Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Side 39

Læknaneminn - 01.03.1981, Side 39
Hœgfara blóðsýking af völdum meningokokka . Sjúkrasögur tvíburasystkina Kristín E. Jónsdóttir læknir, Björn Árdal barnalæknir og Arinbjörn Kolbeinsson yfirlæknir Inngangur Meningokokkasýkingar geta ])irst í mismunandi formum: 1) Heilahimnubólga. 2) Bráð blóðsýking (sepsis) með eða án heila- himnubólgu. 3) Hægfara blóðsýking (meningococcemia). 4) Sýkingar annars staðar en í blóði og heila- himnum. Tvö fyrsttöldu formin eru vel þekkt og mikiö hef- ur verið um þau ritað. Hin tvö formin greinast rniklu sjaldnar, a. m. k. nú orðiö, og fremur lítið hefur verið um þau fjallað í læknarilum á undanförnum áratugum. Framan af þessari öld birtust hins vegar margar greinar um hægfara blóðsýkingu af völdum meningokokka og sýkinga af þeirra völdum, t. d. í liðum var þá oft getið. Trúlegt er, að þessi sjúk- dómsform hafi oröið fátíðari eftir tilkomu sýkla- lyfja. Fy rir nokkrum árum birtist í Læknaneman- um frásögn um liösýkingu af vöklum meningokokka hjá telpu með bráða blóðsýkingu.4 Að öðru leyti hefur lítið verið fjallað um þessi sjaldgæfari sjúk- dómsform meningokokka í íslenskum læknatímarit- um. Eftirfarandi sjúkrasögur eru því birtar til að vekja athygli á þeim. Sjúhrasiigur I Rúmlega 2ja ára drengur var lagður inn á Barna- spítala Hringsins í maí 1979. Tæpum 2 sólarhring- um fyrir innlögn fékk drengurinn 41° C hita og var vælinn. Síðar var tekið eftir útbrotum og hann liætti að vilja stíga í fæturna. Daginn sem drengurinn lagðist inn, kom hann á göngudeild til eftirlits vegna astma. Hann var þá orðinn hress og hitalaus, en reyndist vera með maculo-papuler útbrot. Hann fékkst ekki lil að ganga. Blóðrannsóknir sýndu 12800 hvít blóðkorn með vinstri hneigð í deilitalningu, sökk 37 mm/klst. og blóðflögur 248 þús. Drengurinn var lagður inn samdægurs til frekari athugunar. Við skoðun á deildinni var hann kominn með 39° C hita og orðinn veikindalegur. Á hörundi hans voru út- brotaskellur bæði á kroppi og útlimum, lítið á and- liti. Voru þetta maculo-papuler útbrot, sem fölnuðu við þrýsting, en í nokkrum þeirra voru örlitlar blæð- ingar. Drengurinn hélt hægra hné aðeins beygðu og var greinilega aumur við hreyfingar á því, húð yfir liðnum var heit og ummál hægra hnés ^ cm meira en þess vinstra. Stungið var á hægra hné og kom út gruggugur vökvi. Rannsóknir á vökvanum sýndu 60.000X10° hv. blk., deilitalning á þeim sýndi 59 kleyfkirnd, 36 stafkirnd og 5 mononuclear frumur. Sykur í vökvanum mældist 40 mg%, samtímis blóð- sykurmæling var ekki gerð. Liðvökvinn, blóð og strok frá útbrotum var sent í bakteríurannsókn. Við smásjárskoðun á gramlituðu stroki úr liðvökvanum sást mikið af hvítum blóðkornum, en engar bakter- íur. Eftir 2 daga ræktuðust úr honum gramneikvæð- ir diplokokkar, sem reyndust vera meningokokkar af flokki B, ónæmir fyrir súlfalyfjum. Ekkert rækt- aðist úr blóði eða útbrotastroki. Hálsstrok var tekið daginn eftir innlögn og sent í ræktun. Úr því ræktuð- ust ekki meningokokkar, en þess ber að geta, að sýninu var ekki sáð á séræti til leitar að meningo- kokkum, þar eð ekki lá þá fyrir grunur um meningo- kokkasýkingu. Magn immunglobulina í blóði drengs- ins mældist eðlilegt og athugun á komplementþátt- um leiddi ekkert óeðlilegt í Ijós.* Sjúkdómsgreiningar við innlögn voru: Liðbólga af óþekktum uppruna, sennilega sýktur liður, mögu- lega Still’s sjúkdómur. Henoch Schönlein syndrom var hugleitt, þó að dreifing útbrota þætti ekki benda 37 læknaneminn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.