Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 34
legt væri að hafa til hliðsjónar við rannsóknir á
þessum mannasjúkdómi. Að rannsóknum jressum
hefur verið unnið í hópsamvinnu vísindamanna við
tilraunastöðina og bandarískra rannsóknamanna
undir forystu Neal Nathanson, prófessors við Penn-
sylvaníuháskóla. Af hálfu tilraunastöðvarinnar hafa
einkum annast þessar rannsóknir Guðmundur Ge-
orgsson, Páll A. Pálsson og undirritaður. Til þeirra
hafa National Institutes of Health í Bandaríkjunum
veitt aliríilegan fjárstyrk undanfarin 7 ár.
Veiran, sem veldur hinni svokölluðu þurramæði,
er náskyld visnuveiru og fóru fram á árunum 1976-
1979 alíumfangsmiklar samnorrænar rannsóknir á
mæðiveiki, með þátttöku íslenskra vísindamanna.
Til þeirra rannsókna fékkst fé frá rannsóknaráðum
í Noregi og Danmörku, enda var talið eðlilegt að Is-
lendingar fengju til þeirra nokkurn styrk þar sem
Jjáttaka Jreirra í rannsóknuimm var einkum hugsuð
til hagsbóta fyrir hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem
eiga við Jiennan sjúkdóm að stríða enn Jiann dag í
dag, en sem kunnugt er hefur mæðiveiki ekki fund-
ist í sauðfé á Islandi síðan 1965. Rannsóknirnar á
Íslandi hafa einkum miðað að Jiví að reyna að finna
bóluefni við mæðiveiki í náinni samvinnu við dansk-
an vísindamann, dr. Rikke Hoff-Jprgensen við
Statens Veterinære Serumlaboratorium í Kaup-
mannahöfn. Enn hefur þó ekki orðið verulegur ár-
angur af Jiessum bóluefnisrannsóknum.
A seinni árum hefur hinn dularfulli sauðfjársjúk-
dómur riða breiðst víða út um landið án þess að vit-
að sé með hverjum hætti Jiað hefur skeð. Riðunni er
talin valda einhvers konar veira, sem þó er með þeim
fádæmum að hún Jiolir suðu og jafnvel 10% forma-
lín og er um margt hin mesta líffræðilega ráðgáta.
Að rannsóknum á riðu vinna ýmsir ágætir vísinda-
menn víða um heim og miðar hægt. Framlag Islend-
inga til þessara rannsókna hefur að vonum verið
fremur lítið, en Jió eru hér fyrir hendi faraldsfræði-
legar aðstæður, sem talið er að megi nýta til aukins
skilnings á eðli og útbreiðsluháttum þessa sjúk-
dóms. Erum við að reyna að notfæra okkur Jiessar
sérstöku aðstæður hérlendis við athuganir á riðu.
Þess má geta að til eru fágætir sjúkdómar í mönn-
um, sem líkjast mjög riðu í sauðfé án Jiess að vitað
sé um bein tengsl þar á miili. Einn þeirra er kuru,
heilasjúkdómur í mönnum á Nýju-Gíneu. Carleton
Gajducek fékk Nóbelsverðlaunin árið 1976 fyrir að
sýna fram á að kuru væri smitsjúkdómur með því að
ilytja hann yfir í apa. Þess má geta að Gajducek
hafði heimsótt Keldur og þekkti til rannsókna hér á
Islandi á hæggengum smitsjúkdómum. Voru margir
þeirrar skoðunar, þegar hann fékk Nóbelsverðlaun-
in fyrir rannsóknir sínar á sviði hæggengra veiru-
sýkinga, að ekki hefði þá verið gengið fram hjá Birni
Sigurðssyni ef honum hefði enst aldur að lifa þann
dag.
Fleiri sýklar en veirur hafa verið viðfangsefni
starfsmanna tilraunastöðvarinnar. I gangi eru stöð-
ugt rannsóknir á garnaveiki og hafa undanfarin ár
farið fram athuganir á vaka úr sýktri slímhúð, sem
löngum hefur verið notaður við komplementbind-
ingspróf til greiningar á þessum sjúkdómi á Keldum.
Þá má einnig nefna rannsóknir á listeriosis eða svo-
kallaðri Hvanneyrarveiki í sauðfé, en Páll A. Pálsson
var einn hinna fyrstu sem benti á tengsl Jiessa sjúk-
dóms við illa verkað súrhey. Mycoplasma ovi-
pneumoniae hefur á síðustu árum verið ræktuð á
Keldum úr sauðfé og tengd sérstökum sjúkdómi í
lömbum, sem nefndur hefur verið kregðulungna-
bólga.
Ymis konar efnaskiptasjúkdómar og snefilefna-
skortur hefur löngum verið viðfangsefni vísinda-
manna á Keldum. Nutum við þar lengi vel ágætra
starfa Halldórs Grímssonar efnafræðings, en hann
sýndi ásamt Páli A. Pálssyni fram á að koparskortur
lægi til grundvallar fjöruskjögri í lömbum. Síðar
komu til sögunnar Þorsteinn Þorsteinsson og Baldur
Símonarson auk annarra. Tilraunastöðin hefur nú
komið sér upp sæmilega afkastamiklum tækjum til
ýmis konar efnamælinga og blóðrannsókna, m. a.
atomic absorption spectrophotometer og sjálfvirkum
efnamælum til mælinga á ýmsum þáttum í blóði.
Rannsóknir á heilsufari nautgripa, sem miklar
kröfur eru gerðir til hér á landi um afurðasemi svo
sem víða annars staðar, hafa á margan Iiátt reynst
gagnlegar íslenskum bændum og hafa leitt í ljós
marga þá vankanta á fóðrun og atlæti sem bæta
verður, ef takast á að reka nýtískulegan landbúnað
á þessu sviði. Meðal þeirra sjúkdóma í nautgripum
sem fundisl hafa eru magnesíumskortur, koparskort-
ur, ofnotkun D-vítamíns í lækningaskyni, eitranir af
völdum thallíums og fleira mætti þar rekja. Baldur
32
LÆKNANEMINN