Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 42

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 42
kokkamótefni í blóði myndu einnig styðja sjúk- dómsgreininguna. Meðferð á hægfara blóðsýkingu af völdum men- ingokokka er sú sama og á þeirri bráðu, stórir skammtar af penicillini í æð í allt að 10 daga. Meningokokkasýkingar annars staðar en í blóði og heilahimnum Aðalsmitleið meningokokka er talin vera með úða- smiti úr vitum sýklaberans inn í háls og nefkok þess, sem tekur við smitinu. 1 nefkoki setjast þeir að og þaðan brjótast þeir stundum inn í blóð og úr verð- ur ýmist það sjúkdómsfyrirbæri, sem lýst er hér að framan eða bráð blóðsýking. Talið er, að heila- himnubólga sé oftast blóðborin, sömuleiðis liðsýk- ing, sem þegar hefur verið gerð skil hér að framan. Skýrt hefur verið frá blóðborinni meningokokka- sýkingu í hjartavöðva, hjartaþeli, gollurshúsi, augn- vefjum (opthalmitis) og innri kynfærum.7'14,20 Lungnabólga af völdum meningokokka er einnig þekkt.7 Onnur smitleið meningokokka er snertismit. Þá leið geta þeir borist bæði í augu og kynfæri, líkt og gonokokkar. Slímhúðarbólga í augum var vel þekkt í meningokokkafaraldri síðari heimsstyrjaldarinn- ar.7 I sjúkrasögu stúlkunnar hér að framan kemur fram, að hún hafði meningokokkasýkingu í fæðing- arvegi. Nokkrar greinar hafa birst um slíkar sýking- ar hjá stúlkubörnum (vulvo-vaginitis).6'° Sennilega er þá oftast um sjálfssýkingu að ræða, þ. e. að barnið beri sýklana úr vitum sér með fingrum í kynfæri. Þessar sýkingar virðast vera meinlitlar og geta horf- ið án sýklalyfjameðferðar. Meningokokkasýkingum í kynfærum eru annars gerð nánari skil í grein hér á eftir. Meningokokkaberar og smit innan fjölskyldu Best er að taka strok af afturvegg koks til að at- huga, hvort einstaklingur sé meningokokkaberi, þar sem sýklamir hafast aðallega við í nefkoki eins og fyrr getur. Hjá litlum börnum er heppilegt að fara með fínan vírpinna gegnum nös aftur í nefkokið. Nauðsynlegt er að taka fram á beiðnaseðli, að leitað skuli að meningokokkum. Þegar fyrir síðustu aldamót fundu menn meningo- kokka í hálsi heilbrigðra.7 Margar athuganir hafa 40 verið gerðar á útbreiðslu meningokokka meðal heil- brigðra hermanna, en færri á dreifingu þeirra meðal almennings. Þessar athuganir hafa sýnt, að það er ekki endilega beint samband á milli fjölda meningo- kokkabera í hópi fólks og þess, að faraldur meningo- kokkasjúkdóms brjótist út. M. ö. o. faraldur getur gengið í hópi fólks, þó að berar séu fáir og berahlut- fall getur verið hátt án þess að faraldur verði, gagn- stætt því sem haldið var framan af öldinni.8 Enn- fremur hefur fundist, að fullorðnir karlmenn verða oftar meningokokkaberar en konur, og börn verða það sjaldnar en fullorðnir. Ein rannsókn á tíðni þess að verða meningokokkaberi náði yfir 239 einstakl- inga í 41 fjölskyldu, sem hálsstrok voru tekin úr á 2ja mánaða fresti i 32 mánuði. I ljós kom, að karl- menn úr hópnum urðu berar 10 sinnum örar en kon- ur og 20 sinnum örar en börn. Meðal barna varð beratíðnin aldrei hærri en 8% en meðal karlmanna var hún 19—33%. Ef einhver í fjölskyldu varð beri, gátu þó hinir meðlimirnir orðið berar nokkurn veg- inn jafnört, hvort sem um karlmenn, konur eða börn var að ræða. Enginn úr hópnum fékk meningokokka- sjúkdóm á athugunartímabilinu. Berar höfðu sýkil- inn í langan tíma, að meðaltali 9,6 mánuði.11 Af framanskráðu ætti að mega draga þær álykt- anir, að feður komi oftar með meningokokka inn í fjölskyldur en mæður og börn, ennfremur að börn smitist oftar af fullorðnum en hvert af öðru. í því sambandi má benda á, að fátítt er, að meningokokka- sjúkdómur komi fyrir í fleiri en einum einstaklingi á skömmum tíma á barnaheimilum og í leikskólum. Hins vegar er ekki mjög fátítt að fleiri en eitt til- felli af meningokokkasjúkdómi komi fyrir í sömu fjölskyldu. I yfirlitum um faraldra er þessi tíðni tal- in vera 2,5-3,6%.7,10 Um 75% af öðru tilfelli koma innan 10 daga frá því að fyrsti sjúklingurinn veikist. Sú fjölskylda, sem skýrt er frá hér að framan, fellur inn í þetta mynstur: Faðirinn er meningokokkaberi, seinna barnið lagðist inn 9 dögum síðan en það fyrra. Til eru dæmi um 3—4 tilfelli innan fjölskyldu eða skyldmennahóps með lengra tímabili á milli.10 Sýklalyf til að útrýma meningokokkum úr hálsi Fá sýklalyf hafa reynst vel til að losa bera við meningokokka úr slímbúð nefkoks. Til að það tak- ist þarf lyfið að: LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.