Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 52
magni af lyfj um en heilsugæslulæknar í dreifbýli. Skýringar á mismunandi lyfjamagni íslenskra og norskra lækna er ekki aS leita í mismunandi dán- artíðni eða fjölda skráðra farsótta í löndunum. 4. Kannaðar hafa verið ávísunarvenjur sérfræðinga og heilsugæslulækna og rætt verið um niðurstöð- ur. Æxli í efri hluta öndunarfœra íslendinga 1955—74 Jónas Hallgrímsson og Michael A. Cooper, Rannsóknastofu háskólans í líffœrarneinafrœði Öll æxli frá efri hluta öndunarfæra, sem greind voru með vefjagreiningu á Islandi á 20 ára tímabil- inu, 1955-1974, voru endurskoöuð og flokkuð eftir reglum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 1978. Þetta voru 83 góðkynja og 114 illkynja æxli. Góðkynja æxli hjá báðum kynjum voru al- gengust í nefi og voru flest flöguþekju og transi- tional papilloma. Hjá körlum voru illkynja æxli al- gengust í barkakýli og hjá konum í sinusum og nef- koki. Flest þessi illkynja æxli voru flöguþekju- krabbamein í ýmsum myndum. Þrátt fyrir svipaöa anatomiska byggingu var ólík dreifing æxla í nefi og sinusum, þar sem góðkynja æxlin voru fleiri í nefi en þau illkynja í sinusum. Skýring á því er ekki þekkt. Krabbamein í nefkoki virðist algengara í Islend- ingum en öðrum Evrópubúum og má vera, að mikil saltneysla Islendinga eigi þátt í því. Vaxandi tíðni krabbameins i barkakýli á sennilega rót sína að rekja til tóbaks og áfengis og er það sérstakt á- hyggjuefni vegna verulegrar aukningar meðal ungra kvenna. Algengi og orsakir sjónskerðingar og blindu hér á landi Guðmundur Björnsson lœknir, augndeild Landakotsspítala Algengi lögblindu hér á landi í þessari könnun miðast við íbúatölu 1. des. 1979. Lögblinda (legal blindness) skv. skilgreiningu WHO er %0 sjón á betra auga með besta gleri eða ekki yfir 20° víðast sjónsvið. Síðasta könnun á blindum hér á landi var gerð af höfundi þessarar greinar árið 1950 og var þá aðallega stuðst við skráningu blindra á allsherjar- manntali. I þessari könnun var víða leitað fanga til að afla heimilda s. s. meðal augnlækna, Blindrafé- lagsins, héraðslækna o. fl. aðila. Talið er að flestir alvarlega sjónskertri séu tíundaðir í þessu uppgjöri. I leitirnar komu 419 lögblindir (212 karlar og 207 konur). Heildaralgengi bæði kyn saman er 185,1 á 100.000 íbúa. Algengið eykst með aldrinum. Al- gengi meðal barna 0-14 ára er 41,9 á 100.000 íbúa, 15—69 ára 71,8 og 70 ára og eldri 1868,2 á 100.000 íbúa. Sé hlutfallstala blindra miðuð við þá, sem hafa enga eða lítt nýtanlega sjón er heildaralgengið 57 á 100.000 íbúa, en sumar þjóðir miða við þetta blindu- mark. Ef skilgreining blindu er %0 eða verri á betra auga er heildaralgengið 120 á 100.000 íHúa. Flestar grannþjóðir okkar, t. d. Skandinavar og Englending- ar, miða blindu við þessi mörk. Dreifing blindra eftir sjónskerpu: Um þriðjungur hefur enga eða lítt nýtanlega sjón (88 karlar, 53 konur). Um tveir þriðju hlutar eru starfsblindir (124 karlar, 154 konur) og eru þeir vegskyggnir. Um 62% af öllum lögblindum eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu eða 262 að tölu. Algengi blindu er mest á þessu svæði eða 219 á 100.000 íbúa. Algengastar blinduorsakir: Degeneratio macularis senilis 39,6%. Næst stærsti sjúkdómaflokkurinn, sem veldur sjónskerðingu og stundum albindu á báðum augum er af meðfæddum uppruna 19,3%. Það eru þróunargallar í augum, oftast af arfgengum uppruna, t. d. cataracta congenita og atrophia n. optici. Til sextugsaldurs er þessi sjúkdómaflokkur algengasta orsök hlindu hér á landi. Eftir þann aldur eru hæg- fara gláka og ellirýrnun í miðgróf sjónu tíðust blinduorsök. Um 17,7% hafa misst sjón af völdum open-angle glaucoma og eru karlar tvöfalt fleiri en konur. Aðeins 1,2% af blindum hafa misst sjón af völdum cataracta senilis og um 2,4% af völdum dia- betes mellitus. Miðað við blindrakönnun árið 1950 hefur algeng- ið (miðað við %0 sjón) minnkað úr 300 á 100.000 50 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.