Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 39
Hœgfara blóðsýking af völdum meningokokka . Sjúkrasögur tvíburasystkina Kristín E. Jónsdóttir læknir, Björn Árdal barnalæknir og Arinbjörn Kolbeinsson yfirlæknir Inngangur Meningokokkasýkingar geta ])irst í mismunandi formum: 1) Heilahimnubólga. 2) Bráð blóðsýking (sepsis) með eða án heila- himnubólgu. 3) Hægfara blóðsýking (meningococcemia). 4) Sýkingar annars staðar en í blóði og heila- himnum. Tvö fyrsttöldu formin eru vel þekkt og mikiö hef- ur verið um þau ritað. Hin tvö formin greinast rniklu sjaldnar, a. m. k. nú orðiö, og fremur lítið hefur verið um þau fjallað í læknarilum á undanförnum áratugum. Framan af þessari öld birtust hins vegar margar greinar um hægfara blóðsýkingu af völdum meningokokka og sýkinga af þeirra völdum, t. d. í liðum var þá oft getið. Trúlegt er, að þessi sjúk- dómsform hafi oröið fátíðari eftir tilkomu sýkla- lyfja. Fy rir nokkrum árum birtist í Læknaneman- um frásögn um liösýkingu af vöklum meningokokka hjá telpu með bráða blóðsýkingu.4 Að öðru leyti hefur lítið verið fjallað um þessi sjaldgæfari sjúk- dómsform meningokokka í íslenskum læknatímarit- um. Eftirfarandi sjúkrasögur eru því birtar til að vekja athygli á þeim. Sjúhrasiigur I Rúmlega 2ja ára drengur var lagður inn á Barna- spítala Hringsins í maí 1979. Tæpum 2 sólarhring- um fyrir innlögn fékk drengurinn 41° C hita og var vælinn. Síðar var tekið eftir útbrotum og hann liætti að vilja stíga í fæturna. Daginn sem drengurinn lagðist inn, kom hann á göngudeild til eftirlits vegna astma. Hann var þá orðinn hress og hitalaus, en reyndist vera með maculo-papuler útbrot. Hann fékkst ekki lil að ganga. Blóðrannsóknir sýndu 12800 hvít blóðkorn með vinstri hneigð í deilitalningu, sökk 37 mm/klst. og blóðflögur 248 þús. Drengurinn var lagður inn samdægurs til frekari athugunar. Við skoðun á deildinni var hann kominn með 39° C hita og orðinn veikindalegur. Á hörundi hans voru út- brotaskellur bæði á kroppi og útlimum, lítið á and- liti. Voru þetta maculo-papuler útbrot, sem fölnuðu við þrýsting, en í nokkrum þeirra voru örlitlar blæð- ingar. Drengurinn hélt hægra hné aðeins beygðu og var greinilega aumur við hreyfingar á því, húð yfir liðnum var heit og ummál hægra hnés ^ cm meira en þess vinstra. Stungið var á hægra hné og kom út gruggugur vökvi. Rannsóknir á vökvanum sýndu 60.000X10° hv. blk., deilitalning á þeim sýndi 59 kleyfkirnd, 36 stafkirnd og 5 mononuclear frumur. Sykur í vökvanum mældist 40 mg%, samtímis blóð- sykurmæling var ekki gerð. Liðvökvinn, blóð og strok frá útbrotum var sent í bakteríurannsókn. Við smásjárskoðun á gramlituðu stroki úr liðvökvanum sást mikið af hvítum blóðkornum, en engar bakter- íur. Eftir 2 daga ræktuðust úr honum gramneikvæð- ir diplokokkar, sem reyndust vera meningokokkar af flokki B, ónæmir fyrir súlfalyfjum. Ekkert rækt- aðist úr blóði eða útbrotastroki. Hálsstrok var tekið daginn eftir innlögn og sent í ræktun. Úr því ræktuð- ust ekki meningokokkar, en þess ber að geta, að sýninu var ekki sáð á séræti til leitar að meningo- kokkum, þar eð ekki lá þá fyrir grunur um meningo- kokkasýkingu. Magn immunglobulina í blóði drengs- ins mældist eðlilegt og athugun á komplementþátt- um leiddi ekkert óeðlilegt í Ijós.* Sjúkdómsgreiningar við innlögn voru: Liðbólga af óþekktum uppruna, sennilega sýktur liður, mögu- lega Still’s sjúkdómur. Henoch Schönlein syndrom var hugleitt, þó að dreifing útbrota þætti ekki benda 37 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.