Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 21
Iokinu, þannig að slímhúðin innan á trefjaleppnum viti út, sést kornið þá vel og er auðvelt að fjarlægja. Snúa þarf efra augnaloki með sérstöku handbragði. Sjúklingur lokar báðum augum, horfir niður á við og slakar á. Tekið er í augnahár efra augnaloks og það togað niður á við og til hliðar. Nögl þumalfingurs er síðan Iögð á augnalokið ofantil. Er þá auðvelt að snúa augnalokinu við, en það snýst um efri brún trefjalepps. Stundum þarf að strjúka með votum bómullar- pinna upp í efra slímhúðarhvolf til þess að ná aðskotahlut, er farið hefur upp í augað eða harðri kontaktlinsu sem hefur losnað af glæru og borist þangað upp. Æskilegt er að lita glæru með flu- orescin-Iit, ef korn hefur fest undir efra augnaloki eða rykkorn farið undir kontaktlinsu til að kanna hvort glæra er rispuð. Sé svo verður að þekja augað með augnpúða á meðan sárin eru að gróa. Glærusár af völdum slyss Skaddist glæra er alvara á ferðum, þar sem vagl um miðbik glæru veldur meira eða minna sjóntapi, sem ekki er unnt að bæta nema með glæru- ígræðslu. Örvefur fjarri glærumiöju orsakar yfirleitt ekki sjónskerðingu sem heitið getur. Áríðandi er, að taka öll glærusár réttum tökum frá byrjun. Orsakir grunnsæris á glæru af völdum slysa (abrasio corneae) eru fjölmargar. Minnst hefur verið á korn undir efra augnaloki, sem rispar glæruna þegar auganu er deplað. Nokkrar aðrar orsakir grunnsæris á glæru eru: Trjágrein rekst í auga við garðyrkjustörf, kornabörn fálma í augu með skarpri nögl, gluggajárn rekst í auga eða horn á sængurveri rispar glæruna. Þar sem mikið er af sársaukavið- tækjum í glærunni kemur strax verk- Augnalok saumað. lýsingu er oftast hægt að sjá sár á glæru, en mun auðveldara, þegar lit- að hefur verið með fluorescinlit. Sár litast græn, en heilbrigð glæruþekja litast ekki. Um meðferð slysasára á glæru er þetta að segja: Ef um grunnsæri er að ræða þ. e. sárið nær ekki niður fyrir grunn- himnu grær það fljótt og án örvefs, venjulega á einum eða tveimur sólar- hringum. Oftast er látið þrýstings- bindi yfir augað og sjúklingi sagt að Þrýstiumbúðir settar á auga. ur í augað, þegar þekjan skaddast eða verður fyrir ertingu. Tárarennsli og ljósfælni auka á óþægindin. Ef sárið er miðsvæðis er og minnkuð sjónskerpa. Til þess að unnt sé að rannsaka með góðu móti sært auga, þarf að nota deyfingardropa. Þegar sársauk- inn hverfur er auðveldara fyrir sjúkl- ingað halda augum opnum. Með ská- /•'/ TS S Flúorescinlitun. LÆKNANEMINN - 35. árg. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.