Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 35
entum aö náminu en með góðu
skipulagi náms ætti ýmislegt
annað að halda við áhuga stúd-
enta á náminu. Flest það sem við
höfum áður talað um var nefnt í
þessu sambandi s. s. kennarar,
kennsluaðferðir, hraði námsyfir-
ferðar. Allar þessar umræður bar
þó að lokum að sama brunni.
Kynna þarf nemendum snemma
læknisstörf í einhverjum mæli og
sýna fram á tilganginn með náms-
efninu með því að tengja það því
sem seinna bíður stúdenta og
lækna.
Áhersla var lögð á að stjórn-
skipulag læknadeilda væri þannig
að nemendur og kennarar gætu
breytt námsskipulagi og náms-
efni. Ekki á að vera mögulegt fyrir
fáa menn að standa í vegi fyrir
breytingum sem meirihluti vill ná
fram.
Stúdentarnir á ráðstefnunni
hittust nokkrum sinnum, bæði sér
til skemmtunaren mesttil að ræða
efni ráðstefnunnar. Hollenskur
læknanemi, Van Amsterdam,
kynnti ráðstefnugestum viðhorf
stúdenta með tölu á síðasta degi
ráðstefnunnar. Var mörgum skot-
um skotið vítt og breitt en undir-
tektir þingheims þó góðar.
í raun sögðu stúdentar margt
það sama og kom frá umræðu-
hóþunum en með öðrum áhersl-
um. Við bentum á nauðsyn „breyt-
anlegra skóla“ þar sem stúdentar
geta haft áhrif á námið. Lækna-
skólar mega ekki vera of íhalds-
samir. Kennara á að velja meira
eftir kennsluhæfileikum en nú er
gert.
Þá lögðum við áherslu á sál-
ræna þátt læknanámsins. Til að
komast í gegn þurfa stúdentar að
leggja á sig mikla vinnu svo lítill
tími er oft til að sinna persónuleg-
um málum. Einnig lenda lækna-
nemar í ýmsum aðstæðum sem
eru krefjandi andlega. Hverjum
leið vel þegar þeir sáu rottu rotaða
í fyrsta sinn, við fyrstu krufning-
una, við að taka sjúkraskrá af
krabbameinssjúkling og horfa
kannski á viðkomandi deyjastuttu
seinna. Við sögðum að á slíkum
stundum ætti stúdent að geta
leitað til einhvers til að ræða málin
og helst að vera undirbúinn. Núna
þurfa stúdentar oftast að dylja til-
finningar sínar og leika kalda
karla. Útkoman úr slíkri hegðun
getur orðið manneskja sem á erfitt
með að láta tilfinningar í Ijós sem
hlýtur að vera slæmt fyrir lækni
sem þarf oft að geta sýnt samúð
og skilning.
í heild þótti okkur ráðstefnan
gagnleg, við sáum og heyrðum
margt sem við vissum ekki áður.
Okkur fannst sem flestir á ráð-
stefnunni væru sammála, vildu
gera læknanám sem best og
áhugaverðast. í flestum skólum
virðast vera svipuð vandamál og
settar voru fram ýmsar hugmyndir
(margar gamlar að vísu) um hverju
mætti breyta og til betri vegar
færa. Stundum fannst okkur
skrýtið að sitja þarna með fulltrú-
um frá fjölda landa, sem voru að
því er virtist allir áhugasamir um
umbætur, að gera læknanám
betra. í flestum þessum löndum er
læknanám í mjög föstum skorðum
og litlu virðist hægt að breyta, t. d.
finnst okkur ástandið vera þannig
hér. Svona ráðstefna hefur þó
hvetjandi áhrif á þátttakendur,
menn fyllast áhuga á að breyta og
gera betur. Við verðum bara að
vona að Jón, Högni og Ásmundur
komi einhverjum úrbótum til
leiðar hér. Við munum nýta okkur
nýfengna vitneskju í stöðugri bar-
áttu læknanema fyrir bættu námi
og námsaðstöðu í læknadeild Há-
skóla íslands.
Næsta ráðstefnaá vegum AMEE
verður haldin í Prag í september
1983.
S.D.M. og S.S.G.