Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 42

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 42
kokkamótefni í blóði myndu einnig styðja sjúk- dómsgreininguna. Meðferð á hægfara blóðsýkingu af völdum men- ingokokka er sú sama og á þeirri bráðu, stórir skammtar af penicillini í æð í allt að 10 daga. Meningokokkasýkingar annars staðar en í blóði og heilahimnum Aðalsmitleið meningokokka er talin vera með úða- smiti úr vitum sýklaberans inn í háls og nefkok þess, sem tekur við smitinu. 1 nefkoki setjast þeir að og þaðan brjótast þeir stundum inn í blóð og úr verð- ur ýmist það sjúkdómsfyrirbæri, sem lýst er hér að framan eða bráð blóðsýking. Talið er, að heila- himnubólga sé oftast blóðborin, sömuleiðis liðsýk- ing, sem þegar hefur verið gerð skil hér að framan. Skýrt hefur verið frá blóðborinni meningokokka- sýkingu í hjartavöðva, hjartaþeli, gollurshúsi, augn- vefjum (opthalmitis) og innri kynfærum.7'14,20 Lungnabólga af völdum meningokokka er einnig þekkt.7 Onnur smitleið meningokokka er snertismit. Þá leið geta þeir borist bæði í augu og kynfæri, líkt og gonokokkar. Slímhúðarbólga í augum var vel þekkt í meningokokkafaraldri síðari heimsstyrjaldarinn- ar.7 I sjúkrasögu stúlkunnar hér að framan kemur fram, að hún hafði meningokokkasýkingu í fæðing- arvegi. Nokkrar greinar hafa birst um slíkar sýking- ar hjá stúlkubörnum (vulvo-vaginitis).6'° Sennilega er þá oftast um sjálfssýkingu að ræða, þ. e. að barnið beri sýklana úr vitum sér með fingrum í kynfæri. Þessar sýkingar virðast vera meinlitlar og geta horf- ið án sýklalyfjameðferðar. Meningokokkasýkingum í kynfærum eru annars gerð nánari skil í grein hér á eftir. Meningokokkaberar og smit innan fjölskyldu Best er að taka strok af afturvegg koks til að at- huga, hvort einstaklingur sé meningokokkaberi, þar sem sýklamir hafast aðallega við í nefkoki eins og fyrr getur. Hjá litlum börnum er heppilegt að fara með fínan vírpinna gegnum nös aftur í nefkokið. Nauðsynlegt er að taka fram á beiðnaseðli, að leitað skuli að meningokokkum. Þegar fyrir síðustu aldamót fundu menn meningo- kokka í hálsi heilbrigðra.7 Margar athuganir hafa 40 verið gerðar á útbreiðslu meningokokka meðal heil- brigðra hermanna, en færri á dreifingu þeirra meðal almennings. Þessar athuganir hafa sýnt, að það er ekki endilega beint samband á milli fjölda meningo- kokkabera í hópi fólks og þess, að faraldur meningo- kokkasjúkdóms brjótist út. M. ö. o. faraldur getur gengið í hópi fólks, þó að berar séu fáir og berahlut- fall getur verið hátt án þess að faraldur verði, gagn- stætt því sem haldið var framan af öldinni.8 Enn- fremur hefur fundist, að fullorðnir karlmenn verða oftar meningokokkaberar en konur, og börn verða það sjaldnar en fullorðnir. Ein rannsókn á tíðni þess að verða meningokokkaberi náði yfir 239 einstakl- inga í 41 fjölskyldu, sem hálsstrok voru tekin úr á 2ja mánaða fresti i 32 mánuði. I ljós kom, að karl- menn úr hópnum urðu berar 10 sinnum örar en kon- ur og 20 sinnum örar en börn. Meðal barna varð beratíðnin aldrei hærri en 8% en meðal karlmanna var hún 19—33%. Ef einhver í fjölskyldu varð beri, gátu þó hinir meðlimirnir orðið berar nokkurn veg- inn jafnört, hvort sem um karlmenn, konur eða börn var að ræða. Enginn úr hópnum fékk meningokokka- sjúkdóm á athugunartímabilinu. Berar höfðu sýkil- inn í langan tíma, að meðaltali 9,6 mánuði.11 Af framanskráðu ætti að mega draga þær álykt- anir, að feður komi oftar með meningokokka inn í fjölskyldur en mæður og börn, ennfremur að börn smitist oftar af fullorðnum en hvert af öðru. í því sambandi má benda á, að fátítt er, að meningokokka- sjúkdómur komi fyrir í fleiri en einum einstaklingi á skömmum tíma á barnaheimilum og í leikskólum. Hins vegar er ekki mjög fátítt að fleiri en eitt til- felli af meningokokkasjúkdómi komi fyrir í sömu fjölskyldu. I yfirlitum um faraldra er þessi tíðni tal- in vera 2,5-3,6%.7,10 Um 75% af öðru tilfelli koma innan 10 daga frá því að fyrsti sjúklingurinn veikist. Sú fjölskylda, sem skýrt er frá hér að framan, fellur inn í þetta mynstur: Faðirinn er meningokokkaberi, seinna barnið lagðist inn 9 dögum síðan en það fyrra. Til eru dæmi um 3—4 tilfelli innan fjölskyldu eða skyldmennahóps með lengra tímabili á milli.10 Sýklalyf til að útrýma meningokokkum úr hálsi Fá sýklalyf hafa reynst vel til að losa bera við meningokokka úr slímbúð nefkoks. Til að það tak- ist þarf lyfið að: LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.