Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 50

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 50
þeirra auknu möguleika á afbrigðum (t. d. nítró- samböndum), sem þeir gefa. Um 25 slík afbrigði hafa verið samtengd. Sú samtengingaraðferð, sem notuð hefur verið við framleiðsluna, er afbrigði af þeirri aðferð, sem Kostermans notaði fyrstur til framleiðslu á kavaíni árið 1951 og þróuð hefur verið í Rannsóknastofu í lyfjafræði lyfsala. FrumuUtilsíum og lcntfd hrifspcnnu í hjartavöðva spcndýra Magnús Jóhannsson og Bj'órn Wolilfart, Rannsóknastofa í lyjjafrœði, Háskóla Islands og Farinakologiska Institutionen, Lunds Universitet, Lundi, Svíþjóð Almennt er talið að þéttni óbundinna kalsíumjóna í fryminu ákvarði samdráttarkraft í frumum hjarta- vöðvans. Ennfremur hefur verið sett fram sú kenn- ing að kalsíumþéttni frymisins ákvarði lengd hrif- spennu þannig að aukin kalsíumþéttni leiði til stytt- ingar á hrifspennu. I eldri rannsókn (Wohlfart, ’79) voru færð rök fyrir því að samband væri milli lengd- ar hrifspennu og (1) inotróp ástands vöðvans og (2) undanfarandi bils milli ertinga. Núverandi rannsókn beinist að þessum tveimur þáttum. Tilraunir voru gerðar á einangruðum papillarvöðvum úr kanínum. Vöðvarnir voru ertir með stuttum straumpúlsum við 37° C og mældur var isometriskur kraftur ásamt hrifspennum (intracellular action potentials). Ino- tróp ástand vöðvans var aukið með því að hækka kalsíumþéttni baðvökvans eða með því að auka sam- dráttartíðni vöðvans og í báðum tilvikum fylgdi þessu stytting á hrifspennu, sbr. lið (1) að ofan. Áhrif undanfarandi bils milli ertinga á lengd hrif- spennu, sbr. lið (2) að ofan, hvarf að mestu leyti þegar vöðvinn var meðhcndlaður með D600 (kal- síumblokkari). Lengd hrifspennu var hins vegar áfram háð undanfarandi ertingabili þegar kalsíum- þéttni baðvökvans var lækkuð úr 2,0 mM í 1,0 og 0,5 mM. Gerð er tilraun til að skýra þessar niðurstöður með eftirfarandi líkani: Magn kalsíumjóna í hólfi tengdu frumuhimnunni ákvarðar á hverjum tíma lengd hrifspennu. Þegar magn kalsíumjóna í frum- unni er aukið, eykst einnig magn kalsíumjóna í hinu himnubundna hólfi og við það styttast hrifspenn- urnar. Við hverja hrifspennu tæmist þetta himnu- bundna hólf af kalsíum en fyllist smám saman aftur milli hrifspenna. I samræmi við þetta er hrifspenna eftir stutt bil löng en sé bilið langt er hrifspennan stutt. Rannsóknir á atvinnu-luntfnasfukdómum Hrafn V. Friðriksson, II. Hedenström, G. Hillerdal og P. Malmberg, Fys. Lab., Akademiska sjukhuset, Upp- sala, Svíþjóð og Rannsóknastofa í heilbrigðisfrœði, H. 1. INNGANGUR Mikilvægt er að greina atvinnu-lungnasjúkdóma á byrjunarstigi áður en þeir ná því stigi að verða ólæknandi. Þetta hefur vafist fyrir mönnum og er helst um að kenna lítilli fylgni milli vefjaskemmda eða svörunar við áreiti annars vegar, einkum á byrj- unarstigi sjúkdómsins, og hins vegar rannsóknarað- ferða, venjulega röntgenmynda af lungum og gróf- ari öndunarmælinga. Þá leikur oft vafi á, að hve miklu leyti aðrir áhættuþættir eins og t. d. tóbaks- reykingar eiga hlut að máli og skort hefur heppilegar aðhvarfslíkingar fyrir hin ýmsu lungna-próf einkum þeirra sem fram hafa komið hin síðari ár og menn binda miklar vonir við. EFNI Fjórir hópar karla voru rannsakaðir: 1) viðmið- unarhópur, 263 heilsuhraustir menn 20-70 ára með mismunandi tóbaksreykingavenj ur en eðlilega rönt- genmynd af lungum og án einkenna um hjarta- eða lungnasjúkdóma. 2) 62 menn sem unnu við mölun á kvartsríku grjóti og bergi (granit) með eðlilega röntgenmynd af lungum og án sjúkdómseinkenna að öðru leyti. 3) 45 menn skráðir með kísillungu (sili- cosis), og 4) 45 menn skráðir með asbestskellur (pleural plaques) í brjósthimnu en með eðlilega röntgenmynd af Iungum. 48 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.