Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 43
I tilefni árs aldraðra:
Elli
Smásaga eftir Pentti Holappa
Ég læt dyrnar á herbergi mínu
standa opnar til að geta heyrt hvað
hann er að sýsla inni hjá sér í her-
berginu bak við borðstofuna. En
dyrnar hjá honum eru lokaðar. Ég
skil hann ef hann vill vera einn. Ég
býst ekki við að hann yrði ánægð-
ur ef hann vissi af mér hér njósn-
andi um sig. Ekki get á láð honum
það. Raunar ætti ég að skammast
mín. Sonur minn er orðinn hálf-
þrítugur en samt sit ég hér með
sperrt eyru eins og ég treysti hon-
um ekki. Hann gæti haldið að ég
ætli að ræna hann æskunni og því
frelsi sem hún veitir. En ég öfunda
hann ekki. Oft eru höfð ófögur orð
um þá sem öfunda. Það finnst mér
rangt. Öfund býryfireinhvers kon-
ar þunglyndislegri sáttargjörð,
nokkru af innri angist hins kúgaða
dýrs. En angistarfullt dýr veit líka
ævinlega af eigin styrk. Það getur
komið á óvart, stokkið fram og
sýnt tennurnar. Kannski er eitt-
hvað fallegt við þetta allt. Hví neita
ég þá svona afdráttarlaust að ég
öfundi tuttugu og fimm ára gaml-
an son minn? Það kann að virðast
skringilegt, en ég vil ekki verja
sjálfan mig. Ég skal þó játa að bet-
ur væri að ég öfundaði hann. Þá
ætti ég rétt til að lifa, ég ætti rétt á
hverju sem er. En þessa stundina
er aðstaða mín í raun mun verri.
Ég er kominn of langt burtu frá
öllu. Væri ég hreinskilinn hefði ég
fyrir mörgum árum viðurkennt að
mér ber að leggja upp laupana.
Þreyttur maður, saddur lífdaga á
að draga sig í hlé.
Ég hefi lifað of lengi. Eða hefi
ekki lifað, ég er ekki að ásaka
neinn. Ég hefi verið til, aðeins
fundist ég vera til og það nægir
ekki. Það er óverjandi að sjá tilver-
una í smækkaðri mynd. Ég veit
það, þvi manneskjuleifarnar sem
eftir eru í mér tryggja það. Mér er
skemmt. Ég er kominn út úr öllu
en er þó fulltrúi lífsins hér. Slík
óeigingirni er ómöguleg. En satt
að segja hefi ég ástæðu til, mjög
gilda ástæðu. Hún er sú að ef ég
get ekki lengur elskað lífið verður
tilvistin ein mér nauðsyn. Að ég
viðurkenni aðstöðu mína óverj-
andi þýðir alls ekki uppgjöf af
minni hálfu. Orð eins og „tilvist"
getur reyndar ekki vakið upp
ímynd neinna tilfinninga. En ég er
sannfærður um að þetta orð er
nokkru skýrara en dauðinn. Eða
að það er tómlegt, ég skynja tóm-
leikann, en þegar aftur á móti er
um að ræða dauðann get ég aldrei
sagt hvað hann er. Einmitt frá
þeim stað sem ég nú er staddur á
er næsta ógerlegt að komast
nokkuð. En ég vil ekki hugsa um
dauðann. Það er mér ekki að
skapi.
Af hverju sit ég þá á hleri þegar
sonur minn er að pakka ofan í
töskur sínar í eigin herbergi? Það
er óþarfi að spyrja ef haft er í huga
að ég hefi alltaf — að minnsta
kosti mjög lengi — haft þessa af-
stöðu gagnvart honum. Þótt til-
vistin ein bjóði ekki upp á marga
valkosti, býr hún altént yfir einni
vitneskju, vitneskjunni um að
maður er til. Og þessa vitneskju
hefði ég aldrei fengið nema með
hans hjálp. Hann verður að vera
þar sem ég get heyrt hann og séð.
Mér er sama hvernig hann er,
hvaða mann hann geymir. Það eitt
skiptir máli að hann er líka til fyrir
mig.
Ég hefi ekki þorað að segja syni
mínum þá von mína að hann fari
ekki. Þegar ég las honum bréfið
þar sem bróðir minn bauð honum
til sín, fylgdist ég spenntur með
svip hans. Drengurinn reyndi ekki
að dylja gleði sína. Svipur fagnað-
arog hamingju breiddistyfirandlit
hans. Ég held ég hafi ekki séð
þennan svip hjá honum árum
saman, ekki síðan hann var barn.
Með miskunnarleysi og hroka tek-
ur hann ákvörðun sína.
- Pabbi, ég fer. Auðvitað fer ég.
Síðan skellti hann uppúr og hló
svo innilega að ég gat ekki annað
en móðgast. Ég reyndi að taka
þátt í gleði hans, en smám saman
gerði hann sér grein fyrir að það
voru tóm látalæti af minni hálfu.
Þá sárnaði honum andartak, en
aðeins andartak. Eftirþað hefirtil-
hugsunin um mig aðeins verið
honum til armæðu. Til að vera
alveg hreinskilinn verður að geta
þess að það hentar mér einstak-
lega vel. Þið sjáið vel að það myndi
ekki hjálpa neitt þótt ég færi að
sporna opinskátt við brottför son-
ar míns. Það myndi þýða að bar-
átta mín flyttist út á vígvöll sem ég
gaf löngu upp á bátinn. Ef ég áenn
einhverja sigurmöguleika eru þeir
helst fólgnir í að vera til. En ég
væri sauður ef ég ekki vissi að ég
hlýt að tapa leiknum. Og ég veit
alls ekki, eftir allt saman, hvort ég
kæri mig um að sigra, ég ann hon-
um eins og áður. Ég er bara eilítið
of gamall og hann of ungur. Ég
hefði þurft að kynnast Anni, kon-
unni minni fyrr. Þegar maður giftir
LÆKNANEMINN “-/ib.2 - 35. árg.
41