Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 38

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 38
stöðin hefur getað aflað sér með bóluefnisfram- leiðslu og þeirra erlendu styrkja, sem hún hefur notið, hefði lítið orðið úr vísindastarfi á stofnun- inni þessi ár sem hún hefur starfað. Engin þau teikn eru nú á lofti sem túlka megi svo, að veruleg breyt- ing verði á afstöðu yfirvalda til eflingar vísinda- starfsemi í landinu. Vaknar þá sú spurning hvort ekki sé hægt að efla eigin tekjuöflun tilraunastöðvar- innar, þó að ljóst sé að orkað getur tvímælis að rannsóknastofur séu reknar með tekjuöflunarsjónar- mið í huga. Hugsanlega mætti ella rannsóknastarf- semi tilraunastöðvarinnar með því að koma á fót í tengslum við hana sérstakri stofnun, eða deild sem annaðist framleiðslu á ýmis konar lífrænum próf- efnum, sem mikið eru notuð á rannsóknastofum til sjúkdómsgreininga. Hef ég þar ekki síst í huga alls kyns ónæmisefni, sem notuð eru á rannsóknastofum heilhrigðisþjónustunnar. Kosturinn við slíka starf- semi er sá, að stofnkostnaður er tiltölulega lítill en hún myndi geta veitt ýmsum háskóhunenntuðum mönnum vinnu. Við slíka framleiðslu þyrfti á mörg- um tilraunadýrum að halda og gæfist þar mögu- leiki til þess að efla verulega tilraunadýraeldi hér- lendis. Tilraunastöðin hefur reynt að sinna þörfum þeirra, sem hafa þurft að nota tilraunadýr við rann- sóknir hérlendis, en þó af miklum vanefnum. Komi til þess að framhaldsmenntun lækna færist meira inn í landið, eins og reiknað hefur verið með, má ætla að nýta mætti aðstæður á tilraunastöðinni og það sérmenntaða starfslið, sem þar er að finna. Þyrfti að koma upp við stofnunina námsstöðum til skamms tíma, sem nota mætti fyrir lækna í fram- haldsnámi, eða unga vísindamenn til tímabundinnar ráðningar. Þann skugga hefur borið á framtíðarhorfur til- raunastöðvarinnar nú um nokkurra ára skeið, að yfirvöld Reykjavíkurhorgar virðast ekki hafa þann skilning á mikilvægi starfseminnar á Keldum, sem æskilegur væri. Hefur þvert á móti verið látið að því liggja, að Reykjavíkurborg þurfi að ná undir sig verulegum hluta þess landrýmis, sem tilraunastöðin hefur yfir að ráða. Með góðri aðstoð forystumanna læknadeildar, samtaka bænda og að sjálfsögðu menntamálaráðuneytisins hefur enn lekist að halda velli í þeirri varnarharáttu, sem háð hefur verið. Er að vísu fullur vilji af hálfu forsvarsmanna tilrauna- stöðvarinnar að koma til móts við óskir og þarfir borgarmanna um heppileg landsvæði til íbúðabygg- inga, en ekki hefur þótt fært að fallast á þær tillögur um stórfellda skerðingu Keldnalands, sem horgar- menn virðast hafa haft á oddinum. Er vonandi, að farsæl lausn finnist á skipulagsmálum á landsvæði Keldna. Ljóst er að landrými verður að vera gott vegna eðlis þeirrar starfsemi, sem fram fer á til- raunastöðinni og möguleika hennar til þróunar í framtíðinni. Framsýni þeirra, sem völdu tilrauna- stöðinni stað, má ekki verða að engu vegna þröng- sýnna sjónarmiða, sem eingöngu virðast mæla nota- gildi lands með þeirri mælistiku, hversu mörgum íbúðum megi koma þar fyrir. Það er ekki mál til- raunastöðvarinnar einnar hvernig fer urn ráðstöfun landsins á Keldum heldur er það einnig mál lækna- deildar og háskólans alls og raunar geta framtíðar- möguleikar þróunar rannsóknastarfsemi í landinu verið talsvert undir því komnir, hvernig til tekst um þetta mál. 36 LÆ KNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.