Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 46
Læknisfræði Forngrikkja Vigfús Þorsteinsson læknir Grein þessi birtist áöur i Læknanemanum í desember 1967. Vestræn menning grundvallast að miklu leyti á menningu Forn- grikkja, og læknisfræði okkartíma hefur ekki hvaðsízt margttil þeirra sótt. Læknisfræði Hellena byggði hinsvegar á læknisfræði þjóða á nálægari Austurlöndum, einkum Egyþta, Babíloníumanna og Kín- verja, en í höndum Grikkja varð hún fyrst sjálfstæð og blómstrandi vísindagrein. Margir guðir grísku goðafræð- innarvoru kenndirvið lækningar, en hæst ber þar Asklepios, sem var sonur Appollons og faðir heilsugyðjunar Hygieiu. Asklepios var upphaflega læknir í Þessalíu (ef til vill á 13. öld f. Kr.), en var seinna tekinn í guðatölu. Um það er sú saga sögð, að Plúto, guð undirheimanna, hafi komið að máli við Seif og beðið hann að drepa Asklepios, því að undir- heimarnir voru að eyðast úr manneklu vegna hæfni læknisins. Seifur gerði bón hans, en iðraðist eftir á og gerði Asklepios að guði. Dýrkun Asklepiosar breiddist út um Hellas, og meir en 200 hof, asklepieia, voru lækningastöðvar, og þegar sjúklingur kom til lækn- inga, var hann eftir tilheyrandi helgiathafnir látinn leggjast til svefns í abaton eða súlnagöngum. Drauma hans réðu hofprestarnir síðan og höguðu meðferðinni eftir ráðningunni. Þessi lækningaað- ferð var runnin frá Assyríu og Egyptalandi og bygðist á því, að sálin yfirgæfi sofandi líkamann og svifi á fund guðsins og þægi af honum ráð. Sjúklingarnir voru hvattir til að gefa asklepieiunum skildi með áletrun um lækning- una, bæði sem vott um þakklæti og sem fórn. Asklepiosi var líka fórnað höndum og höggormum, og helgir höggormar voru í hof- unum, en þeir voru taldir gæddir guðlegum lækningamætti. Ask- lepios er sjálfur alltaf sýndur á myndum með staf, sem höggorm- ur er hringaður um og þaðan er komið merkið, sem tróniráforsíðu þessa tímarits og sést á mörgum öðrum læknisfræðiritum. Lækn- ingarnar í asklepieiunum tóku smátt og smátt framförum, þegar tímar liðu, og einkenndust viða meir af raunsæi en trúarkreddum, þegar hofin lögðust niður við kristnitökuna. Utan hofanna fóru einnig fram lækningar, sem voru mun merkari þáttur grískrar læknisfræði. Þær voru í höndum veraldlega menntaðra lækna og voru stundaðar bæði fyrir og sam- tímis dýrkun Asklepiosor. Þekk- ingin gekk í erfðir frá kynslóð til kynslóðar, og oft kenndi faðir syni sínum listina, svo að langar læknaættir mynduðust. Meðal þessara veraldlegu lækna voru askleipiadarnir, sem virðast hafa myndað stétt innan stéttarinnar, en ekki er vitað, hver sérstaða þeirra var, en það voru þeir, sem áttu hvað mestan þátt í því að hefja grísku læknisfræðina til þess vegs, sem hún hafði mestan á gull- öld Hellena. Asklepiadarnir voru dreifðir um allt Hellas og stofnuðu víða læknaskóla, sem voru fyrst í nánum tengslum við heimspeki- skólana, enda voru greinarnar samtvinnaðar. Fyrir daga Hippo- kratesar lögðu allir læknar einnig stund á heimspeki, og heimspek- ingarnir eða sófistarnir fengust ekki eingöngu við huglæg við- fangsefni, heldur leituðu þeir hvarvetna að sófíu eða þekkingu, ekki síður á sviði læknisfræði en í öðrum náttúrufræðum. Margir þeirra höfðu líka mikil áhrif á kenningar læknisfræðinnar, og má þar nefna Pýþagóras, Demo- kritos, Platón, Aristoteles o.fl. Merkustu skólar asklepiada voru á eyjunni Kos við strönd Litlu-Asíu, í Knidos í Litlu-Asíu skammtfrá Kos og á Rhodos. Einnig voru frægir skólar í Kroton á S.-Ítalíu og í Kyrene í Afríku. Nokkur ágrein- ingurvarmilli Knidos-og Kosskól- ans. Knidoslæknar vildu flokka alla sjúkdóma í kerfi, sem svo væri hægt að byggja alla meðferð á um aldur og ævi. Vandinn var því að greina sjúkdóminn rétt, enda var skólinn þekktur fyrir nákvæmar sjúkdómsgreiningar. Þetta við- horf Knidoslækna, þótt vísinda- legt væri, strandaði á þekkingar- skorti þeirra á eðli sjúkdóma. Þeir töldu t. d. hvern sjúkdóm alltaf birtast í sömu mynd, svo að sjúk- dómarnir urðu fleiri og kerfið flóknara, en góðu hófi gengdi. Margir merkir læknar komu þó frá skólanum. Koslæknar gerðu sér gleggri grein fyrir takmörkunum sínum og lögðu lítið upp úr ná- 44 LÆKNANEMINN 3-,/1B82 - 35. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.