Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 22
halda kyrru fyrir a.m.k. einn sólar-
hring, helst aö liggja fyrir og hafa
bæði augu lokuð enda er líðanin best,
þegar lítil sem engin hreyfing er á
augunum. Best er að brjóta augn-
púða í tvennt, leggja hann yfir augað,
láta síðan annan í heilu lagi utanyfir
og strengja plástur yfir. Ekki má
þrýstingur vera það mikill, að sjúkl-
ingur finni til óþæginda. Ef sár er
hreint er ástæðulaust að dreypa
sýklalyfjum í augað, vegna sýkla-
varna táranna. Stundum þarf sjúkl-
ingur að fá veik verkjalyf. Ef sár er
djúpstætt má búast við ertingu inni
í auga vegna krampakenndra sam-
drátta í vöðvum fellingabaugs (m.
cilicaris). Þá eru notaðir dropar, sem
lama sjónstillingarvöðvana. Algeng-
ast er að nota oculoguttae cyclogyl
1%, en verkun þeirra er horfin eftir
um það bil hálfan sólarhring.
Þegar bundið hefur verið fyrir
annað augað má sjúklingur ekki aka
bíl, þar eð fjarlægðarskyn brenglast
þegar þrívddarsjón er upphafin. Ef
sjúklingur þarf sjálfur að aka heim til
sín þarf hann að fara með umbúðirn-
ar með sér og þekja augað, þegar
heim kemur. Fylgjast þarf með öllum
glærusárum þar til þau eru gróin.
Með þrýstingsbindi og hvíld grær sár-
ið betur og fyrr. Er þá minni hætta á
að sár taki sig upp seinna (erosio
corneae recurrens), en það er mjög
þrálátur kvilli. Þekjan hefur þá ekki
náð að festast vel við undirlagið e.t.v.
vegna sýkingar og getur komið rof í
hana síðar t.d. ef sjúklingur opnar
skyndilega augað að morgni til. Hef-
ur þá orðið viðloðun sýktrar glæru-
þekju við slímhúð efra augnaloks.
Heilbrigð þekja á glæru er fast bund-
in við undirlagið. Sýkt þekja er laust-
bundin og auðvelt að strjúka hana af
og getur rifnað við minnsta áreiti.
Stundum er engin saga urn slys við
tilfallandi glærusár. Meðferð slíkra
sára er þrýstingsumbúðir og stundum
þarf að fjarlægja sýkta þekju.
Aðskotahlutir á giæru
Algengt er að korn festist á glæru.
Hér á landi eru smergilkorn algeng-
ust og erfiðust viðureignar. Þau
brenna sig inn í yfirborðið og litarefni
(járnoxíð) síast fljótt inn í aðliggjandi
vef og ryðhringur myndast. Hitaskyn
er ekki næmt í glæru. Af þeim sökum
gera einkenni oft ekki vart við sig fyrr
en nokkrum klukkustundum eftir að
slysið átti sér stað, en þau eru verkur
og ónot ásamt roða í slímhúð. Oftast
er ekki erfitt að koma auga á þessi
korn, því að þau eru dökk á lit. Auð-
velt er aö ná korninu sjálfu, en ryð-
hringnum getur verið erfitt að ná
nema með hjálp rauflampa og þar til
gerðum verkfærum svo sem hrað-
gengum bor.
Ef ryðhringurinn er á miðri glæru
þ.e. í sjónlínu. þarf að gæta ýtrustu
varúðar. Örvefur í glæru myndast
alltaf ef aðskotahlutur nær niður í
glæruvef (stroma) eins og á sér stað
við smergilkorn. Ef augnlæknir er á
næstu grösum er öruggara að hann
taki strax við sjúklingnum sérstak-
lega ef kornið er miðsvæðis. Sé aftur
á móti um langan veg að fara til augn-
læknis er ráðlegast að reyna ekki að
ná ryðhringnum strax eftir að búið er
að tjarlægja kornið, heldur bera
Irgamid-eða Chloramphenicolaugn-
smyrsli í augað og binda um það.
Eftir 2-3 sólarhringa hefur vefurinn í
kringum ryðblettinn meyrnað það
ntikið að auðvelt er að ná honum
nreð hnífsoddi. Umbúðir eru hafðar
fyrir auga uns sárið er gróið. Það þarf
að brýna fyrir mönnum að nota alltaf
hlífðargleraugu, þegar þeir nota
smergil.
Munið að það er hægt að gera
meiri skaða en gagn, ef reynt er að ná
ryðhring úr glæru við ófullnægjandi
aðstæður.
Málmflísum, sem ekki ryðga t.d.
áli, er oftast auðvelt að ná úr glæru.
Hismi af frækornum festist stundum
á glæru, nær alltaf við glærubrún
(limbus). Fræhýðið er hornkennt,
íhvolft og grópast í glæruna. Veldur
þetta oft miklum óþægindum. Það
sést illa nema með fluorescinlit.
Auðvelt er að ná í því.
Bruni á glæru vegna útfjólublárra
geisla, kemur einkum fyrir meðal
þeirra, sem vinna við rafsuðu, ef
hlífðargleraugu eru ekki notuð.
Einnig er hætta á slíkum bruna ef
sprunga er í hlífðarglerjunum. Hið
sama á við um notkun háfjallasólar.
Endurspeglun af snjó og vatni get-
ur valdið bruna á glæru af útfjólublá-
um geislum. Hættast er við snjó-
blindu til fjalla á vorin og á jöklurn.
Fólk er misnæmt fyrir geislabruna
og virðast sumir þurfa mjög lítinn
skammt. Einkenni koma venjulega
ekki í Ijós fyrr en nokkrum klukku-
stundum eftir geislunina, allt að átta
tímum. Það er því oft að nóttu til að
einkenni byrja. Viökomandi vaknar
með verki og óþægindi, líkt og sand-
korn séu í augum. Einnig er aukið
tárarennsli, Ijósfælni og krampasam-
drættir í augnalokum. Eru einkennin
oft það mikil að sjúklingur er nær
bjargarlaus. Við skoðun sjást ótal
smá yfirborðssár á glæruþekjunni,
sem koma greinilega í ljós við litun.
Ef óþægindi eru mikil þarf oft að
gefa deyfandi augndropa, svo að
sjúklingurinn hafi viðþol. Ekki er
vert að dreypa þeim oft nema verkja-
stillandi lyf komi ekki að gagni. Oft-
ast gróa glærusárin á einum til tveim-
ur sólarhringum og venjulega án eft-
irkasta.
4. Stungusár á auga
Við skurði á augnalokum þarf alltaf
að hafa í huga hvort augað sjálft er
skaddað og þá sérstaklega hvort um
holund (perforatio bulbi oculi) sé að
ræða. Stungusár geta oröið án þess
að augnalok særist. Það er ekki svo
óalgengt að hnífs- eða skæraoddur
20
LÆKNANEMINN 3-4/i»»2 - 35. árg.