Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 52

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 52
magni af lyfj um en heilsugæslulæknar í dreifbýli. Skýringar á mismunandi lyfjamagni íslenskra og norskra lækna er ekki aS leita í mismunandi dán- artíðni eða fjölda skráðra farsótta í löndunum. 4. Kannaðar hafa verið ávísunarvenjur sérfræðinga og heilsugæslulækna og rætt verið um niðurstöð- ur. Æxli í efri hluta öndunarfœra íslendinga 1955—74 Jónas Hallgrímsson og Michael A. Cooper, Rannsóknastofu háskólans í líffœrarneinafrœði Öll æxli frá efri hluta öndunarfæra, sem greind voru með vefjagreiningu á Islandi á 20 ára tímabil- inu, 1955-1974, voru endurskoöuð og flokkuð eftir reglum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 1978. Þetta voru 83 góðkynja og 114 illkynja æxli. Góðkynja æxli hjá báðum kynjum voru al- gengust í nefi og voru flest flöguþekju og transi- tional papilloma. Hjá körlum voru illkynja æxli al- gengust í barkakýli og hjá konum í sinusum og nef- koki. Flest þessi illkynja æxli voru flöguþekju- krabbamein í ýmsum myndum. Þrátt fyrir svipaöa anatomiska byggingu var ólík dreifing æxla í nefi og sinusum, þar sem góðkynja æxlin voru fleiri í nefi en þau illkynja í sinusum. Skýring á því er ekki þekkt. Krabbamein í nefkoki virðist algengara í Islend- ingum en öðrum Evrópubúum og má vera, að mikil saltneysla Islendinga eigi þátt í því. Vaxandi tíðni krabbameins i barkakýli á sennilega rót sína að rekja til tóbaks og áfengis og er það sérstakt á- hyggjuefni vegna verulegrar aukningar meðal ungra kvenna. Algengi og orsakir sjónskerðingar og blindu hér á landi Guðmundur Björnsson lœknir, augndeild Landakotsspítala Algengi lögblindu hér á landi í þessari könnun miðast við íbúatölu 1. des. 1979. Lögblinda (legal blindness) skv. skilgreiningu WHO er %0 sjón á betra auga með besta gleri eða ekki yfir 20° víðast sjónsvið. Síðasta könnun á blindum hér á landi var gerð af höfundi þessarar greinar árið 1950 og var þá aðallega stuðst við skráningu blindra á allsherjar- manntali. I þessari könnun var víða leitað fanga til að afla heimilda s. s. meðal augnlækna, Blindrafé- lagsins, héraðslækna o. fl. aðila. Talið er að flestir alvarlega sjónskertri séu tíundaðir í þessu uppgjöri. I leitirnar komu 419 lögblindir (212 karlar og 207 konur). Heildaralgengi bæði kyn saman er 185,1 á 100.000 íbúa. Algengið eykst með aldrinum. Al- gengi meðal barna 0-14 ára er 41,9 á 100.000 íbúa, 15—69 ára 71,8 og 70 ára og eldri 1868,2 á 100.000 íbúa. Sé hlutfallstala blindra miðuð við þá, sem hafa enga eða lítt nýtanlega sjón er heildaralgengið 57 á 100.000 íbúa, en sumar þjóðir miða við þetta blindu- mark. Ef skilgreining blindu er %0 eða verri á betra auga er heildaralgengið 120 á 100.000 íHúa. Flestar grannþjóðir okkar, t. d. Skandinavar og Englending- ar, miða blindu við þessi mörk. Dreifing blindra eftir sjónskerpu: Um þriðjungur hefur enga eða lítt nýtanlega sjón (88 karlar, 53 konur). Um tveir þriðju hlutar eru starfsblindir (124 karlar, 154 konur) og eru þeir vegskyggnir. Um 62% af öllum lögblindum eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu eða 262 að tölu. Algengi blindu er mest á þessu svæði eða 219 á 100.000 íbúa. Algengastar blinduorsakir: Degeneratio macularis senilis 39,6%. Næst stærsti sjúkdómaflokkurinn, sem veldur sjónskerðingu og stundum albindu á báðum augum er af meðfæddum uppruna 19,3%. Það eru þróunargallar í augum, oftast af arfgengum uppruna, t. d. cataracta congenita og atrophia n. optici. Til sextugsaldurs er þessi sjúkdómaflokkur algengasta orsök hlindu hér á landi. Eftir þann aldur eru hæg- fara gláka og ellirýrnun í miðgróf sjónu tíðust blinduorsök. Um 17,7% hafa misst sjón af völdum open-angle glaucoma og eru karlar tvöfalt fleiri en konur. Aðeins 1,2% af blindum hafa misst sjón af völdum cataracta senilis og um 2,4% af völdum dia- betes mellitus. Miðað við blindrakönnun árið 1950 hefur algeng- ið (miðað við %0 sjón) minnkað úr 300 á 100.000 50 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.