Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 35

Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 35
Símonarson lífefnafræðingur hefur einkum snúið sér að enzymmælingum og má þar tii nefna glútathíon- peroxídasa, sem tengist selenbúskap dýra. Hafa ein- mitt á síðustu árum verið teknar upp selenmælingar á tilraunastöðinni og hefur Guðný Eiríksdóttir líf- efnafræðingur annast þær. Baldur hefur einnig rann- sakað pepsínogen í blóði og unnið að endurbótum á mælingu þess, en slíkar mælingar koma að góðu gagni til þess að sýna fram á sníkjudýrasmit í sauð- fé. Sníkjudýr eru víðast hvar mikið vandamál í hús- dýrahaldi, ekki síst hjá búfé sem haldið er tii beitar í þröngum högum. Hófust rannsóknir á sníkjudýr- um sauðfjár á Rannsóknastofu Háskólans undir for- ystu Níelsar P. Dungals. Guðmundur Gíslason læknir hélt slíkum rannsóknum áfram á Keldum og j ók þar við. Síðan hafa farið fram á Keldum allmiklar rann- sóknir á sníkjudýrum sauðfjár, nautgripa og hrossa, undir stjóm Sigurðar H. Richter sníkjudýrafræð- ings, sem annast einnig greiningar sníkjudýra í mönnum. Tekist hefur að sýna fram á ýmis konar vanþrif í húsdýrum tengd sníkjudýrum, og rann- sóknirnar miðast að því að finna leiðir til þess að hindra að sníkjudýrasmit magnist svo, að það valdi verulegu afurðatjóni. Þess er áður getið að tilraunastöðin var lengi vel eina rannsóknastofa landsins með aðstöðu til veiru- rannsókna. Þess vegna voru margvíslegar athuganir á veirusóttum í mönnum framkvæmdar á tilrauna- stöðinni. Af þeim sjúkdómum sem helst voru rann- sakaðir í mönnum má nefna mænusótt, inflúensu, mislinga, heilahimnubólgu af völdum svokallaðrar Echoveiru, hvotsótt o. fl. Arið 1957 gekk yfir heim- inn landfarsótt af inflúensu, svokölluð Asíuinflú- ensa. Þá þótti vissara að framleiða bóluefni gegn þeim sjúkdómi, áður en hann bærist til landsins og var fenginn til þess veirustofn að utan. Þótt ekki væri á tilraunastöðinni framleitt mikið magn af þessu bóluefni, sýndi þetta hvað hægt var að gera og bóluefnið reyndist síst verr en önnur sambærileg bóluefni gegn inflúensu, sem þá voru framleidd í heiminum. Júlíus Sigurjónsson prófessor kom Birni Sigurðssyni til aðstoðar við þessa bóluefnisfram- leiðslu. Á tilraunastöðinni hefur verið reynt að taka upp Rannsóknir á fiskseiðum. rannsóknir á nýjum viðfangsefnum eftir því sem þörf hefur krafist í landinu. Þannig hefur undanfar- in ár starfað á Keldum fisksjúkdómafræðingur, dr. Sigurður Helgason, en hann hefur kannað hvaða heilbrigðisvandamál við er að etja í fiskeldi hérlend- is og rannsakað þá sýklasjúkdóma sem hér hafa helst valdið tjóni, svo sem smitandi nýrnaveiki í lax- fiskum o. fl. Árið 1978 eignaðist tilraunastöðin lax- eldisstöð, sem áður var í eigu einkaaðila, en hafði verið staðsett í landi Keldna við Grafarlæk. Þar hafði Snorri Hallgrímsson prófessor unnið braut- ryðjendastarf á sínum tíma ásamt félögum sínum að fiskeldismálum. Eftir að tilraunastöðin eignaðist þessa stöð, hefur skapast þar aðstaða til þess að gera tilraunir á fisksjúkdómasviði. Mætti einnig hugsa sér, að þá aðstöðu væri hægt að nýta við rannsókn- ir í ferskvatnslíffræði við líffræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar háskólans. Meinafræðirannsóknir á Keldum efldust mjög með tilkomu vel menntaðs sérfræðings á því sviði, Guð- mundar Georgssonar dr. med., sem nú nýlega var skipaður prófessor í vefjafræði við háskólann. Guð- mundur hefur m. a. beitt mikið rafeindasmásjárrann- sóknum við athuganir á vefj askemmdum og raunar verið brautryðjandi á því sviði hérlendis. Þær rann- sóknir hafa einkum beinst að meingerð visnu, sem fyrr getur, og miðað að því að upplýsa ákveðna þætti í sjúkdómsmyndinni ,einkum með tilliti til afmýl- ingar. Er það reyndar eitt hið áhugaverðasta við visnurannsóknirnar vegna hugsanlegra hliðstæðna. við sclerosis disseminata. læknaneminn 33

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.