Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 53
um notkun garnarþráðar til sauma. Segja má, að með Glaen hafi grísk læknisfræði risið hæst til að hnignaafturfyrren varði eins og Rómaveldi. Enginn slíkur líf- færafræðingur kom fram fyrr en Vesalius á 16. öld, og engar veru- legar framfarir urðu í lífeðlisfræði fyrr en með Marvey á 17. öld. Þessi niðurlæging vísindalegrar hugs- unar næstu aldir og velþóknun kirkjunnar á Galen vegna ein- gyðistrúar hans urðu til þess, að Galen varð sá maður, sem mest áhrif hefur haft á læknisfræðina og ritum hans var fylgt í stóru og smáu í 14 aldir. Hippokrates og Galen hafa löngum verið taldir jöfrar grískrar læknisfræði, og við samanburð hefur Hippokrates venjulega haft vinninginn. Samt var Galen honum fremri í undir- stöðugreinum svo og almennri menntun og víðsýni, enda byggði hann á betri grunni. Aftur á móti lýsa rit Galens sjálfbirgingi þess, sem ætíð hefur á réttu að standa, og þau skortir hina háleitu sið- fræði Hippokratesar, sem lýsti jafnt slæmum árangri sínum og góðum. Þótt grískri læknisfræði hnign- aði eftir Galen, komu síðar fram merkir læknar, t. d. Caelius Aure- lianus frá Numidíu í Afríku (4.-5. öld), sem starfaði í Róm og vareinn af Ijósustu rithöfundum forn- um. Hann ritaði á slæmri latínu ,,de morbis acutis et chronicis", rit, sem uppfyllir nær nútíma kröf- ur um skipulag og skýra hugsun. Þar eru sjúkdómar hvers líffæris raktir, hver sjúkdómur skilgreind- ur og rætt um upprunafræði, meinafræði, einkenni, greiningu, mismunagreiningu, meðferð og helztu rannsóknaraðferðir, og getið er um góð rit á hverju sviði allt frá Hippokratesi til Soranosar. Árið 326 varð kristni ríkistrú Rómaveldis og Byzantium eða Constantinopel höfuðborg um svipað leyti. Háskóli varstofnaður í borginni, sem varð brátt miðstöð leifa hinna grísk-rómversku menningar. Hin nýja trú reyndist vísindunum engin lyftistöng, nema síður væri, og hin byzanska menning einkenndist af íhaldsemi og afturför, þótt hún stæði í 10 aldir. Nokkrir byzanskir læknar þessa tíma hafa náð frægð, t. d. Oreibasios frá Pergamos (4. öld), Aetios frá Mesopotamíu (6. öld), Paul fráAegina(7. öld) og Johann- es Actuarius (13. öld). Þessir læknar voru lærisveinar Hippo- kratesar, Soranosar, Galens o. fl. og lögðu fæstir mikið af mörkum til framfara í læknisfræði. Með Johannesi Actuariusi rann skeið grískrar læknisfræði á enda. Rómaveldi var þá löngu fallið og Arabar löngu teknir við forustu í læknisfræði sem öðrum mennt- um. HEIMILDARIT: M. D. Ralph H. Major: A History of Medicine. Dr. med. Joh. Hermann Baas: Leit- faden der Geschichte der Medizin. Dr. Max Neuburger: Geschichte der Medizin. Valdimar Steffensen: Hippokrates. Sá maður sern villist af vegi skynseminnar, mun brátt hvílast í söfnuði fram- liðinna. LÆKNANEMINN 3"‘/ib!2 - 35. árg. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.