Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 23
■'t'Lndir. 13, i 4,15 Meðan drepið er að myndast eru jaðrar hins dauða veís mjög viðkvæmir íyrir súrefn- isskorti. Lokastærð drepsins ræðst af jafnvæginu milli blóðflæðis í kransæðum og súrefnisþarfar kjartavöðvans. Flestar dýratilraunir hafa bent til þess að ef bjarga á einhverju af hjartavöðvanum þá verði blóðflæði að aukast aftur til svæðisins innan ó klst. Philips og félagar telja þó að ekki sé rétt að heimfæra þessar tilraunir upp á sjúklinga með krans- seðastíflu. Þeir benda á að allar þessar dýratilraunir eru gerðar á heilbrigðum dýrum en hjarta kransæða- stíflusjúklinga hefur í langflestum tilfellum orðið að þola meira eða minna blóðleysi í langan tíma. Því hafi myndast milliflæði (collateral vessels) oghjarta- vöðvinn þoli því betur blóðleysið.16 3. Hægt er að hafa álirif á lokastœrð dreps- ins.17-20 Þekktir eru ýmsir þættir sem draga úr eða auka lokastærð drepsins ef þeir eru til staðar þegar það er að myndast. Þeim má (gróft) skipta í tvo hópa: A. Þættir sem hafa áhrif á súrefnisþörf hjarta- vöðvans. B. Þættir sem hafa áhrif á blóðflæði til blóðlausa svæðisins. Hvað varðar A-lið þá hafa þeir þættir sem skipta máli t. d. áreynsla, bakþrýstingur (after-load), hjartsláttartíðni o. fl. lengi verið þekktir að því að hafa áhrif á drepstærðina. Eftirlit með þeim er einn af hornsteinum kransæðastíflumeðferðar. En það er einkum B-liður sem við höfum áhuga á í sambandi við bráðar kransæðaaðgerðir. Þeir þættir sem belst eru taldir skipta máli eru:16 L Tíminn sem blóðleysið stendur. 2. Stærð hinnar lokuðu æðar. 3. Hve mikið æðin er þrengd. 4. Hve mikið milliflæði (adequacy of collaterals). Það er einkum fyrsta atriðið sem kransæðaaðgerð- irnar hafa áhrif á þ. e. að endurnýja blóðflæðið til svæðisins áður en drepið er fullmyndað. Hin atrið- m skipta máli í sambandi við hve stórt drepið verð- ur á þeim tíma sem líður frá því að blóðflæðið stöðvast þar til endurflæði hefst. Auk kransæðaaðgerða hefur svokölluð „intraa- ortic balloon pump“ verið notuð til þess að reyna að auka blóðflæðið um kransæðarnar. „Pumpan“ er stundum notuð sem fyrsta meðferð þar til sjúkl- ingurinn kemst í aðgerð.16"21 Þó meinafræðilegarrannsóknir hafi sýnt fram á að endurflæði til hins blóðlausa svæðis stöðvar þróun drepsins í langflestum tilfellum, þá hefur einnig komið í Ijós að viss hætta er á blæðingum í hjarta- vöðvann.22’24 Þetta kemur nær eingöngu fyrir ef endurflæðið er gert of seint, þ. e. eftir að drepið er fullmyndað. Slík blæðing leiðir til mikillar stækk- unar drepsins. Þó þessi hætta sé lítil er hún þó fyrir hendi og ein af hættunum við bráðar kransæðaað- gerðir. Aðgerðin Bráð kransæðaaðgerð er framkvæmd í öllum meg- inatriðum nákvæmlega eins og um áformaða aðgerð væri að ræða.16’25,26 Að aflokinni skoðun og minniháttar rannsóknum (hvatamælingar, EKG o. s. frv.), er sjúklingurinn sendur í meiriháttar rann- sóknir svo sem blóðfallsmælingar, „ventriculografiu“ o. fk Lokarannsóknin er kransæðamyndataka og jiaðan fer sjúklingurinn beint inn á skurðstofu, hafi aðgerð verið ákveðin. Margir senda sjúklinginn beint í kransæðamyndatöku eftir að bráð kransæða- stífla hefur verið staðfest (klinik, hvatamælingar, EFG), til þess að spara tíma. Sem fyrr segir er aðgerðin að engu leyti frábrugð- in öðrum kransæðaaðgerðum. Notkun hjartalamandi lausna, hjartakæling, tegund hjarta-lungnavélar o. fl. tæknileg atriði sem menn greinir á um, er í samræmi við það sem tíðkast á viðkomandi sjúkrahúsi. Not- aðir eru v. saþhena magna eða a. mammaria interna æðabútar og settir eins margir bútar (graftar) og þurfa þykir. Sumir reyna að taka blóðköggulinn úr stífluðu æðinni. Meðferð eftir aðgerðina er einung- is frábrugðin að því leyti að sjúklingunum er hald- ið í rúminu þar til hvatar í blóði (CPK-MB) hafa lækkað aftur. Dvalartími á sjúkrahúsi er því heldur lengri en ella eða 16 dagar að meðaltali. Arantfur Helstu athuganir sem gerðar hafa verið eru frá 1979: S. J. Philips og félagar 75 sjúklingar16 og M. DeWood og félagar 187 sjúklingar.25 Könnun Phil- læknaneminn 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.