Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 47
kvæmum sjúkdómsgreiningum,
en fyrsta og síðasta hugsun þeirra
var að hjálpa sjúklingum til heilsu.
Þeir litu á lækningarsem listgrein
og á lækninn sem listamann, og
að þeirra áliti gat enginn lærdóm-
ur bætt úr hæfileikaskorti, þótt
æfing væri nauðsynleg.
Margir þekktir læknar voru frá
Kosskólanum, en miklu frægastur
þeirra er Hippokrates, sem kallað-
ur hefur verið faðir læknisfræð-
innar. Hippokrates var fæddur á
Kos um 460 f. Kr. og kominn af
langri læknaætt. Hann nam fyrst
læknisfræði á Kos, en ferðaðist
síðan víða og kynnti sér lækningar
t. d. í Knidos, á eyjunni Þasos, í
Þessalíu, í Egyptalandi og við
Svartahaf. Hann settist síðan að í
Þessalíu á meginlandi Grikklands
og lézt þar um 377 f. Kr. í bænum
Larissa, 83ja ára að talið er.
Hippokrates var uppi á mesta
blómaskeiði Grikklands undir
stjórn Periklesar og var samtíma-
maður frægustu sagnfræðinga,
myndhöggvara og leikritaskálda
Hellena, og sjálfur var hann höf-
undur víðtækra framfara í læknis-
fræði. Beztu heimildirnar um
kenningar og lækningar Hippo-
kratesar eru rit þau, sem kennd
eru við hann, Corpus Hippokrat-
icum. Nú er talið víst, að Hippo-
krates sé ekki höfundur þeirra
allra, en ekki eru menn eins sam-
mála um, hver séu helzt frá hans
hendi. Það er því bezt að taka orð-
in ,,Hippokrates sagði“ ekki of
bókstaflega. Corpus er þó allur
um það bil frá tímum Hippokrat-
esar og gefur Ijósa mynd af lækn-
isfræði þess tíma. Hver sem les rit
Hippokratesar, hlýtur að hrífast
af siðfræði höfundarins. Inntak
hennar er að stunda starf sitt af
alúð og vera öðrum til fyrirmyndar
um heilbrigt og flekklaust líferni,
koma vel fram við sjúklinga sína
og hafa velferð þeirra jafnan efst í
huga. Hippokratesareiðurinn er
sennilega rangfeðraður og ekki
eftir Hippokrates, en þar er einnig
lögð megináherzla á siðfræði
læknisins í anda Hippokratesar.
Athyglisgáfa og ályktunarhæfni
Hippokratesar vekur einnig að-
dáun. T. d. lýsir hann víða áhrifum
umhverfis lifnaðarhátta á heilsu
manna, en gerir sér jafnframt
grein fyrir ættgengi sjúkdóma,
t. d. flogaveiki, sem talin var heil-
agur sjúkdómur. Hippokrates taldi
engan sjúkdóm öðrum helgari, því
að allirsjúkdómarættu sér náttúru-
legar orsakir. Hann taldi, að börn
erfðu eiginleika beggja foreldra,
en áður var álitið, að hlutverk
móðurinnar í sköpun barnsins
væri aðeins að veita því húsaskjól
og næringu. Meinafræði sína tók
Hippokrates upp eftir Pýþagórasi.
Hún var ,,humoral pathologisk"
og byggðist á því, að lífið væri
samsett úr 4 höfuðskepnum:
jörðu, lofti, eldi og vatni og svar-
andi til þeirra voru eiginleikarnir:
þurrt, kalt, heitt og rakt. Líkams-
vessarnir voru 4, hver gæddur 2
eiginleikum: blóðið heitt og rakt,
slímið kalt og rakt, gula gallið heitt
og þurrt og svarta gallið kalt og
þurrt. Þegar vessarnir voru í jafn-
vægi og blöndunin rétt, eukrasia,
var maðurinn heilbrigður. Sjúk-
dómar stöfuðu aftur af dyskrasia,
eða röskun á vessablöndunni.
Sjúkdómsrásinni skipti hann í 3
stig, sem komu bezt fram í bráðum
hitasóttum. Á 1. stigi, apepsia,
breyttust vessarnir, og kom það
m. a. fram í nefrennsli og þvag-
breytingum. Á 2. stigi hitaði líkam-
inn vessana upp, sem tóku á sig
annað form, t. d. varð blóðið að
greftri. Þetta stig var nefnt pepsis
eða suða. Á 3. stigi losaði líkaminn
sig við hina skaðlegu vessa með
þvaglátum eða svita. Það gat tekið
langan tíma, lysis, eða gerzt í
skyndi og var þá nefnt krisis eða
sjúkdómshvörf. Hvörfin taldi hann
helzt verða á ákveðnum dögum
(4.-6,—8.-10.-14.-20. o. s. frv.)
sjúkdómsins, svofnefndum hvarf-
LÆKNANEMINN - 35. árg.
45