundan. 3. Fólk, sem haldið er óöryggi, sömuleiðis fólk, sem er haldið miklum keppnisanda og þörf fyrir full- komnun, fylgist oft grannt með eigin aðgerðum og leggur á þær dóm. Afleiðing þessa í kynlífi verður oft sú, að viðkomandi tekur fyrst og fremst vits- munalegan þátt í ástarleiknum og vanrækir þann til- finningalega, verður áhorfandi, þannig að ánægjan verður miklu minni en ella. Þetta er svipað því og að hugsa eingöngu um protein, fitu og kolvetni þegar maður er að horða vel matreidda nautasteik. 4. Tjáskiptaörðugleikar elskenda draga úr mögu- leikum á góðu, varanlegu kynlífi. Ein af forsendun- um fyrir því að geta notið kynlífs, er að geta rætt eigin þarfir og þarfir hins aðilans opið og fordóma- laust. Hér er oft misbrestur á. Getur það leitt fljótt til meiri háttar vandamála, sem þarfnast ýtarlegrar meðferðar. B. Orsakir með lengri aðdraganda-sálarflækjur. Of langt mál yrði að fara yfir allar sálfræðikenning- ar, sem dregnar hafa verið fram til skýringar kyn- lífsvandamálum. Þær fylla ótal hækur. En flestar kenningar, sem nú er stuðst við, má rekja beint eða óbeint til Freud og þeirra, sem hafa haldið áfram að 8 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.