Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 29

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 29
inn nú fluttur strax á sjúkrahús. Ef svo er ekki og flutningur dregst þarf að koma hinum slasaða í ör- uggt skjól því að við það veðurfar sem hér ríkir geta menn króknað á skömmum tíma, jafnvel um sumar, séu þeir ekki varðir fyrir vindi og úrkomu. Nú er reynt að stilla sársauka eins og kostur er. Aður er minnst á, að notkun á spelkum við útlima- hrot minnki sársauka. Notkun staðdeyfilyfja við meðferð á slysstað er takmörkuð og fer eftir æfingu viðkomandi læknis. Þó er tiltölulega einfalt að gera intercostal deyfingu þegar mörg rif hafa brotnað. Einnig væri hugsanlegt að gera leiðsludeyfingar á útlimum. Morfín og skyld lyf eru mjög gagnleg til þess að stilla sársauka á slysstað. Gefa skal þau í æð þegar um mikið slys er að ræða tif þess að vera viss um að þau hafi tilætluð áhrif en ætíð skal gefa þau í litlum skömmtum í einu og bíða þangað til tilætluð verkun hefur átt sér stað. Díazepam er ekki sársaukastillandi lyf en hefur mjög góða róandi verkun og er ágætt til notkunar þegar um órólega sjúklinga er að ræða og er þá gef- ið hægt í æð. Ketamín er stuttverkandi svæfingalyf sem nota má bæði með inndælingu í vöðva og æð. í litlum skömmtum verkar það sársaukastillandi en einnig virðist það ákjósanlegt ef svæfa þyrfti hinn slas- aða svo sem þegar menn klemmast illa í bílslysum eða á annan hátt eða ef gera þyrfti aflimun. Bar- bitursýrulyf mætti líka nota en meiri hætta er á því að magainnihald renni ofan í lungu þar sem reflex- ar í koki slævast meira en við notkun ketamíns. Glaðloft hefur mjög góð verkjastillandi áhrif og er mikið notað í helmingsblöndu með súrefni t. d. við fæðingar. I Bretlandi hefur glaðlofti og súrefni verið blandað í sama geymi og kallast blandan En- tonox. Þessi blanda er nú notuð í flestum sjúkrabíl- um þar í landi og þykir hafa gefist mjög vel og má nota það hjá flestum slösuðum nema þegar um er að ræða höfuðslys, lélega meðvitund eða loftbrjóst. Súrefnið í blöndunni hefur einnig góð áhrif á sjúkl- inga með vasoconstriction og lágt hjartaútfall. Þyk- ir það einnig hafa gefist vel við flutning sjúklinga með kransæðastíflu. Virðist full ástæða til að þessi blanda verði tekin í notkun hér á landi í sambandi við meðferð og flutning slasaðra og bráðveikra. Er þessu hér með komið á framfæri við viðkomandi að- ila. Reynt er að undirbúa flutning hins slasaða sem vandlegast, sérlega ef um langan veg er að fara, því að þrengsli eru mikil í mörgum sjúkrabílum og sjúkraflugvélum. Setja skal vökva upp hjá hinum slasaða og lagfæra ástand blóðrásarkerfis eins og hægt er. Súrefni er notað eftir því sem aðstæður gefa tilefni til. Reynt er að láta hinn slasaða losna við þvag og hafa hægðir áður en lagt er af stað. Við alvarleg höfuðslys þarf að setja niður barkaslöngu ef liægt er og hinn slasaði hyperventileraður til þess að minnka þrýsting í höfuðkúpu. Áður hefur verið minnst á nauðsyn þess að halda hinum slasaða þurr- um og heitum. nÓPSLYS Viðbúnaður og aðgerðir vegna hópslysa er efni í sérstaka grein en hér verður aðeins minnst á örfá aðalatriði. Erfitt getur verið að skilgreina hvað sé hópslys oghafa sumir miðað við ákveðinn fjölda manna sem slasast, en oftast er skilgreiningin sú að hópslys sé þegar hinn venjulegi viðbúnaður á hverjum stað nægir ekki til þess að leysa vandann. Hér á landi eru víða til áætlanir hvernig skuli bregðast við vegna meiriháttar slysa og náttúruham- fara og er slíkt skipulag á vegum Almannavarna rík- isins. Þá hafa flest sjúkrahús sínar eigin neyðar- áætlanir. Þegar um hópslys er að ræða er það lögregla á hverjum stað sem hefur með yfirstjórn að gera. Þeg- ar læknir kemur á vettvang ætti hann að segja til sín strax, þannig að sem best samstarf takist með honum og þeim sem stjórnar aðgerðum. Gera má ráð fyrir að við slíkar aðstæður séu björgunarsveitir komnar á vettvang. Meðlimir þeirra hafa flestir feng- ið þjálfun í fyrstu hjálp og sjúkraflutningum og gegna því mikilvægum störfum á slysstað. Hlutverk læknisins er að vera þeim og stjórnanda til ráðu- neytis og stuðnings. Idann þarf að gera sér grein fyr- ir fjölda hinna slösuðu og hvers eðlis áverkamir eru. Hann veitir einnig fyrstu hjálp eftir því sem hann getur við komið. Hann reynir að komast í talsam- band við sjúkrahús sem fyrst til að gefa upplýsingar LÆKNANEMINN 27

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.