Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 56
Ghanamafiurinn Isaac Odame í lopapeysunni hennar Möggu
Odds. 1
enda, t. d. frá Líbanon, leiddu grænum íslending
ýmislegt fyrir sjónir. Flestir jafnaldrar í þessum
löndum hafa misst af unglingsárunum vegna landa-
deibia, vopnaskaks og annarra álíka uppbyggjandi
hluta. Þó ekki væri nema til að kynnast högum jafn-
aldra sinna, í ýmsurn löndum heimsins, þá ætti slík
ráðstefna fyllilega rétt á sér.
Ráðstefna sem þessi er haldin ár hvert í einhverju
aðildarlandanna. Markmiðið er að undirbúa stúd-
entaskiptin á komandi sumri og ræða málefni sam-
takanna. Samkomum þessum hættir til pappírsaust-
urs auk deilna um keisarans skegg, en viðræður utan
fundartíma og kvöldsamkomur bæta venjulega allt
slíkt upp.
Undirbúningsnefndin hóf strax uppúr áramótum
að skipuleggja svokallað social program eða dægra-
dvöl og átti hún að taka við þar sem fundarhöldum
sleppti. Farið var með hópinn á Þjóðminjasafnið
auk þess sem Landspítalinn bauð til hátíðarkvöld-
verðar strax á föstudeginum. Þar flutti Davíð A.
Gunnarsson tölu um sögu spítalans og sýndi við það
tækifæri kvikmynd af hornsteinslagningu stofnunar-
innar. Skemmti fólk sér konunglega og hló illkvittn-
islega að útgangi dönsku konungshjónanna og tíðar-
andanum. Islendingunum hlýnaði um hjartarætur
við það að sjá velunnara sína verða að athlægi, en
dönsku stúdentamir í hópnum drógu sig afsíðis og
grétu hljóðlega.
Á laugardagskvöldinu var haldin mikil gleði í
Djúpinu. Sölustofnun lagmetis gaf kryddsild og
kavíar til veislunnar og ÁTVR lagði til gamalt
brennivín og rauðvín af alkunnu „örlæti“.
Hlýtt og notalegt var í Djúpinu þótt norðanvind-
ar ýlfruðu um hverfið. Hitinn jókst eftir því sem
áfengið steig í hlóðinu og sálin seig í dýpið þar sem
vítislogar léku um hana. Gilti einu hvort hún var
Múhameðs-, Gyðinga-, ellegar Mammonstrúar, tryllt-
ur Hrunadansinn dunaði og menn gleymdu sér í
Zorba, egypskum magadansi og afríkönskum regn-
dönsum. Gleðin var á hápunkti þegar dyr kjallarans
voru opnaðar og hleyptu norðan svalanum inn.
Bjargaðist þá ófá sálin frá eilífri glötun.
Múhameðstrúarmaður drakk þar, að eigin sögn
og annarra, áfengi í fyrsta sinn. Lá nærri að hann
drykki sig til forfeðranna en Axel tókst að afstýra
ættarmótinu af alkunnri lipurð. Stúdentar frá há-
menningarlöndum Evrópu hámuðu í sig kavíarinn af
mikilli áfergju, líkt og landar þeirra við hlaðborð
Edduhótelanna, Einhver spurði hvað orðið partý
Hressir og til í allt. Stúdentar (talifi f. v.) frá Líbanon, Sú-
dan, Egyptalandi 2 og Líbanon.
54
LÆKNANEMINN