Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 56

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 56
Ghanamafiurinn Isaac Odame í lopapeysunni hennar Möggu Odds. 1 enda, t. d. frá Líbanon, leiddu grænum íslending ýmislegt fyrir sjónir. Flestir jafnaldrar í þessum löndum hafa misst af unglingsárunum vegna landa- deibia, vopnaskaks og annarra álíka uppbyggjandi hluta. Þó ekki væri nema til að kynnast högum jafn- aldra sinna, í ýmsurn löndum heimsins, þá ætti slík ráðstefna fyllilega rétt á sér. Ráðstefna sem þessi er haldin ár hvert í einhverju aðildarlandanna. Markmiðið er að undirbúa stúd- entaskiptin á komandi sumri og ræða málefni sam- takanna. Samkomum þessum hættir til pappírsaust- urs auk deilna um keisarans skegg, en viðræður utan fundartíma og kvöldsamkomur bæta venjulega allt slíkt upp. Undirbúningsnefndin hóf strax uppúr áramótum að skipuleggja svokallað social program eða dægra- dvöl og átti hún að taka við þar sem fundarhöldum sleppti. Farið var með hópinn á Þjóðminjasafnið auk þess sem Landspítalinn bauð til hátíðarkvöld- verðar strax á föstudeginum. Þar flutti Davíð A. Gunnarsson tölu um sögu spítalans og sýndi við það tækifæri kvikmynd af hornsteinslagningu stofnunar- innar. Skemmti fólk sér konunglega og hló illkvittn- islega að útgangi dönsku konungshjónanna og tíðar- andanum. Islendingunum hlýnaði um hjartarætur við það að sjá velunnara sína verða að athlægi, en dönsku stúdentamir í hópnum drógu sig afsíðis og grétu hljóðlega. Á laugardagskvöldinu var haldin mikil gleði í Djúpinu. Sölustofnun lagmetis gaf kryddsild og kavíar til veislunnar og ÁTVR lagði til gamalt brennivín og rauðvín af alkunnu „örlæti“. Hlýtt og notalegt var í Djúpinu þótt norðanvind- ar ýlfruðu um hverfið. Hitinn jókst eftir því sem áfengið steig í hlóðinu og sálin seig í dýpið þar sem vítislogar léku um hana. Gilti einu hvort hún var Múhameðs-, Gyðinga-, ellegar Mammonstrúar, tryllt- ur Hrunadansinn dunaði og menn gleymdu sér í Zorba, egypskum magadansi og afríkönskum regn- dönsum. Gleðin var á hápunkti þegar dyr kjallarans voru opnaðar og hleyptu norðan svalanum inn. Bjargaðist þá ófá sálin frá eilífri glötun. Múhameðstrúarmaður drakk þar, að eigin sögn og annarra, áfengi í fyrsta sinn. Lá nærri að hann drykki sig til forfeðranna en Axel tókst að afstýra ættarmótinu af alkunnri lipurð. Stúdentar frá há- menningarlöndum Evrópu hámuðu í sig kavíarinn af mikilli áfergju, líkt og landar þeirra við hlaðborð Edduhótelanna, Einhver spurði hvað orðið partý Hressir og til í allt. Stúdentar (talifi f. v.) frá Líbanon, Sú- dan, Egyptalandi 2 og Líbanon. 54 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.